Fótbolti

Ancelotti kominn í viðræður við AC Milan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti. Vísir/Getty
Carlo Ancelotti verður væntanlega ekki lengi atvinnulaus en hann aðeins nokkrum dögum eftir að hann var látinn fara frá Real Madrid er þessi viðkunnanlegi Ítali kominn í viðræður við annað stórlið.

Carlo Ancelotti er viðræðum við ítalska félagið AC Milan en hann hefur bæði spilað með og þjálfað félagið.

Filippo Inzaghi, tók við liði AC Milan síðasta sumar, en hefur verið tilkynnt það að hann verði ekki áfram með liðið.

Það er aðeins ein umferð eftir af ítölsku deildinni og AC Milan gæti endað í tíunda sætinu ef allt fer á versta veg.

Carlo Ancelotti vann Meistaradeildina á fyrsta tímabili sínu með Real Madrid en liðið vann ekki titil á þessu tímabili.

Carlo Ancelotti var að hugsa um að taka sér frí frá knattspyrnunni á meðan hann væri að finna lausn á bakmeiðslum sínum.

Carlo Ancelotti er 55 ára gamall. Hann spilaði með AC Milan frá 1987 til 1992 og var í Evrópumeistaraliðinu 1989 og 1990. Ancelotti tók líka þátt í því að vinna ítölsku deildin 1988 og 1992.

Carlo Ancelotti þjálfaði AC Milan frá 2001 til 2009 og undir hans stjórn vann liðið deildina 2004, bikarinn 2003 og Meistaradeildina 2003 og 2007.

Carlo Ancelotti.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×