Strokufangarnir handteknir á Þingvöllum Bjarki Ármannsson skrifar 14. júlí 2015 12:46 Herbergi á Kvíabryggju. Vísir/Pjetur Lögregla á Selfossi handtók fyrir stuttu mennina tvo sem flúðu af Kvíabryggju í morgun. Mennirnir fundust á Þingvöllum. Að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra verða mennirnir fluttir í lokað fangelsi eftir yfirheyrslu, annað hvort í Hegningarhúsið eða á Litla-Hraun. „Það hefur alltaf afleiðingar að strjúka úr fangelsum,“ segir Páll. „Lögreglan rannsakar málið væntanlega með tilliti til þess hvort um samantekin ráð hafi verið að ræða, því það er refsiverður verknaður.“Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/GVAAnnar var ákærður fyrir vopnalagabrot Páll sagði menninna ekki hættulega í samtali við Vísi í morgun. Annar mannanna var þó á sínum tíma ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa otað hnífi í átt að stúlku. „Það er alltaf afstætt,“ útskýrir Páll. „Í fangelsunum eru menn jú vistaðir fyrir mjög alvarleg brot, allt frá manndrápi yfir í umferðarlagabrot. Við verðum að taka tillit til hegðun manna að undanförnu, brotaferils og svo framvegis þegar við metum hættueiginleika þeirra. Það mat er aldrei óbrigðult en hins vegar viljum við ekki vekja óþarfa ótta hjá fólki með því að bregðast of harkalega við. Þegar menn strjúka sem hafa kannski verið dæmdir fyrir mjög alvarleg ofbeldisbrot og við vitum að þeir hafa verið í neyslu, þá bregðumst við strax við með því að birta myndir og svo framvegis. En við ákváðum að gera það ekki í þessu tilviki þar sem um unga og óharðnaða menn er að ræða.“„Þú strýkur ekki úr fangelsi án þess að bera ábyrgð á því sjálfur“ Stjórn Afstöðufélagsins á Kvíabryggju birti pistil um flóttann í morgun þar sem hann var sagður endurspegla skort á úrræðum innan fangelsiskerfisins til að aðstoða þá sem þurfa á aðstoð að halda. Páll tekur undir sjónarmiðin að einhverju leyti. „Það liggur fyrir að það er skortur á úrræðum en það má þó ekki taka ábyrgðina alveg frá einstaklingnum. Á einhverjum tímapunkti verða menn jú líka að bera ábyrgð á sjálfu sér. Að mínu mati eru mörkin skýr þar, þú strýkur ekki úr fangelsi án þess að bera ábyrgð á því sjálfur.“ Tengdar fréttir Strokufangarnir á Kvíabryggju ekki hættulegir Tveir ungir menn flúðu af Kvíabryggju í gærkvöldi. "Það líða áratugir á milli þess sem svona gerist,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. 14. júlí 2015 09:36 Vettvangsleit að föngunum ekki hafin "Þetta fer ekki fram eins og verið sé að leita að týndu fólki þannig,“ segir Theódór Þórðarson, yfirlögregluþjónn 14. júlí 2015 11:29 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Lögregla á Selfossi handtók fyrir stuttu mennina tvo sem flúðu af Kvíabryggju í morgun. Mennirnir fundust á Þingvöllum. Að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra verða mennirnir fluttir í lokað fangelsi eftir yfirheyrslu, annað hvort í Hegningarhúsið eða á Litla-Hraun. „Það hefur alltaf afleiðingar að strjúka úr fangelsum,“ segir Páll. „Lögreglan rannsakar málið væntanlega með tilliti til þess hvort um samantekin ráð hafi verið að ræða, því það er refsiverður verknaður.“Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/GVAAnnar var ákærður fyrir vopnalagabrot Páll sagði menninna ekki hættulega í samtali við Vísi í morgun. Annar mannanna var þó á sínum tíma ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa otað hnífi í átt að stúlku. „Það er alltaf afstætt,“ útskýrir Páll. „Í fangelsunum eru menn jú vistaðir fyrir mjög alvarleg brot, allt frá manndrápi yfir í umferðarlagabrot. Við verðum að taka tillit til hegðun manna að undanförnu, brotaferils og svo framvegis þegar við metum hættueiginleika þeirra. Það mat er aldrei óbrigðult en hins vegar viljum við ekki vekja óþarfa ótta hjá fólki með því að bregðast of harkalega við. Þegar menn strjúka sem hafa kannski verið dæmdir fyrir mjög alvarleg ofbeldisbrot og við vitum að þeir hafa verið í neyslu, þá bregðumst við strax við með því að birta myndir og svo framvegis. En við ákváðum að gera það ekki í þessu tilviki þar sem um unga og óharðnaða menn er að ræða.“„Þú strýkur ekki úr fangelsi án þess að bera ábyrgð á því sjálfur“ Stjórn Afstöðufélagsins á Kvíabryggju birti pistil um flóttann í morgun þar sem hann var sagður endurspegla skort á úrræðum innan fangelsiskerfisins til að aðstoða þá sem þurfa á aðstoð að halda. Páll tekur undir sjónarmiðin að einhverju leyti. „Það liggur fyrir að það er skortur á úrræðum en það má þó ekki taka ábyrgðina alveg frá einstaklingnum. Á einhverjum tímapunkti verða menn jú líka að bera ábyrgð á sjálfu sér. Að mínu mati eru mörkin skýr þar, þú strýkur ekki úr fangelsi án þess að bera ábyrgð á því sjálfur.“
Tengdar fréttir Strokufangarnir á Kvíabryggju ekki hættulegir Tveir ungir menn flúðu af Kvíabryggju í gærkvöldi. "Það líða áratugir á milli þess sem svona gerist,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. 14. júlí 2015 09:36 Vettvangsleit að föngunum ekki hafin "Þetta fer ekki fram eins og verið sé að leita að týndu fólki þannig,“ segir Theódór Þórðarson, yfirlögregluþjónn 14. júlí 2015 11:29 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Strokufangarnir á Kvíabryggju ekki hættulegir Tveir ungir menn flúðu af Kvíabryggju í gærkvöldi. "Það líða áratugir á milli þess sem svona gerist,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. 14. júlí 2015 09:36
Vettvangsleit að föngunum ekki hafin "Þetta fer ekki fram eins og verið sé að leita að týndu fólki þannig,“ segir Theódór Þórðarson, yfirlögregluþjónn 14. júlí 2015 11:29