Mikil eftirspurn eftir erlendu vinnuafli á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 13. ágúst 2015 19:30 Aukin ásókn er í að flytja erlent vinnuafl inn til landsins og segir formaður Vélstjóra og málmiðnaðarmanna Vinnumálastofnun ekki standa sig í eftirlitinu. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir eftirlit með kjörum útlendra starfsmanna byggja á samstarfi við verkalýðshreyfinguna. Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmsmiða sagði í Bítinu á Bylgjunni í morun að félaginu væri kunnugt um útlendinga sem kæmu hingað til vinnu í gegnum útlenskrar starfsmannaleigur á mun verri kjörum en íslenskir starfsmenn. Meðal annars í álverinu í Straumsvík sem þrýstir mjög á aukna verktöku. „Áður en menn fara að gefa eitthvað eftir þarf eftirlitið að komast í lag. En það er náttúrlega með Vinnumálastofnun eins og margar opinberar stofnanir á Íslandi í dag. Þetta er ekkert nema umbúðirnar. Það er ekkert innihald. Það er búið að skera niður allt fjármagn. Það er ekki starfsfólk til að sinna einu né neinu,“ sagði Guðmundur í Bítínu. Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar segir eftirlit stofnunarinnar með erlendu vinnuafli og starfsmannaleigum langt í frá lamað. Hins vegar hafi ástandið á íslenskum vinnumarkaði snúist við á undanförnum misserum.En hafa komið inn á borð til ykkar dæmi þar sem verið er að reyna að borga fólki verri laun en á að gera?„Já, þau koma gjarnan. Þetta gerist með þeim hætti að fyrirtæki skrá sig ýmist eða eða senda inn umsóknir til okkar sem við berum síðan undir stéttarfélögin til að fá þeirra álit á því hvort að þau launakjör sem í boði eru séu réttmæt,“ segir Gissur. Vinnumálastofnun sé líka í samstarfi við skattayfirvöld, lögreglu og fleiri þegar kemur að veitingu atvinnuleyfa til einstaklinga og starfsmannaleiga.Þannig að það er þrýstingur á að skrá erlenda starfsmenn hingað inn til landsins? „Já, það er að koma bæði það sem kallað er útsendir starfsmenn, þ.e.a.s. starfsmenn í gegnum starfsmannaleigur, og svo líka þessi hefðbundnu atvinnuleyfi,“ segir Gissur. Það sé grundvallaratriði að enginn njóti verri kjara sem íslenskir samningar geri ráð fyrir og þá sé samstarf við verkalýðshreyfinguna mikilvlægt. Ástandið nú minni á stöðuna fyrir hrun. „Óneitanlega. Það er gríðarlega mikil ásókn eftir erlendu vinnuafli og við erum farin að spyrja okkur hvort 2007 sé komið aftur. Sem við vonum svo sannarlega ekki vegna þess að það hafði nú alvarlegar afleiðingar,“ segir Gissur Pétursson. Tengdar fréttir Segjast ekki vera að láta undan hótunum um lokun Starfsmenn í álverinu í Straumsvík hætta við boðað allsherjarverkfall eftir hótanir um lokun fyrirtækisins. 12. ágúst 2015 19:45 Forstjóri ISAL: Aukin verktaka hefur áhrif á þrjátíu til fjörtíu störf Rannveig Rist hefur sent starfsmönnum álversins í Straumsvík bréf vegna stöðu mála í kjaradeilu þeirra við fyrirtækið. 7. ágúst 2015 22:25 Krafa um aukna heimild til verktöku lögð til hliðar Forgangskrafa stjórnenda álversins í Straumsvík um aukna heimild til verktöku verður lögð til hliðar á meðan launakjör starfsmanna verða rædd. Þetta var ákveðið á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag. Annar fundur er boðaður á morgun. 4. ágúst 2015 20:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
Aukin ásókn er í að flytja erlent vinnuafl inn til landsins og segir formaður Vélstjóra og málmiðnaðarmanna Vinnumálastofnun ekki standa sig í eftirlitinu. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir eftirlit með kjörum útlendra starfsmanna byggja á samstarfi við verkalýðshreyfinguna. Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmsmiða sagði í Bítinu á Bylgjunni í morun að félaginu væri kunnugt um útlendinga sem kæmu hingað til vinnu í gegnum útlenskrar starfsmannaleigur á mun verri kjörum en íslenskir starfsmenn. Meðal annars í álverinu í Straumsvík sem þrýstir mjög á aukna verktöku. „Áður en menn fara að gefa eitthvað eftir þarf eftirlitið að komast í lag. En það er náttúrlega með Vinnumálastofnun eins og margar opinberar stofnanir á Íslandi í dag. Þetta er ekkert nema umbúðirnar. Það er ekkert innihald. Það er búið að skera niður allt fjármagn. Það er ekki starfsfólk til að sinna einu né neinu,“ sagði Guðmundur í Bítínu. Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar segir eftirlit stofnunarinnar með erlendu vinnuafli og starfsmannaleigum langt í frá lamað. Hins vegar hafi ástandið á íslenskum vinnumarkaði snúist við á undanförnum misserum.En hafa komið inn á borð til ykkar dæmi þar sem verið er að reyna að borga fólki verri laun en á að gera?„Já, þau koma gjarnan. Þetta gerist með þeim hætti að fyrirtæki skrá sig ýmist eða eða senda inn umsóknir til okkar sem við berum síðan undir stéttarfélögin til að fá þeirra álit á því hvort að þau launakjör sem í boði eru séu réttmæt,“ segir Gissur. Vinnumálastofnun sé líka í samstarfi við skattayfirvöld, lögreglu og fleiri þegar kemur að veitingu atvinnuleyfa til einstaklinga og starfsmannaleiga.Þannig að það er þrýstingur á að skrá erlenda starfsmenn hingað inn til landsins? „Já, það er að koma bæði það sem kallað er útsendir starfsmenn, þ.e.a.s. starfsmenn í gegnum starfsmannaleigur, og svo líka þessi hefðbundnu atvinnuleyfi,“ segir Gissur. Það sé grundvallaratriði að enginn njóti verri kjara sem íslenskir samningar geri ráð fyrir og þá sé samstarf við verkalýðshreyfinguna mikilvlægt. Ástandið nú minni á stöðuna fyrir hrun. „Óneitanlega. Það er gríðarlega mikil ásókn eftir erlendu vinnuafli og við erum farin að spyrja okkur hvort 2007 sé komið aftur. Sem við vonum svo sannarlega ekki vegna þess að það hafði nú alvarlegar afleiðingar,“ segir Gissur Pétursson.
Tengdar fréttir Segjast ekki vera að láta undan hótunum um lokun Starfsmenn í álverinu í Straumsvík hætta við boðað allsherjarverkfall eftir hótanir um lokun fyrirtækisins. 12. ágúst 2015 19:45 Forstjóri ISAL: Aukin verktaka hefur áhrif á þrjátíu til fjörtíu störf Rannveig Rist hefur sent starfsmönnum álversins í Straumsvík bréf vegna stöðu mála í kjaradeilu þeirra við fyrirtækið. 7. ágúst 2015 22:25 Krafa um aukna heimild til verktöku lögð til hliðar Forgangskrafa stjórnenda álversins í Straumsvík um aukna heimild til verktöku verður lögð til hliðar á meðan launakjör starfsmanna verða rædd. Þetta var ákveðið á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag. Annar fundur er boðaður á morgun. 4. ágúst 2015 20:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
Segjast ekki vera að láta undan hótunum um lokun Starfsmenn í álverinu í Straumsvík hætta við boðað allsherjarverkfall eftir hótanir um lokun fyrirtækisins. 12. ágúst 2015 19:45
Forstjóri ISAL: Aukin verktaka hefur áhrif á þrjátíu til fjörtíu störf Rannveig Rist hefur sent starfsmönnum álversins í Straumsvík bréf vegna stöðu mála í kjaradeilu þeirra við fyrirtækið. 7. ágúst 2015 22:25
Krafa um aukna heimild til verktöku lögð til hliðar Forgangskrafa stjórnenda álversins í Straumsvík um aukna heimild til verktöku verður lögð til hliðar á meðan launakjör starfsmanna verða rædd. Þetta var ákveðið á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag. Annar fundur er boðaður á morgun. 4. ágúst 2015 20:00