Ummæli um hnéskeljabrot áttu að höfða til krakkanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júní 2015 10:03 Guðmundur Týr Þórarinsson, betur þekktur sem Mummi í Götusmiðjunni. Vísir/VILHELM Aðalmeðferð í enduruppteknu meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, betur þekktum sem Mumma, gegn Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málið lítur að ómerkingu átta ummæla sem Bragi lét falla í fjölmiðlum í kjölfar lokunar meðferðarheimilisins Götusmiðjunnar árið 2010. Þar sagði Bragi meðal annars að undirrót lokunar Götusmiðjunnar væri stjórnunarvandi forstöðumannsins Mumma sem væri farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin sem væru í meðferð. Þá hafi samskipti Mumma við börnin farið yfir velsæmismörk og framganga hans valdið vanlíðan og óöryggi, auk þess hafi hann lagt starsmenn í einelti og ekki síst hótað ungmennum líkamsmeiðingum. Bragi var dæmdur síðastliðið sumar fyrir meiðyrði í garð Guðmundar og fyrrgreind ummæli dæmd dauð og ómerk því ásamt því að Braga var gert að greiða Mumma alls um 650 þúsund krónur í miskabætur og málskostnað. Bragi mætti ekki við réttarhöldin en hann sagðist aldrei hafa fengið stefnuna afhenta. Hún hafi verið afhent starfsmanni Barnaverndarstofu á meðan Bragi var í sumarleyfi í Perú. Stefnan var afhent á Barnaverndarstofu 19. júní 2014 og málið dómtekið sex dögum síðar. Bragi segist hafa fengið að vita af málinu nokkrum vikum síðar eftir að hann kom heim úr sumarleyfi. Þá hafi hann látið starfsmann Barnaverndarstofu kanna málið og upp úr krafsinu kom að dómur hafði fallið og hann síðan birtur á haustmánuðum. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra sagði að bera skuli stefnanda í hag þar sem stefndi hafi hvorki sótt né látið sækja þing. Af þeim sökum taldi Bragi dóminn ekki efnislegan og fór því fram á endurupptöku sem Héraðsdómur Reykjavíkur varð við í upphafi þessa árs. Götusmiðjan var rekin á Efri-Brú.Óánægja tímenningana byggð á faglegum ágreiningiSem fyrr segir lítur meiðyrðamál Mumma að því hvort raunverulega sé fótur fyrir þeim átta ummælum sem Bragi viðhafði um framferði Guðmundar er hann starfaði hjá Götusmiðjunni. Þessi ummæli grundvallast að miklu leyti á vitnisburði tíu af fjórtán starfsmönnum Götusmiðjunnar sem birtist í bréfi sem þeir sendu Barnaverndarstofu í maí árið 2010. Í bréfinu hafi starfsmennirnir lýst yfir áhyggjum af starfsemi meðferðarheimilisins og að þeir hafi sakað Mumma um einelti. Í bréfinu hafi einnig staðið að Guðmundur kæmi mjög sjaldan og óreglulega inn í Götusmiðjuna og þegar hann kæmi þá væri hann með yfirgang, frekju og hroka. Þessari túlkun á upplifun starfsmannanna vísaði Guðmundur á bug í skýrslutökunni. „Ég var aldrei durgslegur eða dónalegur við starfsfólk, það er einfaldlega ekki minn stíll,“ sagði Guðmundur í dómssal í gær en athygli vakti að Bragi var ekki viðstaddur aðalmeðferð málsins. Guðmundur bætti við að ágreiningur sinn við starfsmenn Götusmiðjunnar hafi einungis verið faglegur. Hann hafi í grundvallaratriðum snúið að þeim meðferðarúrræðum sem Götusmiðjan veitti. „Það var ákveðið Bandwagon-effect í gangi um að Götusmiðjan ætti að snúa sér meira að hugrænni atferlismeðferð, sem var hálfgert tískuorð á sínum tíma,“ sagði Guðmundur í skýrslutökuni. „Ég vildi ekki sjá hana enda hefur það sýnt sig að svokallað multisystem treatment, MST, virkar langtum betur sem meðferðarúrræði – ég las það erlendis frá,“ bætti hann við. Guðmundur Týr Þórarinsson eða Mummi.VÍSIR/GVAUndirheimaofbeldi eðlilegur hluti „kaffistofutjattsins“Í skýrslutökunni greindi Guðmundur frá heimsókninni í Götusmiðjuna um mitt ár 2010 þar sem meintar hótanir hans til vistmanna áttu að hafa litið dagsins ljós. Þá hafði Barnaverndarstofa tekið yfir rekstri Götusmiðjunnar og Guðmundur stigið til hliðar sem forstjóri meðferðarheimilisins að beiðni Barnaverndarstofu. Í heimsókn sinni í Götusmiðjuna hafi Mummi „lent í konflikti“ við starfsmann heimilisins sem sagði að hann myndi ekki taka við skipunum frá Guðmundi. „Hann æsti sig mikið og barði hnefa í borð,“ sagði Guðmundur og hafi hann því beðið starfsmanninn um að fara af staðnum. „Þá spurði hann: „Ertu að reka mig?“ sem ég neitaði staðfastlega. Ég hafi bara ekki viljað hafa þessa orku á meðferðarheimilinu og því bað ég hann um að yfirgefa Götusmiðjuna,“ sagði Guðmundur. Hann segir starfsmanninn hafa brugðist ókvæða við og gengið í átt að krakkahópi sem sat á setustofu á heimilinu. Þar hafi hann tilkynnt þeim að Guðmundur hafi rekið sig fyrirvaralaust. „Sem enginn fótur er fyrr,“ sagði Guðmundur og bætti hann við að krakkarnir hafi reiðst honum mikið vegna þessara orða starfsmannsins. Guðmundur hafi því ákveðið að tala við hópinn til að leiðrétta misskilninginn. Krakkarnir hafi þá í kjölfarið farið að leita skýringa á þessu upphlaupi starfsmannsins „Það kom einhver fabúlasjón, í ljósi þess að starfsmaðurinn var óvirkur alkóhólisti, að hann væri á fallbraut og það kynni að útskýra skapsveiflurnar,“ sagði Guðmundur við skýrslutökuna en ítrekaði að hann hafi beðið krakkana um að hætta öllum slíkum vangaveltum enda væru þær ekki á rökum reistar. Í kjölfar þessa spjalls hafi tekið við umræða um undirheimana og ofbeldið sem þar þrífst. „Krakkarnir lifa og hrærast í þessum heimi og því eru slíkar umræður mjög eðlilegar í svona kaffistofutjatti í Götusmiðjunni eins og við áttum þarna,“ sagði Guðmundur. Umræðurnar hafi verið á almennum nótum og meðal annars snúið að refsingum við trúnaðarbrestum í undirheiminum. Þá hafi Guðmundur látið þau ummæli falla að „skiljanlega er maður hnébrotinn ef maður virðir ekki trúnað í undirheimunum,“sem hann segir að síðar hafi „gjörsamlega verið rifin úr samhengi.“ Hann hafi fengið þau í bakið er honum var tilkynnt símleiðis að Götusmiðjunni yrði lokað. „Þess orð mín um refsingar í undirheimunum voru túlkuð sem svo að ég væri að hóta öllum hnébroti ef þeir virtu ekki trúnað við mig,“sagði Guðmundur. Hann sagði þá túlkun vera fjarri sönnu. Hann hafi einungis verið að tala tungumáli krakkanna. „Þau eru af götunni, eins og ég, og þau tala bara hreina og beina íslensku.“ Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var ekki viðstaddur aðalmeðferðina í gær.Vísir/ValliFór sjálfur fram á rannsókn á limlestingarhótununumNokkrum vikum síðar hafi þeir Guðmundur og Bragi Guðbrandsson formaður Barnaverndarstofu, fundað um framtíð Götusmiðjunnar en lýst hafði verið yfir að meðferðarheimilinu skyldi lokað í sparnaðarskyni. Guðmundur sagði að honum hafi þó grunað að annað lægi þar að baki enda hafi bréf tímenningana um framferði og meintar hótanir hans verið komnar fram á þessum tíma. Guðmundur sagði í skýrslutökunni að Bragi hafi lítið gefið fyrir mótbárur sínar. „Hann sagði einfaldlega: „Þú verður tekinn niður. Þú ræður hvort það verður með góðu eða illu.