Fótbolti

Albert valinn besti miðjumaðurinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Twitter
Albert Guðmundsson, leikmaður unglingaliðs Heerenveen, var valinn besti miðjumaðurinn á PSV Otten Cup.

Mótið er æfingarmót sem haldið er í Hollandi. Það var ansi sterkt, en ásamt Heerenveen voru Anderlecht, Red Bull frá Brasilíu, PSV, Liverpool, Real Madrid og AZ Alkmaar með í mótinu.

Red Bull frá Brasilíu vann Liverpool í úrslitum, en Albert og félagar lentu í síðasta sæti.

Albert gekk í raðir Heerenveen frá KR í fyrra og hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína hjá Heerenveen og spilaði meðal annars með aðalliði félagsins á undirbúningstímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×