Íslenski boltinn

Köld kveðja frá Kassim í kvöld: „Fuck off“ | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kassim Doumbia.
Kassim Doumbia. Vísir/Andri Marinó
Kassim Doumbia var hetja FH-inga í kvöld þegar hann tryggði liðinu 1-1 jafntefli í toppslagnum við Breiðablik með því að jafna metin með skallamarki í uppbótartíma í leik liðanna í 9. umferð Pepsi-deildarinnar.

Markið var mikilvægt og glæsilegt hjá Malímanninum en fögnuður hans var heldur óskemmtilegur eins og áhorfendur heima í stofu fengu að kynnast.

Stöð 2 Sport sýndi leikinn beint og þar fengu áhorfendur stöðvarinnar kalda kveðju þegar Kassim Doumbia öskraði mjög ósmekklegt slanguryrði beint í myndavélina. Kassim öskraði: „Fuck off".  

Það er hægt að sjá þetta umdeilda fagn hans hér fyrir neðan en nú er að sjá hvort þetta komi honum í vandræði eða hvort að KSÍ telji svona hegðun leikmanna vera góð auglýsing fyrir íslenskan fótbolta.


Tengdar fréttir

Heimir: Eins og boltinn væri eldhnöttur

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, ræddi við blaðamenn eftir að FH og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.