Fótbolti

PSG þrefaldur meistari í Frakklandi

Edison Cavani skoraði eina mark leiksins.
Edison Cavani skoraði eina mark leiksins.
Það er engum blöðum um það að fletta að Paris Saint-Germain er besta knattspyrnulið Frakklands. PSG var rétt í þessu að tryggja sér bikarmeistaratitilinn í Frakklandi með því að leggja Auxerre að velli í úrslitaleik, 1-0.

Það var Edison Cavani sem skoraði sigurmarkið á 65. mínútu með 19 marki sínu á tímabilinu. PSG vann frönsku deildina á dögunum með átta stiga mun, deildarbikarinn í Frakklandi fyrr á tímabilinu og er því þrefaldur meistari þar í landi. Þetta er í fyrsta sinn sem eitt félag vinnur alla titlana á sama tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×