Fótbolti

Viðar á skotskónum er Jiangsu komst áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viðar Örn er kominn með níu mörk á tímabilinu.
Viðar Örn er kominn með níu mörk á tímabilinu. vísir/getty
Viðar Örn Kjartansson var á skotskónum þegar Jiangsu Guixon-Sainty var 1-2 sigurorð af Hebei CFFC í 16-liða úrslitum kínversku bikarkeppninnar í dag.

Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Hebei, sem leikur í næstefstu deild í Kína, yfir á 55. mínútu.

Aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Viðar metin með sínu níunda marki á tímabilinu. Tvö þessara marka hafa komið í bikarkeppninni.

Viðar var tekinn af velli nokkrum mínútum fyrir leikslok en Sölvi Geir Ottesen lék allan leikinn fyrir Jiangsu.

Næsti leikur Jiangsu er gegn Shandong Luneng í deildinni á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×