Albert til PSV: „Stór klúbbur og gott skref fyrir minn feril“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2015 14:27 Feðgarnir Albert og Guðmundur ásamt Magnúsi Agnari Magnússyni, umboðsmanni Alberts. Albert Guðmundsson er orðinn leikmaður hollensku meistaranna í knattspyrnu PSV Eindhoven. Vesturbæingurinn skrifaði undir þriggja ára samning í hádeginu í dag á Philips Stadion í Eindhoven með möguleika á einu ári til viðbótar. „Þetta er búið að vera svolítið lengi í gangi. Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Albert eldhress í samtali við Vísi. Kappinn sat á veitingastað í hollensku borginni ásamt föður sínum, Guðmundi Benediktssyni og umboðsmanninum Magnúsi Agnari Magnússyni, þar sem þeir voru að næra sig eftir tíðindi dagsins.Albert var á mála hjá Heerenveen í tvö ár.Mynd/Heimasíða HeerenweenSpaghettí fyrsta máltíðin„Það er spaghettí bolognese,“ segir Albert aðspurður um fyrstu máltíðina sem varð fyrir valinu sem leikmaður PSV. Hann var greinilega hæstánægður með tíðindi dagsins og hafði hitt á þjálfara aðalliðsins, Phillip Cocu fyrr um daginn sem bauð hann velkominn. „Þetta er stórt stökk fyrir mig. Ekki jafnstórt og frá KR til Heerenveen en svo sannarlega stórt.“ Albert hefur verið á mála hjá Heerenveen frá því í júlí 2013 en færir sig nú um set í Hollandi. Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á framlengingu um eitt ár til viðbótar. Hann segir samninginn stærri og faðir hans, Guðmundur Benediktsson, tekur undir það. Allt sé miklu stærra hjá PSV. „Þetta er risafélag sem hann er að ganga til liðs við. Það eru spennandi tímar framundan,“ segir Guðmundur sem fór ungur að árum í atvinnumennsku til Belgíu. Hann þótti afar efnilegur knattspyrnumaður en meiðsli settu strik í reikninginn. Ferillinn var því að mestu hér á landi þar sem hann er sannarlega einn besti leikmaður sem spilað hefur í efstu deild.Gummi Ben og Bjarni Guðjónsson þjálfa karlalið KR í knattspyrnu.vísir/vilhelmErfitt að sitja á leyndarmálinu„Ég er gríðarlega ánægður fyrir hönd Alberts,“ segir Guðmundur sem þekkir hvern krók og kima í íslenskum sem erlendum fótbolta. Hann er aðstoðarþjálfari karlaliðs KR auk þess að vera einn dáðasti knattspyrnulýsandi þjóðarinnar. En var ekkert erfitt að sitja á leyndarmálinu um yfirvofandi félagaskipti Alberts? „Það getur verið svolítið erfitt enda er þetta búið að taka svo langan tíma. En það sem er jákvætt er að þeir eru búnir að reyna að fá hann til félagsins síðan á síðasta ári.“ Albert mun spila með varaliði PSV sem spilar í næstefstu deild. Þá verður hann einnig með 19 ára liðinu sem spilar í Meistaradeild 19 ára liða. Þar mun liðið mæta sömu liðum og aðalliðið mætir í Meistaradeildinni. „Þetta er frábært skref og góður möguleiki fyrir hann.“Ingi Björn Albertsson, afi Alberts, var frábær leikmaður á sínum tíma.Mamma flytur útAlbert hefur verið töluvert á Íslandi í sumar og sá meðal annars sína menn í KR slá út Cork í forkeppni Evrópudeildarinnar á dögunum. „Ég fékk gott sumarfrí á Íslandi útaf þessum félagaskiptum,“ segir Albert sem mun búa á hóteli í Eindhoven næstu vikurnar. Móðir hans, Kristbjörg Ingadóttir sem spilaði lengi í efstu deild hér á landi, mun í framhaldinu flytja út til hans en hjá Heerenveen bjó Albert í húsi ásamt öðrum yngri leikmönnum félagsins. „Það verður frábært að fá mömmu út og komast aftur á Hótel Mömmu,“ segir Albert hinn hressasti. Albert, sem er á átjánda aldursári, á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana eins og oft hefur komið fram. Auk foreldranna er afi hans Ingi Björn Albertsson og langafi og alnafni, Albert Guðmundsson, er talinn einn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið. Fótbolti Tengdar fréttir Albert orðinn leikmaður hollensku meistaranna Albert Guðmundsson skrifaði í hádeginu undir samning við Hollandsmeistara PSV Eindhoven. 18. júlí 2015 13:47 Albert að feta í fótspor Eiðs Smára? Hollenskir miðlar fullyrða að PSV vilji Albert Guðmundsson ekki seinna en núna. 18. júlí 2015 11:17 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Albert Guðmundsson er orðinn leikmaður hollensku meistaranna í knattspyrnu PSV Eindhoven. Vesturbæingurinn skrifaði undir þriggja ára samning í hádeginu í dag á Philips Stadion í Eindhoven með möguleika á einu ári til viðbótar. „Þetta er búið að vera svolítið lengi í gangi. Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Albert eldhress í samtali við Vísi. Kappinn sat á veitingastað í hollensku borginni ásamt föður sínum, Guðmundi Benediktssyni og umboðsmanninum Magnúsi Agnari Magnússyni, þar sem þeir voru að næra sig eftir tíðindi dagsins.Albert var á mála hjá Heerenveen í tvö ár.Mynd/Heimasíða HeerenweenSpaghettí fyrsta máltíðin„Það er spaghettí bolognese,“ segir Albert aðspurður um fyrstu máltíðina sem varð fyrir valinu sem leikmaður PSV. Hann var greinilega hæstánægður með tíðindi dagsins og hafði hitt á þjálfara aðalliðsins, Phillip Cocu fyrr um daginn sem bauð hann velkominn. „Þetta er stórt stökk fyrir mig. Ekki jafnstórt og frá KR til Heerenveen en svo sannarlega stórt.“ Albert hefur verið á mála hjá Heerenveen frá því í júlí 2013 en færir sig nú um set í Hollandi. Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á framlengingu um eitt ár til viðbótar. Hann segir samninginn stærri og faðir hans, Guðmundur Benediktsson, tekur undir það. Allt sé miklu stærra hjá PSV. „Þetta er risafélag sem hann er að ganga til liðs við. Það eru spennandi tímar framundan,“ segir Guðmundur sem fór ungur að árum í atvinnumennsku til Belgíu. Hann þótti afar efnilegur knattspyrnumaður en meiðsli settu strik í reikninginn. Ferillinn var því að mestu hér á landi þar sem hann er sannarlega einn besti leikmaður sem spilað hefur í efstu deild.Gummi Ben og Bjarni Guðjónsson þjálfa karlalið KR í knattspyrnu.vísir/vilhelmErfitt að sitja á leyndarmálinu„Ég er gríðarlega ánægður fyrir hönd Alberts,“ segir Guðmundur sem þekkir hvern krók og kima í íslenskum sem erlendum fótbolta. Hann er aðstoðarþjálfari karlaliðs KR auk þess að vera einn dáðasti knattspyrnulýsandi þjóðarinnar. En var ekkert erfitt að sitja á leyndarmálinu um yfirvofandi félagaskipti Alberts? „Það getur verið svolítið erfitt enda er þetta búið að taka svo langan tíma. En það sem er jákvætt er að þeir eru búnir að reyna að fá hann til félagsins síðan á síðasta ári.“ Albert mun spila með varaliði PSV sem spilar í næstefstu deild. Þá verður hann einnig með 19 ára liðinu sem spilar í Meistaradeild 19 ára liða. Þar mun liðið mæta sömu liðum og aðalliðið mætir í Meistaradeildinni. „Þetta er frábært skref og góður möguleiki fyrir hann.“Ingi Björn Albertsson, afi Alberts, var frábær leikmaður á sínum tíma.Mamma flytur útAlbert hefur verið töluvert á Íslandi í sumar og sá meðal annars sína menn í KR slá út Cork í forkeppni Evrópudeildarinnar á dögunum. „Ég fékk gott sumarfrí á Íslandi útaf þessum félagaskiptum,“ segir Albert sem mun búa á hóteli í Eindhoven næstu vikurnar. Móðir hans, Kristbjörg Ingadóttir sem spilaði lengi í efstu deild hér á landi, mun í framhaldinu flytja út til hans en hjá Heerenveen bjó Albert í húsi ásamt öðrum yngri leikmönnum félagsins. „Það verður frábært að fá mömmu út og komast aftur á Hótel Mömmu,“ segir Albert hinn hressasti. Albert, sem er á átjánda aldursári, á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana eins og oft hefur komið fram. Auk foreldranna er afi hans Ingi Björn Albertsson og langafi og alnafni, Albert Guðmundsson, er talinn einn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið.
Fótbolti Tengdar fréttir Albert orðinn leikmaður hollensku meistaranna Albert Guðmundsson skrifaði í hádeginu undir samning við Hollandsmeistara PSV Eindhoven. 18. júlí 2015 13:47 Albert að feta í fótspor Eiðs Smára? Hollenskir miðlar fullyrða að PSV vilji Albert Guðmundsson ekki seinna en núna. 18. júlí 2015 11:17 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Albert orðinn leikmaður hollensku meistaranna Albert Guðmundsson skrifaði í hádeginu undir samning við Hollandsmeistara PSV Eindhoven. 18. júlí 2015 13:47
Albert að feta í fótspor Eiðs Smára? Hollenskir miðlar fullyrða að PSV vilji Albert Guðmundsson ekki seinna en núna. 18. júlí 2015 11:17
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti