Enski boltinn

Fyrirliðinn framlengir við Everton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jagielka hefur verið í herbúðum Everton frá 2007.
Jagielka hefur verið í herbúðum Everton frá 2007. vísir/getty
Fyrirliði Everton, Phil Jagielka, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2018.

Jagielka, sem er 32 ára, kom til Everton frá Sheffield United sumarið 2007 og hefur síðan þá leikið 293 leiki og skorað 15 mörk fyrir Bítlaborgarliðið.

Jagielka tók við fyrirliðabandinu hjá Everton 2013 eftir að Phil Neville lagði skóna á hilluna.

Jagielka hefur verið fastamaður í enska landsliðinu undanfarin ár og leikið alls 36 A-landsleiki.

Everton endaði í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili eftir að hafa lent í 5. sæti tímabilið þar á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×