Fótbolti

Albert og félagar rúlluðu yfir Barcelona í úrslitaleik Otten Cup

Anton Ingi Leifsson skrifar
Liðsmynd eftir sigurinn.
Liðsmynd eftir sigurinn. vísir/heimasíða otten cup
Albert Guðmundsson og félagar hans í undir nítján ára liði PSV unnu Otten Cup í dag eftir 4-0 sigur á Barcelona í úrslitaleiknum, en Otten Cup er sterkt æfingarmót sem haldið er í Hollandi.

PSV sló PSG út í vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum á meðan Barcelona lagði Liverpool af velli, en á mótinu voru fleiri lið, til að mynda Red Bull Brazil, Guangzhou Evergrande FC frá Kína og Anderlecht frá Hollandi.

PSV átti ekki í miklum vandræðum með spænska stórliðið í bikarúrslitunum, en lokatölur urðu 4-0 sigur PSV. Albert fékk færi til að skora, en tókst ekki að komast á blað.

Albert gekk í raðir PSV frá Herenveen í sumar, en í fyrra tók hann þátt í sama móti og var valinn besti miðjumaðurinn. Í ár vinnur hann svo mótið svo Alberti líður vel á Otten Cup.

What a team performance.tonight. 4-0 vs Barcelona in the finals. Otten-Cup Champions 2015.

A photo posted by Albert Gudmundsson (@albertgudmundsson) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×