Fótbolti

Mark Jóns Daða dugði ekki til

Jón Daði kom inn á í hálfleik og skoraði eitt mark.
Jón Daði kom inn á í hálfleik og skoraði eitt mark. MYND/VIKING-FK.NO
Íslendingaliðið Viking frá Stavanger tapaði sínum fyrsta leik síðan 25. apríl þegar liðið beið lægri hlut á heimavelli gegn Vålerenga, 3-4. Jón Daði Böðvarsson skoraði annað mark Viking er hann minnkaði muninn í 2-3.

Jón Daði kom inn á í hálfleik og skoraði mark sitt þegar 24 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Indriði Sigurðsson lék allan leikinn í liði Viking en Steinþór Freyr Þorsteinsson sat á bekknum allan tímann hjá Viking, líkt og Elías Már Ómarsson gerði hjá Vålerenga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×