Björn Þorláks gengur til liðs við Hringbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2015 13:47 Björn Þorláksson hefur marga fjöruna sopið í fjölmiðlaheiminum hér á landi. „Takk, kæru fjölmiðlanotendur og áhugafólk um lýðræði, að hafa sýnt því mikinn áhuga hvert leiðin liggur næst,“ segir blaðamaðurinn Björn Þorláksson sem gengið hefur til liðs við fjölmiðilinn Hringbraut. Björn gegndi þangað til fyrir skemmstu ritstjórastöðu hjá Akureyri Vikublaði. Blaðið var eitt þeirra sem Björn Ingi Hrafnsson keypti á dögunum. „Ekki séns í helvíti, Björn Ingi Hrafnsson,“ var svar Björns Þorlákssonar við því hvort hann gæti hugsað sér að starfa fyrir borgarfulltrúann fyrrverandi og núverandi fjölmiðlamógúl. „Ég gæti aldrei átt trúnað við þig, því ég trúi ekki að þú hafir trúnað við almannahagsmuni að leiðarljósi með þinni útgáfustarfsemi. Held að þín áhersla sé á hreina sérhagsmuni. Sjálfstæðir og reyndir blaðamenn eru ekki skógarþrastarungar sem bíða með opinn gogginn eftir þínum peningum, sem enginn veit hvaðan koma. Lifi frelsið og gagnrýnin upplýsing. Netið færðu seint keypt upp!“Kveðju-Stund Björn upplýsir að um 100 prósent stöðu verði að ræða hjá Hringbraut. Hann muni því ekki rita fleiri pistla á vef Stundarinnar. Hann segist alsæll með samskipti sín við nýtt og áður kunnugt starfsfólk Hringbrautar. „Til marks um trú mína og ástríðu sem kviknað hefur vegna fyrirhugaðra starfa má nefna að eftir langan fund í fyrradag að Sundagörðum, þar sem Hringbraut er til húsa, gekk ég í einum rykk með bros á vör út á Reykjavíkurflugvöll og beint upp í vél norður,“ segir Björn. Stærðarinnar kleinuhringur frá Dunkin' Donuts varð á vegi Björns. „Á leið minni varð dansandi kleinuhringur á Laugaveginum sem gaf til kynna að Reykjavík og landinu öllu gæti vel borist norðlenskur liðsauki, en ég mun bæði starfa í hinu sæta suðri og bjarta norðri. Það skiptir ekki öllu hvar maður hefur næturstað. Mestu varðar að muna að frjálsir fjölmiðlar eru hornsteinar heilbrigðs lýðræðis og ég mun alltaf reyna að starfa í samræmi við ábyrgð og skyldur fjölmiðlafólks út frá því mikilvæga hlutverki.“Takk, kæru fjölmiðlanotendur og áhugafólk um lýðræði, að hafa sýnt því mikinn áhuga hvert leiðin liggur næst.Svarið...Posted by Björn Þorláksson on Friday, August 7, 2015 Tengdar fréttir „Ekki séns í helvíti, Björn Ingi Hrafnsson“ Björn Þorláksson ætlar sér aldrei að starfa fyrir Björn Inga Hrafnsson og vandar honum ekki kveðjurnar. 27. júlí 2015 10:27 Fjárfestar vilja halda út rekstri nýs bæjarblaðs á Akureyri Eigendaskipti urðu í gær á Akureyri Vikublaði. Ritstjóri blaðsins segir aðvörunarljós blikka í tengslum við yfirtöku Vefpressunnar. 26. júlí 2015 12:32 Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55 Fréttatíminn vildi ekki yfirtaka rekstur Fótspors Ámundi Ámundason sendi Samkeppniseftirliti og Fjölmiðlanefnd einlægt bréf. 27. júlí 2015 15:45 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
