Fótbolti

Verður óglatt er hann horfir á lið Villas-Boas spila

Villas-Boas og Hulk fagna titlinum.
Villas-Boas og Hulk fagna titlinum. vísir/getty
Lærlingur Jose Mourinho, Andre Villas-Boas, virðist hafa lært vel af Mourinho því hann er einnig gagnrýndur fyrir að láta lið sitt spila leiðinlegan fótbolta.

Villas-Boas er að stýra liði Zenit St. Petersburg í dag og er búinn að gera liðið að Rússlandsmeisturum á sínu fyrsta heila tímabili með liðið.

Rétt eins og hjá Mourinho þá er ekki nóg að vinna titla til þess að halda öllum ánægðum. Það er Villas-Boas að fá að reyna núna.

„Zenit spilar leiðinlegan fótbolta. Liðið er að spila andfótbolta. Mér verður óglatt er ég horfi á liðið spila," sagði Boris Chuklov en hann var í liði félagsins árið 1984 er það varð líka meistari.

Chuklov segir að boltinn sem Villas-Boas lætur líðið spila sé leiðinlegri en boltinn sem Mourinho er þekktur fyrir.

„Liðin hans Mourinho spila ákveðnari bolta. Lið Zenit skorar eitt mark og svo fara varnarmennirnir að halda boltanum. Það fylgir þessu ógleði og mikil leiðindi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×