Fótbolti

Gíbraltar engin fyrirstaða fyrir Þjóðverja

Andre Schurrle sést hér fagna einu af þremur mörkum sínum í leiknum.
Andre Schurrle sést hér fagna einu af þremur mörkum sínum í leiknum. vísir/afp
Heimsmeistarar Þjóðverja áttu ekki í neinum vandræðum með að leggja Gíbraltar að velli í undankeppni EM í kvöld. Lokatölur urðu 7-0. Leikið var í Algarve í Portúgal þar sem enginn völlur í Gíbraltar uppfyllir kröfur UEFA um leiki í undankeppni EM.

Leikurinn byrjaði hins vegar ekki gæfulega hjá Þjóðverjum því á 10. mínútu gerði Perez, markvörður Gíbraltar, sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu frá Bastian Schweinsteiger.

Það kom hins vegar ekki að sök. Mörk Þjóðverja í leiknum gerðu þeir Andre Schurrle (3), Max Kruse (2), Ilkay Gundogan og Karim Bellarabi.

Þjóðverjar eru í 2. sæti D-riðils með 13 stig, stigi á eftir Pólverjum sem sitja í efsta sæti. Gíbraltar eru án stiga í neðsta sæti og með markatöluna 1:33.

Þá skildu Norður-Írland og Rúmenía jöfn, 0-0, í Belfast. Rúmenar eru efstir í F-riðli með 14 stig en fast á hæla þeirra koma Norður-Írar með 13 stig. Ungverjar eru í 3. sæti riðilsins með 11 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×