„Takk, kæru fjölmiðlanotendur og áhugafólk um lýðræði, að hafa sýnt því mikinn áhuga hvert leiðin liggur næst,“ segir blaðamaðurinn Björn Þorláksson sem gengið hefur til liðs við fjölmiðilinn Hringbraut. Björn gegndi þangað til fyrir skemmstu ritstjórastöðu hjá Akureyri Vikublaði. Blaðið var eitt þeirra sem Björn Ingi Hrafnsson keypti á dögunum. „Ekki séns í helvíti, Björn Ingi Hrafnsson,“ var svar Björns Þorlákssonar við því hvort hann gæti hugsað sér að starfa fyrir borgarfulltrúann fyrrverandi og núverandi fjölmiðlamógúl. „Ég gæti aldrei átt trúnað við þig, því ég trúi ekki að þú hafir trúnað við almannahagsmuni að leiðarljósi með þinni útgáfustarfsemi. Held að þín áhersla sé á hreina sérhagsmuni. Sjálfstæðir og reyndir blaðamenn eru ekki skógarþrastarungar sem bíða með opinn gogginn eftir þínum peningum, sem enginn veit hvaðan koma. Lifi frelsið og gagnrýnin upplýsing. Netið færðu seint keypt upp!“Kveðju-Stund Björn upplýsir að um 100 prósent stöðu verði að ræða hjá Hringbraut. Hann muni því ekki rita fleiri pistla á vef Stundarinnar. Hann segist alsæll með samskipti sín við nýtt og áður kunnugt starfsfólk Hringbrautar. „Til marks um trú mína og ástríðu sem kviknað hefur vegna fyrirhugaðra starfa má nefna að eftir langan fund í fyrradag að Sundagörðum, þar sem Hringbraut er til húsa, gekk ég í einum rykk með bros á vör út á Reykjavíkurflugvöll og beint upp í vél norður,“ segir Björn. Stærðarinnar kleinuhringur frá Dunkin' Donuts varð á vegi Björns. „Á leið minni varð dansandi kleinuhringur á Laugaveginum sem gaf til kynna að Reykjavík og landinu öllu gæti vel borist norðlenskur liðsauki, en ég mun bæði starfa í hinu sæta suðri og bjarta norðri. Það skiptir ekki öllu hvar maður hefur næturstað. Mestu varðar að muna að frjálsir fjölmiðlar eru hornsteinar heilbrigðs lýðræðis og ég mun alltaf reyna að starfa í samræmi við ábyrgð og skyldur fjölmiðlafólks út frá því mikilvæga hlutverki.“Takk, kæru fjölmiðlanotendur og áhugafólk um lýðræði, að hafa sýnt því mikinn áhuga hvert leiðin liggur næst.Svarið...Posted by Björn Þorláksson on Friday, August 7, 2015
Tengdar fréttir „Ekki séns í helvíti, Björn Ingi Hrafnsson“ Björn Þorláksson ætlar sér aldrei að starfa fyrir Björn Inga Hrafnsson og vandar honum ekki kveðjurnar. 27. júlí 2015 10:27 Fjárfestar vilja halda út rekstri nýs bæjarblaðs á Akureyri Eigendaskipti urðu í gær á Akureyri Vikublaði. Ritstjóri blaðsins segir aðvörunarljós blikka í tengslum við yfirtöku Vefpressunnar. 26. júlí 2015 12:32 Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55 Fréttatíminn vildi ekki yfirtaka rekstur Fótspors Ámundi Ámundason sendi Samkeppniseftirliti og Fjölmiðlanefnd einlægt bréf. 27. júlí 2015 15:45 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
„Ekki séns í helvíti, Björn Ingi Hrafnsson“ Björn Þorláksson ætlar sér aldrei að starfa fyrir Björn Inga Hrafnsson og vandar honum ekki kveðjurnar. 27. júlí 2015 10:27
Fjárfestar vilja halda út rekstri nýs bæjarblaðs á Akureyri Eigendaskipti urðu í gær á Akureyri Vikublaði. Ritstjóri blaðsins segir aðvörunarljós blikka í tengslum við yfirtöku Vefpressunnar. 26. júlí 2015 12:32
Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55
Fréttatíminn vildi ekki yfirtaka rekstur Fótspors Ámundi Ámundason sendi Samkeppniseftirliti og Fjölmiðlanefnd einlægt bréf. 27. júlí 2015 15:45