Thelma Rut fyrsti fánaberi Íslands á Evrópuleikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2015 16:34 Fimleikakonan Thelma Rut Hermannsdóttir. Mynd/ÍSÍ Fimleikakonan Thelma Rut Hermannsdóttir verður fánaberi Íslands í kvöld þegar fyrstu Evrópuleikarnir verða settir í Bakú í Aserbaídsjan. Thelma Rut er ein af nítján íslenskum íþróttamönnum á leikunum. Ísland á fulltrúa í níu íþróttagreinum. Í heildina eru þrjátíu og fimm í íslenska hópnum með fararstjórn, þjálfurum og öðru aðstoðarfólki, auk þess sem að forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, og framkvæmdastjóri ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir, verða viðstödd leikana. Leikarnir munu standa frá 12. - 28. júní og eru keppnisdagarnir á leikunum sautján. Um sex þúsund keppendur og þrjú þúsund aðstoðarmenn munu taka þátt og keppt er í íþróttagreinum tuttugu alþjóðlegra sérsambanda. Alls er keppt í 31 íþróttagrein og þar af eru tuttugu og fimm Ólympískar greinar. Í tólf greinum eiga keppendur möguleika á að tryggja sér keppnisrétt á næstu Ólympíuleikum, í Ríó 2016, en alls eru keppnisgreinar leikanna 253. Íslenskir þátttakendur streyma nú í Evrópuleikaþorpið, en keppendur í karate, fimleikum og bogfimi eru mættir. Í gær var haldin athöfn þar sem allir íbúar voru boðnir velkomnir á leikana. Kyndillinn sem notaður verður til að tendra Evrópuleikaeldinn í kvöld var sýndur ásamt alþjóðlegum dansatriðum. Við athöfnina voru þau Telma Frímannsdóttir keppandi í karate og þjálfari hennar Gunnlaugur Sigurðsson. Keppendur í fimleikum fengu úthlutað æfingatíma á sama tíma svo þeir mættu ekki. Bogfimiþátttakendur mætti í gærkvöldi og Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir mættu í dag og verða við setningarhátíðina í kvöld. Keppni í einstökum greinum dreifist yfir tímabil leikanna svo að ekki eru allir keppendur mættir strax. Thelma Rut Hermannsdóttir, fánaberi íslenska hópsins við setningarhátíðina, er sigursælasta fimleikakona landsins frá upphafi, en hún hefur orðið alls sex sinnum Íslandsmeistari kvenna í áhaldafimleikum. Thelma hefur m.a. tekið þátt á fernum Heimsmeistaramótum, fernum Smáþjóðaleikum, átta Evrópumótum og níu norður – Evrópumótum. Þess utan hefur Thelma tekið þátt í fjölda Norðurlanda- og boðsmóta frá því að hún var fyrst valin í landslið Íslands í fimleikum árið 2007.Mynd/ÍSÍMynd/ÍSÍ Fimleikar Íþróttir Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Fimleikakonan Thelma Rut Hermannsdóttir verður fánaberi Íslands í kvöld þegar fyrstu Evrópuleikarnir verða settir í Bakú í Aserbaídsjan. Thelma Rut er ein af nítján íslenskum íþróttamönnum á leikunum. Ísland á fulltrúa í níu íþróttagreinum. Í heildina eru þrjátíu og fimm í íslenska hópnum með fararstjórn, þjálfurum og öðru aðstoðarfólki, auk þess sem að forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, og framkvæmdastjóri ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir, verða viðstödd leikana. Leikarnir munu standa frá 12. - 28. júní og eru keppnisdagarnir á leikunum sautján. Um sex þúsund keppendur og þrjú þúsund aðstoðarmenn munu taka þátt og keppt er í íþróttagreinum tuttugu alþjóðlegra sérsambanda. Alls er keppt í 31 íþróttagrein og þar af eru tuttugu og fimm Ólympískar greinar. Í tólf greinum eiga keppendur möguleika á að tryggja sér keppnisrétt á næstu Ólympíuleikum, í Ríó 2016, en alls eru keppnisgreinar leikanna 253. Íslenskir þátttakendur streyma nú í Evrópuleikaþorpið, en keppendur í karate, fimleikum og bogfimi eru mættir. Í gær var haldin athöfn þar sem allir íbúar voru boðnir velkomnir á leikana. Kyndillinn sem notaður verður til að tendra Evrópuleikaeldinn í kvöld var sýndur ásamt alþjóðlegum dansatriðum. Við athöfnina voru þau Telma Frímannsdóttir keppandi í karate og þjálfari hennar Gunnlaugur Sigurðsson. Keppendur í fimleikum fengu úthlutað æfingatíma á sama tíma svo þeir mættu ekki. Bogfimiþátttakendur mætti í gærkvöldi og Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir mættu í dag og verða við setningarhátíðina í kvöld. Keppni í einstökum greinum dreifist yfir tímabil leikanna svo að ekki eru allir keppendur mættir strax. Thelma Rut Hermannsdóttir, fánaberi íslenska hópsins við setningarhátíðina, er sigursælasta fimleikakona landsins frá upphafi, en hún hefur orðið alls sex sinnum Íslandsmeistari kvenna í áhaldafimleikum. Thelma hefur m.a. tekið þátt á fernum Heimsmeistaramótum, fernum Smáþjóðaleikum, átta Evrópumótum og níu norður – Evrópumótum. Þess utan hefur Thelma tekið þátt í fjölda Norðurlanda- og boðsmóta frá því að hún var fyrst valin í landslið Íslands í fimleikum árið 2007.Mynd/ÍSÍMynd/ÍSÍ
Fimleikar Íþróttir Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira