Ráðherra skoðar reglur sem takmarka leiguhækkanir Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2015 19:15 Félags- og húsnæðismálaráðherra segir til skoðunar að setja sérstakar reglur til að takmarka hækkun húsaleigu. Formaður Vinstri grænna segir stjórnvöld verða að bregðast við vanda á leigumarkaði og vill setja þak á leiguverð. Þriðjungur íslenskra heimila er á leigumarkaði og þarf að glíma við ógnarhátt leiguverð, þá sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu. Sem dæmi má nefna 65 fermetra íbúð hér á Grundarstíg, þar sem mánaðarleigan er 200 þúsund krónur. Formaður Vinstri Grænna kemur fram með þá hugmynd í Fréttablaðinu í dag að setja þak á leiguverð til að takast á við þennan vanda. „Hún felur það í sér í raun og veru að hið opinbera hlutast þá til um það hvað leiguverð má nákvæmlega vera hátt. Þetta er ákveðið inngrip í markaðslögmálin á leigumarkaði. En ég finn það, og ég er viss um að allir kollegar mínir í stjórnmálunum finna það, að þetta eru þau mál sem brenna hvað heitast, þá ekki síst hér á íbúum höfuðborgarsvæðisins. Það er annars vegar framboð á leiguhúsnæði og hins vegar verðlag,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. Katrín segir þetta fyrirkomulag bæði hafa verið innleitt í Berlín og í Svíþjóð. Þetta sé þó ekki gallalaust, til að mynda sé hætta á því að þetta skapi ekki nægan hvata til að tryggja mikið framboð af leiguhúsnæði. „En hún hefur þann kost að staða leigjenda verður öruggari, fyrirsjáanleikinn meiri til dæmis hvað varðar leiguverð,“ segir Katrín.Ráðherra skoðar reglur sem takmarka hækkun húsaleigu Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segist fagna öllum góðum hugmyndum en þessi leið sé þó ekki til sérstakrar skoðunar. Stjórnvöld hafi þó í sumar verið að skoða reglur annarra ríkja þegar kemur að hækkun húsaleigu. „Við höfum séð að við erum af Norðurlöndunum með minnstu takmarkanirnar á hækkunum. Það eru skýrar reglur í Noregi, Danmörku og Svíþjóð hvernig staðið er að hækkunum,“ segir Eygló. Nú sé til skoðunar hvort setja þurfi sérstakar reglur hér á landi til að takmarka hækkun húsaleigu. „Við sjáum það að þrátt fyrir að við séum með minnstar takmarkanir á hækkun á leigu, þá hefur það ekki leitt til þess að framboð af leiguíbúðum hefur verið meira en í öðrum löndum. Þess vegna tel ég að það sé ástæða til að fara yfir hvort það sé hægt að gera breytingar á lögunum í þessa átt,“ segir Eygló. Tengdar fréttir Katrín vill setja þak á leiguverð Formaður VG segir stjórnvöld hafa gert lítið sem ekkert fyrir leigjendur 13. ágúst 2015 06:30 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Félags- og húsnæðismálaráðherra segir til skoðunar að setja sérstakar reglur til að takmarka hækkun húsaleigu. Formaður Vinstri grænna segir stjórnvöld verða að bregðast við vanda á leigumarkaði og vill setja þak á leiguverð. Þriðjungur íslenskra heimila er á leigumarkaði og þarf að glíma við ógnarhátt leiguverð, þá sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu. Sem dæmi má nefna 65 fermetra íbúð hér á Grundarstíg, þar sem mánaðarleigan er 200 þúsund krónur. Formaður Vinstri Grænna kemur fram með þá hugmynd í Fréttablaðinu í dag að setja þak á leiguverð til að takast á við þennan vanda. „Hún felur það í sér í raun og veru að hið opinbera hlutast þá til um það hvað leiguverð má nákvæmlega vera hátt. Þetta er ákveðið inngrip í markaðslögmálin á leigumarkaði. En ég finn það, og ég er viss um að allir kollegar mínir í stjórnmálunum finna það, að þetta eru þau mál sem brenna hvað heitast, þá ekki síst hér á íbúum höfuðborgarsvæðisins. Það er annars vegar framboð á leiguhúsnæði og hins vegar verðlag,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. Katrín segir þetta fyrirkomulag bæði hafa verið innleitt í Berlín og í Svíþjóð. Þetta sé þó ekki gallalaust, til að mynda sé hætta á því að þetta skapi ekki nægan hvata til að tryggja mikið framboð af leiguhúsnæði. „En hún hefur þann kost að staða leigjenda verður öruggari, fyrirsjáanleikinn meiri til dæmis hvað varðar leiguverð,“ segir Katrín.Ráðherra skoðar reglur sem takmarka hækkun húsaleigu Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segist fagna öllum góðum hugmyndum en þessi leið sé þó ekki til sérstakrar skoðunar. Stjórnvöld hafi þó í sumar verið að skoða reglur annarra ríkja þegar kemur að hækkun húsaleigu. „Við höfum séð að við erum af Norðurlöndunum með minnstu takmarkanirnar á hækkunum. Það eru skýrar reglur í Noregi, Danmörku og Svíþjóð hvernig staðið er að hækkunum,“ segir Eygló. Nú sé til skoðunar hvort setja þurfi sérstakar reglur hér á landi til að takmarka hækkun húsaleigu. „Við sjáum það að þrátt fyrir að við séum með minnstar takmarkanir á hækkun á leigu, þá hefur það ekki leitt til þess að framboð af leiguíbúðum hefur verið meira en í öðrum löndum. Þess vegna tel ég að það sé ástæða til að fara yfir hvort það sé hægt að gera breytingar á lögunum í þessa átt,“ segir Eygló.
Tengdar fréttir Katrín vill setja þak á leiguverð Formaður VG segir stjórnvöld hafa gert lítið sem ekkert fyrir leigjendur 13. ágúst 2015 06:30 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Katrín vill setja þak á leiguverð Formaður VG segir stjórnvöld hafa gert lítið sem ekkert fyrir leigjendur 13. ágúst 2015 06:30