“ Því hafi Guðmundur óskað eftir því við Barnaverndarstofu að hótanir hans um líkamsmeiðingar og limlestingar yrðu teknar til formlegrar rannsóknar – það hafi verið skylda hans sem forstöðumanns að leiða þetta mál til lykta. Þeirri beiðni hafi þó ekki sinnt og því hafi Guðmundur ákveðið að ráðast í meiðyrðamál til að fá æru sína hreinsaða – þó ekki fyrr en fjórum árum eftir að fyrrgreind atburðarrás átti sér stað. Dómur í málinu verður kveðinn upp innan fjögurra vikna. Tengdar fréttir Forstöðumaður Götusmiðjunnar vísar ásökunum um ofbeldi á bug Forstöðumaður Götusmiðjunnar íhugar málaferli gegn Barnaverndarstofu sem lokaði heimilinu í kvöld og sendi átta ungmenni heim. Forstöðumaðurinn, Guðmundur Týr Þórarinsson gjarnan kallaður Mummi, segir börnin hafi verið fjarlægð með ólögmætum hætti úr meðferð Götusmiðjunnar. Hann vísar ásökunum líkamsmeiðingar á bug. 25. júní 2010 23:34 Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02 Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15 Saka Guðmund um einelti og hroka Barnaverndarstofu barst kvörtunarbréf, undirritað af tíu starfsmönnum Götusmiðjunnar, í maí síðastliðnum. Í bréfinu lýsa starfsmenn yfir áhyggjum af starfsemi meðferðarheimilisins og saka Guðmund Tý Þórarinsson, forstöðumann stofnunarinnar, um einelti. Í bréfinu segir einnig að Guðmundur komi mjög sjaldan og óreglulega inn í Götusmiðjuna og þegar hann komi þá sé hann með yfirgang, frekju og hroka. 28. júní 2010 04:00 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Aðalmeðferð í enduruppteknu meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, betur þekktum sem Mumma, gegn Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málið lítur að ómerkingu átta ummæla sem Bragi lét falla í fjölmiðlum í kjölfar lokunar meðferðarheimilisins Götusmiðjunnar árið 2010. Þar sagði Bragi meðal annars að undirrót lokunar Götusmiðjunnar væri stjórnunarvandi forstöðumannsins Mumma sem væri farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin sem væru í meðferð. Þá hafi samskipti Mumma við börnin farið yfir velsæmismörk og framganga hans valdið vanlíðan og óöryggi, auk þess hafi hann lagt starsmenn í einelti og ekki síst hótað ungmennum líkamsmeiðingum. Bragi var dæmdur síðastliðið sumar fyrir meiðyrði í garð Guðmundar og fyrrgreind ummæli dæmd dauð og ómerk því ásamt því að Braga var gert að greiða Mumma alls um 650 þúsund krónur í miskabætur og málskostnað. Bragi mætti ekki við réttarhöldin en hann sagðist aldrei hafa fengið stefnuna afhenta. Hún hafi verið afhent starfsmanni Barnaverndarstofu á meðan Bragi var í sumarleyfi í Perú. Stefnan var afhent á Barnaverndarstofu 19. júní 2014 og málið dómtekið sex dögum síðar. Bragi segist hafa fengið að vita af málinu nokkrum vikum síðar eftir að hann kom heim úr sumarleyfi. Þá hafi hann látið starfsmann Barnaverndarstofu kanna málið og upp úr krafsinu kom að dómur hafði fallið og hann síðan birtur á haustmánuðum. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra sagði að bera skuli stefnanda í hag þar sem stefndi hafi hvorki sótt né látið sækja þing. Af þeim sökum taldi Bragi dóminn ekki efnislegan og fór því fram á endurupptöku sem Héraðsdómur Reykjavíkur varð við í upphafi þessa árs. Götusmiðjan var rekin á Efri-Brú.