Fótbolti

Fer Tevez til Atletico Madrid?

Carlos Tevez gæti verið á förum til Atletico Madrid en hugur hans leitar til Boca Juniors í heimalandinu.
Carlos Tevez gæti verið á förum til Atletico Madrid en hugur hans leitar til Boca Juniors í heimalandinu. vísir/afp
Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, vill ólmur fá Carlos Tevez til liðs við sig en Enrique Cerezo, forseti félagsins, segir að erfitt verði að sannfæra Tevez þar sem leikmaður stefnir á að snúa aftur til Boca Juniors í Argentínu þegar samningur hans við Juventus rennur út næsta sumar.

"Það er erfitt að eiga við persónulegar ástæður eins og þessa, þar sem hjarta hans segir honum hugsanlega að fara til Boca. En hann er leikmaður sem okkur líkar vel við og er mikill fagmaður," segir Cerezo.

Framkvæmdastjóri Juventus, Beppe Marotta, sagði Tevez í vikunni að hann yrði að taka ákvörðun fljótlega og lét hafa eftir sér að möguleikinn á að hann yfirgefi félagið væri enn til staðar. Félagið vill eflaust selja í sumar frekar en að missa hann á frjálsri sölu næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×