Bíll flaug á grindverk á 300 km hraða en ökumaðurinn labbaði í burtu | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2015 16:30 Mynd frá árekstrinum. Vísir/Getty Það gengur oft rosalega mikið á í brautinni í NASCAR-kappaksturskeppnunum og það er oft mikið um árekstra þegar bílarnir keyra upp við hvern annan á miklum hraða. Ökumaðurinn Austin Dillon getur þakkað fyrir að sleppa lítið meiddur úr einum rosalegum árekstri í 400 hringja keppni í gær á hinni víðfrægu Daytona-kappasktursbraut. Áhorfendurnir tóku andköf þegar bíll Austin Dillon tókst á loft og flaug á 300 kílómetra hraða á grindverk sem var það eina sem kom í veg fyrir að bílinn hans lenti inn í miðjum áhorfendahópnum. Áreksturinn varð í enda kappakstursins og eftir hann hópuðust margir af hinum ökumönnunum í kringum bíl Dillons til að kanna hvort væri í lagi með hann. Á einhvern ótrúlegan hátt voru meiðsli hans hinsvegar minniháttar. Austin Dillon gat því gengið frá slysinu en lítið var eftir af bílnum hans nema miðhluti bílsins þar sem hann sat. Dillon fór samt á sjúkrahús og þar kom í ljós að hann var brákað rófubein og brákað bein í hendi. Fimm af áhorfendunum sem fengu brak yfir sig leituðu sér aðstoðar og einn af þeim var fluttur á sjúkrahús en sleppt fljótlega. Hinir fjórir fengu meðferð á staðnum. Hér fyrir neðan má þegar bíll Dillon fer á flug og hversu vel grindverkið heldur fyrir fram stóran hóp af áhorfendum. Hönnuður grindverksins fær plús í kladdann þarna. Íþróttir Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Sjá meira
Það gengur oft rosalega mikið á í brautinni í NASCAR-kappaksturskeppnunum og það er oft mikið um árekstra þegar bílarnir keyra upp við hvern annan á miklum hraða. Ökumaðurinn Austin Dillon getur þakkað fyrir að sleppa lítið meiddur úr einum rosalegum árekstri í 400 hringja keppni í gær á hinni víðfrægu Daytona-kappasktursbraut. Áhorfendurnir tóku andköf þegar bíll Austin Dillon tókst á loft og flaug á 300 kílómetra hraða á grindverk sem var það eina sem kom í veg fyrir að bílinn hans lenti inn í miðjum áhorfendahópnum. Áreksturinn varð í enda kappakstursins og eftir hann hópuðust margir af hinum ökumönnunum í kringum bíl Dillons til að kanna hvort væri í lagi með hann. Á einhvern ótrúlegan hátt voru meiðsli hans hinsvegar minniháttar. Austin Dillon gat því gengið frá slysinu en lítið var eftir af bílnum hans nema miðhluti bílsins þar sem hann sat. Dillon fór samt á sjúkrahús og þar kom í ljós að hann var brákað rófubein og brákað bein í hendi. Fimm af áhorfendunum sem fengu brak yfir sig leituðu sér aðstoðar og einn af þeim var fluttur á sjúkrahús en sleppt fljótlega. Hinir fjórir fengu meðferð á staðnum. Hér fyrir neðan má þegar bíll Dillon fer á flug og hversu vel grindverkið heldur fyrir fram stóran hóp af áhorfendum. Hönnuður grindverksins fær plús í kladdann þarna.
Íþróttir Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Sjá meira