Fótbolti

Lilleström lá í Drammen

Rúnar Kristinsson er þjálfari Lilleström.
Rúnar Kristinsson er þjálfari Lilleström. vísir/daníel
Íslendingaliðið Lilleström sótti ekki gull í greipar Strömsgodset í dag þegar liðin mættur í Drammen. Lokatölur urðu 2-0 fyrir heimamenn í Strömsgodset.

Finnur Orri Margeirsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Lilleström. Árni Vilhjálmsson var ekki í leikmannahópi Lilleström í leiknum. Þjálfari liðsins er Rúnar Kristinsson og aðstoðarmaður hans er Sigurður Ragnar Eyjólfsson.

Lilleström er 8. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 11 leiki en liðið hóf leiktíðina með eitt stig í mínus. Lilleström hafði fyrir þennan leik unnið þrjá leiki í röð og þetta var fyrsta tap liðsins síðan 9. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×