Óánægja tímenningana byggð á faglegum ágreiningiSem fyrr segir lítur meiðyrðamál Mumma að því hvort raunverulega sé fótur fyrir þeim átta ummælum sem Bragi viðhafði um framferði Guðmundar er hann starfaði hjá Götusmiðjunni. Þessi ummæli grundvallast að miklu leyti á vitnisburði tíu af fjórtán starfsmönnum Götusmiðjunnar sem birtist í bréfi sem þeir sendu Barnaverndarstofu í maí árið 2010. Í bréfinu hafi starfsmennirnir lýst yfir áhyggjum af starfsemi meðferðarheimilisins og að þeir hafi sakað Mumma um einelti. Í bréfinu hafi einnig staðið að Guðmundur kæmi mjög sjaldan og óreglulega inn í Götusmiðjuna og þegar hann kæmi þá væri hann með yfirgang, frekju og hroka. Þessari túlkun á upplifun starfsmannanna vísaði Guðmundur á bug í skýrslutökunni. „Ég var aldrei durgslegur eða dónalegur við starfsfólk, það er einfaldlega ekki minn stíll,“ sagði Guðmundur í dómssal í gær en athygli vakti að Bragi var ekki viðstaddur aðalmeðferð málsins. Guðmundur bætti við að ágreiningur sinn við starfsmenn Götusmiðjunnar hafi einungis verið faglegur. Hann hafi í grundvallaratriðum snúið að þeim meðferðarúrræðum sem Götusmiðjan veitti. „Það var ákveðið Bandwagon-effect í gangi um að Götusmiðjan ætti að snúa sér meira að hugrænni atferlismeðferð, sem var hálfgert tískuorð á sínum tíma,“ sagði Guðmundur í skýrslutökuni. „Ég vildi ekki sjá hana enda hefur það sýnt sig að svokallað multisystem treatment, MST, virkar langtum betur sem meðferðarúrræði – ég las það erlendis frá,“ bætti hann við. Guðmundur Týr Þórarinsson eða Mummi.VÍSIR/GVAUndirheimaofbeldi eðlilegur hluti „kaffistofutjattsins“Í skýrslutökunni greindi Guðmundur frá heimsókninni í Götusmiðjuna um mitt ár 2010 þar sem meintar hótanir hans til vistmanna áttu að hafa litið dagsins ljós. Þá hafði Barnaverndarstofa tekið yfir rekstri Götusmiðjunnar og Guðmundur stigið til hliðar sem forstjóri meðferðarheimilisins að beiðni Barnaverndarstofu. Í heimsókn sinni í Götusmiðjuna hafi Mummi „lent í konflikti“ við starfsmann heimilisins sem sagði að hann myndi ekki taka við skipunum frá Guðmundi. „Hann æsti sig mikið og barði hnefa í borð,“ sagði Guðmundur og hafi hann því beðið starfsmanninn um að fara af staðnum. „Þá spurði hann: „Ertu að reka mig?“ sem ég neitaði staðfastlega. Ég hafi bara ekki viljað hafa þessa orku á meðferðarheimilinu og því bað ég hann um að yfirgefa Götusmiðjuna,“ sagði Guðmundur. Hann segir starfsmanninn hafa brugðist ókvæða við og gengið í átt að krakkahópi sem sat á setustofu á heimilinu. Þar hafi hann tilkynnt þeim að Guðmundur hafi rekið sig fyrirvaralaust. „Sem enginn fótur er fyrr,“ sagði Guðmundur og bætti hann við að krakkarnir hafi reiðst honum mikið vegna þessara orða starfsmannsins. Guðmundur hafi því ákveðið að tala við hópinn til að leiðrétta misskilninginn. Krakkarnir hafi þá í kjölfarið farið að leita skýringa á þessu upphlaupi starfsmannsins „Það kom einhver fabúlasjón, í ljósi þess að starfsmaðurinn var óvirkur alkóhólisti, að hann væri á fallbraut og það kynni að útskýra skapsveiflurnar,“ sagði Guðmundur við skýrslutökuna en ítrekaði að hann hafi beðið krakkana um að hætta öllum slíkum vangaveltum enda væru þær ekki á rökum reistar. Í kjölfar þessa spjalls hafi tekið við umræða um undirheimana og ofbeldið sem þar þrífst. „Krakkarnir lifa og hrærast í þessum heimi og því eru slíkar umræður mjög eðlilegar í svona kaffistofutjatti í Götusmiðjunni eins og við áttum þarna,“ sagði Guðmundur. Umræðurnar hafi verið á almennum nótum og meðal annars snúið að refsingum við trúnaðarbrestum í undirheiminum. Þá hafi Guðmundur látið þau ummæli falla að „skiljanlega er maður hnébrotinn ef maður virðir ekki trúnað í undirheimunum,“sem hann segir að síðar hafi „gjörsamlega verið rifin úr samhengi.