Mikil eftirspurn eftir erlendu vinnuafli á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 13. ágúst 2015 19:30 Aukin ásókn er í að flytja erlent vinnuafl inn til landsins og segir formaður Vélstjóra og málmiðnaðarmanna Vinnumálastofnun ekki standa sig í eftirlitinu. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir eftirlit með kjörum útlendra starfsmanna byggja á samstarfi við verkalýðshreyfinguna. Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmsmiða sagði í Bítinu á Bylgjunni í morun að félaginu væri kunnugt um útlendinga sem kæmu hingað til vinnu í gegnum útlenskrar starfsmannaleigur á mun verri kjörum en íslenskir starfsmenn. Meðal annars í álverinu í Straumsvík sem þrýstir mjög á aukna verktöku. „Áður en menn fara að gefa eitthvað eftir þarf eftirlitið að komast í lag. En það er náttúrlega með Vinnumálastofnun eins og margar opinberar stofnanir á Íslandi í dag. Þetta er ekkert nema umbúðirnar. Það er ekkert innihald. Það er búið að skera niður allt fjármagn. Það er ekki starfsfólk til að sinna einu né neinu,“ sagði Guðmundur í Bítínu. Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar segir eftirlit stofnunarinnar með erlendu vinnuafli og starfsmannaleigum langt í frá lamað. Hins vegar hafi ástandið á íslenskum vinnumarkaði snúist við á undanförnum misserum.En hafa komið inn á borð til ykkar dæmi þar sem verið er að reyna að borga fólki verri laun en á að gera?„Já, þau koma gjarnan. Þetta gerist með þeim hætti að fyrirtæki skrá sig ýmist eða eða senda inn umsóknir til okkar sem við berum síðan undir stéttarfélögin til að fá þeirra álit á því hvort að þau launakjör sem í boði eru séu réttmæt,“ segir Gissur. Vinnumálastofnun sé líka í samstarfi við skattayfirvöld, lögreglu og fleiri þegar kemur að veitingu atvinnuleyfa til einstaklinga og starfsmannaleiga.Þannig að það er þrýstingur á að skrá erlenda starfsmenn hingað inn til landsins? „Já, það er að koma bæði það sem kallað er útsendir starfsmenn, þ.e.a.s. starfsmenn í gegnum starfsmannaleigur, og svo líka þessi hefðbundnu atvinnuleyfi,“ segir Gissur. Það sé grundvallaratriði að enginn njóti verri kjara sem íslenskir samningar geri ráð fyrir og þá sé samstarf við verkalýðshreyfinguna mikilvlægt. Ástandið nú minni á stöðuna fyrir hrun. „Óneitanlega. Það er gríðarlega mikil ásókn eftir erlendu vinnuafli og við erum farin að spyrja okkur hvort 2007 sé komið aftur. Sem við vonum svo sannarlega ekki vegna þess að það hafði nú alvarlegar afleiðingar,“ segir Gissur Pétursson. Tengdar fréttir Segjast ekki vera að láta undan hótunum um lokun Starfsmenn í álverinu í Straumsvík hætta við boðað allsherjarverkfall eftir hótanir um lokun fyrirtækisins. 12. ágúst 2015 19:45 Forstjóri ISAL: Aukin verktaka hefur áhrif á þrjátíu til fjörtíu störf Rannveig Rist hefur sent starfsmönnum álversins í Straumsvík bréf vegna stöðu mála í kjaradeilu þeirra við fyrirtækið. 7. ágúst 2015 22:25 Krafa um aukna heimild til verktöku lögð til hliðar Forgangskrafa stjórnenda álversins í Straumsvík um aukna heimild til verktöku verður lögð til hliðar á meðan launakjör starfsmanna verða rædd. Þetta var ákveðið á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag. Annar fundur er boðaður á morgun. 4. ágúst 2015 20:00 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Aukin ásókn er í að flytja erlent vinnuafl inn til landsins og segir formaður Vélstjóra og málmiðnaðarmanna Vinnumálastofnun ekki standa sig í eftirlitinu. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir eftirlit með kjörum útlendra starfsmanna byggja á samstarfi við verkalýðshreyfinguna. Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmsmiða sagði í Bítinu á Bylgjunni í morun að félaginu væri kunnugt um útlendinga sem kæmu hingað til vinnu í gegnum útlenskrar starfsmannaleigur á mun verri kjörum en íslenskir starfsmenn. Meðal annars í álverinu í Straumsvík sem þrýstir mjög á aukna verktöku. „Áður en menn fara að gefa eitthvað eftir þarf eftirlitið að komast í lag. En það er náttúrlega með Vinnumálastofnun eins og margar opinberar stofnanir á Íslandi í dag. Þetta er ekkert nema umbúðirnar. Það er ekkert innihald. Það er búið að skera niður allt fjármagn. Það er ekki starfsfólk til að sinna einu né neinu,“ sagði Guðmundur í Bítínu. Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar segir eftirlit stofnunarinnar með erlendu vinnuafli og starfsmannaleigum langt í frá lamað. Hins vegar hafi ástandið á íslenskum vinnumarkaði snúist við á undanförnum misserum.En hafa komið inn á borð til ykkar dæmi þar sem verið er að reyna að borga fólki verri laun en á að gera?„Já, þau koma gjarnan. Þetta gerist með þeim hætti að fyrirtæki skrá sig ýmist eða eða senda inn umsóknir til okkar sem við berum síðan undir stéttarfélögin til að fá þeirra álit á því hvort að þau launakjör sem í boði eru séu réttmæt,“ segir Gissur. Vinnumálastofnun sé líka í samstarfi við skattayfirvöld, lögreglu og fleiri þegar kemur að veitingu atvinnuleyfa til einstaklinga og starfsmannaleiga.Þannig að það er þrýstingur á að skrá erlenda starfsmenn hingað inn til landsins? „Já, það er að koma bæði það sem kallað er útsendir starfsmenn, þ.e.a.s. starfsmenn í gegnum starfsmannaleigur, og svo líka þessi hefðbundnu atvinnuleyfi,“ segir Gissur. Það sé grundvallaratriði að enginn njóti verri kjara sem íslenskir samningar geri ráð fyrir og þá sé samstarf við verkalýðshreyfinguna mikilvlægt. Ástandið nú minni á stöðuna fyrir hrun. „Óneitanlega. Það er gríðarlega mikil ásókn eftir erlendu vinnuafli og við erum farin að spyrja okkur hvort 2007 sé komið aftur. Sem við vonum svo sannarlega ekki vegna þess að það hafði nú alvarlegar afleiðingar,“ segir Gissur Pétursson.
Tengdar fréttir Segjast ekki vera að láta undan hótunum um lokun Starfsmenn í álverinu í Straumsvík hætta við boðað allsherjarverkfall eftir hótanir um lokun fyrirtækisins. 12. ágúst 2015 19:45 Forstjóri ISAL: Aukin verktaka hefur áhrif á þrjátíu til fjörtíu störf Rannveig Rist hefur sent starfsmönnum álversins í Straumsvík bréf vegna stöðu mála í kjaradeilu þeirra við fyrirtækið. 7. ágúst 2015 22:25 Krafa um aukna heimild til verktöku lögð til hliðar Forgangskrafa stjórnenda álversins í Straumsvík um aukna heimild til verktöku verður lögð til hliðar á meðan launakjör starfsmanna verða rædd. Þetta var ákveðið á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag. Annar fundur er boðaður á morgun. 4. ágúst 2015 20:00 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Segjast ekki vera að láta undan hótunum um lokun Starfsmenn í álverinu í Straumsvík hætta við boðað allsherjarverkfall eftir hótanir um lokun fyrirtækisins. 12. ágúst 2015 19:45
Forstjóri ISAL: Aukin verktaka hefur áhrif á þrjátíu til fjörtíu störf Rannveig Rist hefur sent starfsmönnum álversins í Straumsvík bréf vegna stöðu mála í kjaradeilu þeirra við fyrirtækið. 7. ágúst 2015 22:25
Krafa um aukna heimild til verktöku lögð til hliðar Forgangskrafa stjórnenda álversins í Straumsvík um aukna heimild til verktöku verður lögð til hliðar á meðan launakjör starfsmanna verða rædd. Þetta var ákveðið á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag. Annar fundur er boðaður á morgun. 4. ágúst 2015 20:00
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent