„Við þurfum að fara að byggja upp“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. ágúst 2015 22:42 Hjúkrunarfræðingar fá meiri launahækkanir samkvæmt úrskurði Gerðardóms en ríkið hafði boðið þeim á meðan á samningaviðræðum stóð. Formenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Bandalags háskólamanna segja báðir úrskurðinn skref í rétta átt. Gerðardómur kynnti í dag úrskurð sinn um kjör félagsmanna BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga næstu árin. Úrskurðurinn felur í sér að gildandi kjarasamningar BHM framlengjast til loka ágúst árið 2017. En gildandi kjarasamningar FÍH til loka mars árið 2019. Laun félagsmanna BHM hækka um 7,2 prósent á þessu ári og um 5,5 á næsta ári. Laun hjúkrunarfræðinga hækka hinsvegar um 21,7 prósent á fjórum árum. „Ég verð að segja það að ég er ánægð með að úrskurðurinn skuli bara gilda til rúmlega tveggja ára. Gerðardómur hefur einnig metið menntun til launa með ákveðnum skrefum. Það er ekki nákvæmlega í samræmi við kröfur okkar, en það eru skref í rétta átt,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Félögin eiga eftir að reikna út hvaða áhrif úrskurðurinn hefur á einstaka félagsmenn en þau vonast til að geta kynnt það fyrir félagsmönnum eftir helgina.Ómögulegt að segja hvað verður um uppsagnir „Við uppskerum þarna hærri launahækkanir heldur en okkur hefur verið boðið hingað til og var í þessum kjarasamningi sem við felldum. Þannig að ég geri ráð fyrir að fólk sé sáttara við þetta heldur en þann samning,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfærðinga. Heldur þú að þetta dugi til að þeir hjúkrunarfræðingar sem hafa sagt upp störfum, dragi uppsagnir sínar til baka? „Ég get ómögulega svarað því. Fólk hefur tekið þá ákvörðun á eigin forsendum og tekur þá væntanlega ákvörðun um það hvort þau dragi uppsögn til baka á eigin forsendum. Þannig að ég get alls ekki svarað því.“ Kjaradeilur BHM og hjúkrunarfræðinga hafa haft mikil áhrif á starfsemi Landspítalans í Fossvogi, en þar hafa ríflega 300 starfsmenn sagt upp störfum vegna hennar. Hjúkrunarfræðingar sem rætt var við þar í dag treysta sér ekki að segja til um hvaða áhrif ákvörðun Gerðardóms mun hafa.Vonast til þess að uppsagnir verði dregnar til baka Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, segir bindur vonir við að svo verði. „Mér finnst fyrstu viðbrögð forsvarsmanna stéttarfélaga vera vissulega varfærin, en þau eru jákvæð líka. Þannig að maður verður að vona það besta.“ Hann segir deilurnar hafa mikil áhrif á starfsemi þeirra. „Fyrst þessi verkföll og síðan yfirvofandi uppsagnir. Auðvitað er það svo að uppsagnirnar eru persónuleg ákvörðun hvers starfsmanns, en við vonum svo sannarlega að þegar fólk hefur metið niðurstöðu þessa dóms, þá taki það þá ákvörðun að vinna áfram hjá okkur. Því að okkur veitir svo sannarlega ekki af hverjum manni.“ Páll vonar að nú loks sé hægt að sjá fyrir endann á erfiðu tímabili. „Við þurfum að fara að byggja upp og verkefnin bíða. Biðlistar, nýir hlutir til að takast á við. Jáeindaskanni. Það eru allskonar hlutir og það veitir ekki af öflugu og góðu fólki til þess að vera á þessari vegferð með okkur.“ Tengdar fréttir BHM: Skref tekin til að meta menntun til launa. Viðbrögð formanns Bandalags Háskólamanna. 14. ágúst 2015 15:03 Þórunn ánægð með úrskurð Gerðardóms við fyrstu sýn Skref tekin í þá átt að meta menntun til launa. 14. ágúst 2015 14:43 Lestu úrskurð Gerðardóms hér Niðurstöðu komin í kjaradeilu BHM, FÍH og ríkisins. 14. ágúst 2015 14:30 Gerðardómur: Hækkanir í takt við almennar launahækkanir Formenn beggja félaga eru sáttir við úrskurð Gerðardóms. 14. ágúst 2015 15:28 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar fá meiri launahækkanir samkvæmt úrskurði Gerðardóms en ríkið hafði boðið þeim á meðan á samningaviðræðum stóð. Formenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Bandalags háskólamanna segja báðir úrskurðinn skref í rétta átt. Gerðardómur kynnti í dag úrskurð sinn um kjör félagsmanna BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga næstu árin. Úrskurðurinn felur í sér að gildandi kjarasamningar BHM framlengjast til loka ágúst árið 2017. En gildandi kjarasamningar FÍH til loka mars árið 2019. Laun félagsmanna BHM hækka um 7,2 prósent á þessu ári og um 5,5 á næsta ári. Laun hjúkrunarfræðinga hækka hinsvegar um 21,7 prósent á fjórum árum. „Ég verð að segja það að ég er ánægð með að úrskurðurinn skuli bara gilda til rúmlega tveggja ára. Gerðardómur hefur einnig metið menntun til launa með ákveðnum skrefum. Það er ekki nákvæmlega í samræmi við kröfur okkar, en það eru skref í rétta átt,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Félögin eiga eftir að reikna út hvaða áhrif úrskurðurinn hefur á einstaka félagsmenn en þau vonast til að geta kynnt það fyrir félagsmönnum eftir helgina.Ómögulegt að segja hvað verður um uppsagnir „Við uppskerum þarna hærri launahækkanir heldur en okkur hefur verið boðið hingað til og var í þessum kjarasamningi sem við felldum. Þannig að ég geri ráð fyrir að fólk sé sáttara við þetta heldur en þann samning,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfærðinga. Heldur þú að þetta dugi til að þeir hjúkrunarfræðingar sem hafa sagt upp störfum, dragi uppsagnir sínar til baka? „Ég get ómögulega svarað því. Fólk hefur tekið þá ákvörðun á eigin forsendum og tekur þá væntanlega ákvörðun um það hvort þau dragi uppsögn til baka á eigin forsendum. Þannig að ég get alls ekki svarað því.“ Kjaradeilur BHM og hjúkrunarfræðinga hafa haft mikil áhrif á starfsemi Landspítalans í Fossvogi, en þar hafa ríflega 300 starfsmenn sagt upp störfum vegna hennar. Hjúkrunarfræðingar sem rætt var við þar í dag treysta sér ekki að segja til um hvaða áhrif ákvörðun Gerðardóms mun hafa.Vonast til þess að uppsagnir verði dregnar til baka Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, segir bindur vonir við að svo verði. „Mér finnst fyrstu viðbrögð forsvarsmanna stéttarfélaga vera vissulega varfærin, en þau eru jákvæð líka. Þannig að maður verður að vona það besta.“ Hann segir deilurnar hafa mikil áhrif á starfsemi þeirra. „Fyrst þessi verkföll og síðan yfirvofandi uppsagnir. Auðvitað er það svo að uppsagnirnar eru persónuleg ákvörðun hvers starfsmanns, en við vonum svo sannarlega að þegar fólk hefur metið niðurstöðu þessa dóms, þá taki það þá ákvörðun að vinna áfram hjá okkur. Því að okkur veitir svo sannarlega ekki af hverjum manni.“ Páll vonar að nú loks sé hægt að sjá fyrir endann á erfiðu tímabili. „Við þurfum að fara að byggja upp og verkefnin bíða. Biðlistar, nýir hlutir til að takast á við. Jáeindaskanni. Það eru allskonar hlutir og það veitir ekki af öflugu og góðu fólki til þess að vera á þessari vegferð með okkur.“
Tengdar fréttir BHM: Skref tekin til að meta menntun til launa. Viðbrögð formanns Bandalags Háskólamanna. 14. ágúst 2015 15:03 Þórunn ánægð með úrskurð Gerðardóms við fyrstu sýn Skref tekin í þá átt að meta menntun til launa. 14. ágúst 2015 14:43 Lestu úrskurð Gerðardóms hér Niðurstöðu komin í kjaradeilu BHM, FÍH og ríkisins. 14. ágúst 2015 14:30 Gerðardómur: Hækkanir í takt við almennar launahækkanir Formenn beggja félaga eru sáttir við úrskurð Gerðardóms. 14. ágúst 2015 15:28 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira
BHM: Skref tekin til að meta menntun til launa. Viðbrögð formanns Bandalags Háskólamanna. 14. ágúst 2015 15:03
Þórunn ánægð með úrskurð Gerðardóms við fyrstu sýn Skref tekin í þá átt að meta menntun til launa. 14. ágúst 2015 14:43
Lestu úrskurð Gerðardóms hér Niðurstöðu komin í kjaradeilu BHM, FÍH og ríkisins. 14. ágúst 2015 14:30
Gerðardómur: Hækkanir í takt við almennar launahækkanir Formenn beggja félaga eru sáttir við úrskurð Gerðardóms. 14. ágúst 2015 15:28