“ Hann hafi fengið þau í bakið er honum var tilkynnt símleiðis að Götusmiðjunni yrði lokað. „Þess orð mín um refsingar í undirheimunum voru túlkuð sem svo að ég væri að hóta öllum hnébroti ef þeir virtu ekki trúnað við mig,“sagði Guðmundur. Hann sagði þá túlkun vera fjarri sönnu. Hann hafi einungis verið að tala tungumáli krakkanna. „Þau eru af götunni, eins og ég, og þau tala bara hreina og beina íslensku.“ Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var ekki viðstaddur aðalmeðferðina í gær.Vísir/ValliFór sjálfur fram á rannsókn á limlestingarhótununumNokkrum vikum síðar hafi þeir Guðmundur og Bragi Guðbrandsson formaður Barnaverndarstofu, fundað um framtíð Götusmiðjunnar en lýst hafði verið yfir að meðferðarheimilinu skyldi lokað í sparnaðarskyni. Guðmundur sagði að honum hafi þó grunað að annað lægi þar að baki enda hafi bréf tímenningana um framferði og meintar hótanir hans verið komnar fram á þessum tíma. Guðmundur sagði í skýrslutökunni að Bragi hafi lítið gefið fyrir mótbárur sínar. „Hann sagði einfaldlega: „Þú verður tekinn niður. Þú ræður hvort það verður með góðu eða illu.“ Því hafi Guðmundur óskað eftir því við Barnaverndarstofu að hótanir hans um líkamsmeiðingar og limlestingar yrðu teknar til formlegrar rannsóknar – það hafi verið skylda hans sem forstöðumanns að leiða þetta mál til lykta. Þeirri beiðni hafi þó ekki sinnt og því hafi Guðmundur ákveðið að ráðast í meiðyrðamál til að fá æru sína hreinsaða – þó ekki fyrr en fjórum árum eftir að fyrrgreind atburðarrás átti sér stað. Dómur í málinu verður kveðinn upp innan fjögurra vikna.
Tengdar fréttir Forstöðumaður Götusmiðjunnar vísar ásökunum um ofbeldi á bug Forstöðumaður Götusmiðjunnar íhugar málaferli gegn Barnaverndarstofu sem lokaði heimilinu í kvöld og sendi átta ungmenni heim. Forstöðumaðurinn, Guðmundur Týr Þórarinsson gjarnan kallaður Mummi, segir börnin hafi verið fjarlægð með ólögmætum hætti úr meðferð Götusmiðjunnar. Hann vísar ásökunum líkamsmeiðingar á bug. 25. júní 2010 23:34 Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02 Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15 Saka Guðmund um einelti og hroka Barnaverndarstofu barst kvörtunarbréf, undirritað af tíu starfsmönnum Götusmiðjunnar, í maí síðastliðnum. Í bréfinu lýsa starfsmenn yfir áhyggjum af starfsemi meðferðarheimilisins og saka Guðmund Tý Þórarinsson, forstöðumann stofnunarinnar, um einelti. Í bréfinu segir einnig að Guðmundur komi mjög sjaldan og óreglulega inn í Götusmiðjuna og þegar hann komi þá sé hann með yfirgang, frekju og hroka. 28. júní 2010 04:00 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Forstöðumaður Götusmiðjunnar vísar ásökunum um ofbeldi á bug Forstöðumaður Götusmiðjunnar íhugar málaferli gegn Barnaverndarstofu sem lokaði heimilinu í kvöld og sendi átta ungmenni heim. Forstöðumaðurinn, Guðmundur Týr Þórarinsson gjarnan kallaður Mummi, segir börnin hafi verið fjarlægð með ólögmætum hætti úr meðferð Götusmiðjunnar. Hann vísar ásökunum líkamsmeiðingar á bug. 25. júní 2010 23:34
Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02
Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15
Saka Guðmund um einelti og hroka Barnaverndarstofu barst kvörtunarbréf, undirritað af tíu starfsmönnum Götusmiðjunnar, í maí síðastliðnum. Í bréfinu lýsa starfsmenn yfir áhyggjum af starfsemi meðferðarheimilisins og saka Guðmund Tý Þórarinsson, forstöðumann stofnunarinnar, um einelti. Í bréfinu segir einnig að Guðmundur komi mjög sjaldan og óreglulega inn í Götusmiðjuna og þegar hann komi þá sé hann með yfirgang, frekju og hroka. 28. júní 2010 04:00