Segjast ekki vera að láta undan hótunum um lokun Heimir Már Pétursson skrifar 12. ágúst 2015 19:45 Talsmaður samninganefndar starfsmanna í álverinu í Straumsvík segir stéttarfélögin ekki vera að láta undan hótunum um lokun fyrirtækisins með því að afboða verkfall hjá Ísal um næstu mánaðamót. Hann vonist hins vegar til að þessi ákvörðun liðki fyrir samningnum. Mikill hiti hefur verið í viðræðum starfsmanna álversins í Straumsvík og fyrirtækisins undanfarna mánuði en þeir hafa verið í yfirvinnubanni um nokkurra vikna skeið. Deilan hefur að mestu snúist um kröfu Ísal um aukna verktöku, sem er í anda starfsemi hins bandaríska móðurfélags Rio Tinto Alcan. Boðað hafði verið til allsherjarverkfalls í álverinu hinn 1. september ef samningar nást ekki en fyrirtækið hefur sagt að það gæti þýtt að starfsemi þess á Íslandi yrði hætt. Í dag tilkynntu verkalýðsfélögin hins vegar að þau hefðu fallið frá verkfallsboðuninni. Gylfi Ingvarsson talsmaður samninganefndarinnar segir starfsmenn ekki vera að láta undan hótunum fyrirtækisins um lokun með þessari ákvörðun. „Nei, það er langur vegur frá. Við erum fyrst og fremst að skapa stöðu til þess að takast á um það sem skiptir mestu máli. Það er að bæta kjörin,” segir Gylfi. Þessi hótun Ísal og Rio Tinto Alcan hafi ítrekað verið sett fram undanfarin misseri. Menn hafi einfaldlega talið þetta skynsamlega ákvörðun í stöðunni og yfirvinnubannið sem hafi bitið nokkuð haldi áfram.Með því að falla frá verkfallsboðuninni, er þá ekki dálítill þungi farinn úr ykkar baráttu?„Nei ég tel ekki svo vera. Vegna þess að þetta léttir nokkuð mikið á því umhverfi sem við erum í að ræðast við og við urðum strax vör við það í gær. En til hvers það leiðir endanlega á eftir að koma í ljós af því við ætlum að hittast aftur á föstudaginn,“ segir Gylfi. Vonandi leiði þetta til alvöru viðræðna og samninga. En slæm staða fyrirtæksins sé ekki starfsmönnum og þeirra kjörum að kenna heldur ákvörðunum fyrirtækisins sjálfs á undanförnum árum.Þannig að þið trúið semsagt hótuninni?„Það er nú bara þannig að Rio Tinto er harður aðili við að eiga. Við erum að upplifa það sem önnur fyrirtæki úti í heimi hafa staðið í stríði við. Við erum að upplifa það núna hér,“ segir Gylfi Ingvarsson. Tengdar fréttir Starfsmenn ISAL afboða verkfall Samninganefnd segir ákvörðunina tekna "vegna ítrekaðra fullyrðinga stjórnenda RTA, að komi til allsherjarverkfalls leiði það til lokunar fyrirtækisins“. 12. ágúst 2015 12:39 Forstjóri ISAL: Aukin verktaka hefur áhrif á þrjátíu til fjörtíu störf Rannveig Rist hefur sent starfsmönnum álversins í Straumsvík bréf vegna stöðu mála í kjaradeilu þeirra við fyrirtækið. 7. ágúst 2015 22:25 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Talsmaður samninganefndar starfsmanna í álverinu í Straumsvík segir stéttarfélögin ekki vera að láta undan hótunum um lokun fyrirtækisins með því að afboða verkfall hjá Ísal um næstu mánaðamót. Hann vonist hins vegar til að þessi ákvörðun liðki fyrir samningnum. Mikill hiti hefur verið í viðræðum starfsmanna álversins í Straumsvík og fyrirtækisins undanfarna mánuði en þeir hafa verið í yfirvinnubanni um nokkurra vikna skeið. Deilan hefur að mestu snúist um kröfu Ísal um aukna verktöku, sem er í anda starfsemi hins bandaríska móðurfélags Rio Tinto Alcan. Boðað hafði verið til allsherjarverkfalls í álverinu hinn 1. september ef samningar nást ekki en fyrirtækið hefur sagt að það gæti þýtt að starfsemi þess á Íslandi yrði hætt. Í dag tilkynntu verkalýðsfélögin hins vegar að þau hefðu fallið frá verkfallsboðuninni. Gylfi Ingvarsson talsmaður samninganefndarinnar segir starfsmenn ekki vera að láta undan hótunum fyrirtækisins um lokun með þessari ákvörðun. „Nei, það er langur vegur frá. Við erum fyrst og fremst að skapa stöðu til þess að takast á um það sem skiptir mestu máli. Það er að bæta kjörin,” segir Gylfi. Þessi hótun Ísal og Rio Tinto Alcan hafi ítrekað verið sett fram undanfarin misseri. Menn hafi einfaldlega talið þetta skynsamlega ákvörðun í stöðunni og yfirvinnubannið sem hafi bitið nokkuð haldi áfram.Með því að falla frá verkfallsboðuninni, er þá ekki dálítill þungi farinn úr ykkar baráttu?„Nei ég tel ekki svo vera. Vegna þess að þetta léttir nokkuð mikið á því umhverfi sem við erum í að ræðast við og við urðum strax vör við það í gær. En til hvers það leiðir endanlega á eftir að koma í ljós af því við ætlum að hittast aftur á föstudaginn,“ segir Gylfi. Vonandi leiði þetta til alvöru viðræðna og samninga. En slæm staða fyrirtæksins sé ekki starfsmönnum og þeirra kjörum að kenna heldur ákvörðunum fyrirtækisins sjálfs á undanförnum árum.Þannig að þið trúið semsagt hótuninni?„Það er nú bara þannig að Rio Tinto er harður aðili við að eiga. Við erum að upplifa það sem önnur fyrirtæki úti í heimi hafa staðið í stríði við. Við erum að upplifa það núna hér,“ segir Gylfi Ingvarsson.
Tengdar fréttir Starfsmenn ISAL afboða verkfall Samninganefnd segir ákvörðunina tekna "vegna ítrekaðra fullyrðinga stjórnenda RTA, að komi til allsherjarverkfalls leiði það til lokunar fyrirtækisins“. 12. ágúst 2015 12:39 Forstjóri ISAL: Aukin verktaka hefur áhrif á þrjátíu til fjörtíu störf Rannveig Rist hefur sent starfsmönnum álversins í Straumsvík bréf vegna stöðu mála í kjaradeilu þeirra við fyrirtækið. 7. ágúst 2015 22:25 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Starfsmenn ISAL afboða verkfall Samninganefnd segir ákvörðunina tekna "vegna ítrekaðra fullyrðinga stjórnenda RTA, að komi til allsherjarverkfalls leiði það til lokunar fyrirtækisins“. 12. ágúst 2015 12:39
Forstjóri ISAL: Aukin verktaka hefur áhrif á þrjátíu til fjörtíu störf Rannveig Rist hefur sent starfsmönnum álversins í Straumsvík bréf vegna stöðu mála í kjaradeilu þeirra við fyrirtækið. 7. ágúst 2015 22:25