Íslenski boltinn

Köld kveðja frá Kassim í kvöld: „Fuck off“ | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kassim Doumbia.
Kassim Doumbia. Vísir/Andri Marinó

Kassim Doumbia var hetja FH-inga í kvöld þegar hann tryggði liðinu 1-1 jafntefli í toppslagnum við Breiðablik með því að jafna metin með skallamarki í uppbótartíma í leik liðanna í 9. umferð Pepsi-deildarinnar.

Markið var mikilvægt og glæsilegt hjá Malímanninum en fögnuður hans var heldur óskemmtilegur eins og áhorfendur heima í stofu fengu að kynnast.

Stöð 2 Sport sýndi leikinn beint og þar fengu áhorfendur stöðvarinnar kalda kveðju þegar Kassim Doumbia öskraði mjög ósmekklegt slanguryrði beint í myndavélina. Kassim öskraði: „Fuck off".  

Það er hægt að sjá þetta umdeilda fagn hans hér fyrir neðan en nú er að sjá hvort þetta komi honum í vandræði eða hvort að KSÍ telji svona hegðun leikmanna vera góð auglýsing fyrir íslenskan fótbolta.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.