Fá ekki greidd laun: „Forsetinn með leikþátt í marga mánuði“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2015 18:11 Arnór Smárason verður 27 ára í september. Hann á að baki 17 A-landsleiki. Vísir/Getty Arnór Smárason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og leikmaður Torpedo Moskvu, segir langan aðdraganda vera að því að leikmenn liðsins ákváðu að taka ekki þátt í fyrirhugaðri æfingu liðsins í dag. Leikmenn liðsins hafa ekki fengið greidd laun í fjóra mánuði og eftir leikþátt forsetans undanfarnar vikur var mælirinn fullur. Arnór segir í samtali við Vísi að leikmenn hafi mætt á æfingasvæðið í dag. Þeir hafi hins vegar neitað að æfa. Forseti félagsins hafi komið og haldið yfir þeim tölu. „Forsetinn er búinn að vera með leikþátt í marga mánuði. Menn eru bara orðnir þreyttir á því, þessum endalausu afsökunum,“ segir Arnór annars léttur við blaðamann. Hann var úti að borða með nokkrum enskumælandi félögum sínum í liðinu að gera upp atburði dagsins þegar hann svaraði í símann.Fengið smápeninga til að lifa af Skagamaðurinn er á lánssamningi hjá Torpedo liðinu frá Helsingborg í Svíþjóð. Þangað kom hann um mánaðarmótin febrúar mars. Ljóst var að Arnór væri ekki í náðinni hjá Henrik Larsson, þjálfara sænska liðsins, sem sagði að Arnór þyrfti að finna sér nýtt félag. „Enginn hefur fengið greidd launin sín síðan ég kom hingað,“ segir Arnór. Hann hafi bara fengið einhverja smápeninga til að lifa af. Forsetinn hafi endurtekið lofað því að greiðslur væru handan við hornið. Síðast hafi hann sagt að nýir styrktaraðilar væru komnir um borð en enn ætti eftir að berast fjármagn frá þeim. Um orkufyrirtæki væri að ræða. Arnór segir það hafa verið mjög skrýtna tilfinningu að mæta á æfingasvæðið í dag og spila ekki fótbolta. Hann elski fótbolta og skrýtið að fara í verkfall. „En liðið tekur þessa ákvörðun og maður er auðvitað partur af hópnum. Við stöndum saman í þessu.“Áfram verkfall á morgun Leikmenn liðsins ætla heldur ekki að mæta á æfingu á morgun og vona að sú ákvörðun ýti við forráðamönnum félagsins. Mikið er undir hjá liðinu sem situr í botnsæti deildarinnar, þremur stigum frá öruggu sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið á næst leik á laugardaginn og eðli málsins samkvæmt er um lykilleik að ræða. Að öðru leyti lætur Arnór vel af veru sinni í Rússlandi. Moskva sé frábær borg og hann hafi það mjög gott. Markmiðið hafi verið að spila í sterkri deild og skora nokkur mörk. Það hafi gengið eftir, hann sé fullur sjálfstrausts og í toppformi. Nú voni hann bara að tíminn í Rússlandi endi á góðum nótum. Arnór, sem er uppalinn Skagamaður og hefur spilað í Hollandi, Svíþjóð og Danmörku auk Rússlands og Íslands, á að snúa aftur til æfinga hjá Helsingborg 1. júlí að loknu sumarfríi. Ljóst sé hins vegar að því sem næst 100% lýkur eru á því að hann finni sér annað félag. Frammistaða hans í Rússlandi hafi hjálpað, hann finni fyrir áhuga félaga og hlakki til framhaldsins. Fótbolti Tengdar fréttir Arnór lánaður til Moskvu fram á sumar Arnór Smárason er á leiðinni til rússneska félagsins Torpedo Moskvu en heimasíða sænska félagsins Helsingborgs IF segir frá því í dag að íslenski miðjumaðurinn sé á förum frá félaginu til Rússlands. 27. febrúar 2015 13:04 Arnór og félagar ekki fengið laun í marga mánuði Arnór Smárason og félagar hans í Torpedo Moscow eru komnir í verkfall. 19. maí 2015 17:45 Arnór opnaði rússneska markareikninginn sinn á eftirminnilegan hátt | Myndband Arnór Smárason byrjar vel með nýja liði sínu en hann tryggði Torpedo Moskvu jafntefli í hans fyrsta leik með rússneska félaginu. 16. mars 2015 08:30 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Sjá meira
Arnór Smárason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og leikmaður Torpedo Moskvu, segir langan aðdraganda vera að því að leikmenn liðsins ákváðu að taka ekki þátt í fyrirhugaðri æfingu liðsins í dag. Leikmenn liðsins hafa ekki fengið greidd laun í fjóra mánuði og eftir leikþátt forsetans undanfarnar vikur var mælirinn fullur. Arnór segir í samtali við Vísi að leikmenn hafi mætt á æfingasvæðið í dag. Þeir hafi hins vegar neitað að æfa. Forseti félagsins hafi komið og haldið yfir þeim tölu. „Forsetinn er búinn að vera með leikþátt í marga mánuði. Menn eru bara orðnir þreyttir á því, þessum endalausu afsökunum,“ segir Arnór annars léttur við blaðamann. Hann var úti að borða með nokkrum enskumælandi félögum sínum í liðinu að gera upp atburði dagsins þegar hann svaraði í símann.Fengið smápeninga til að lifa af Skagamaðurinn er á lánssamningi hjá Torpedo liðinu frá Helsingborg í Svíþjóð. Þangað kom hann um mánaðarmótin febrúar mars. Ljóst var að Arnór væri ekki í náðinni hjá Henrik Larsson, þjálfara sænska liðsins, sem sagði að Arnór þyrfti að finna sér nýtt félag. „Enginn hefur fengið greidd launin sín síðan ég kom hingað,“ segir Arnór. Hann hafi bara fengið einhverja smápeninga til að lifa af. Forsetinn hafi endurtekið lofað því að greiðslur væru handan við hornið. Síðast hafi hann sagt að nýir styrktaraðilar væru komnir um borð en enn ætti eftir að berast fjármagn frá þeim. Um orkufyrirtæki væri að ræða. Arnór segir það hafa verið mjög skrýtna tilfinningu að mæta á æfingasvæðið í dag og spila ekki fótbolta. Hann elski fótbolta og skrýtið að fara í verkfall. „En liðið tekur þessa ákvörðun og maður er auðvitað partur af hópnum. Við stöndum saman í þessu.“Áfram verkfall á morgun Leikmenn liðsins ætla heldur ekki að mæta á æfingu á morgun og vona að sú ákvörðun ýti við forráðamönnum félagsins. Mikið er undir hjá liðinu sem situr í botnsæti deildarinnar, þremur stigum frá öruggu sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið á næst leik á laugardaginn og eðli málsins samkvæmt er um lykilleik að ræða. Að öðru leyti lætur Arnór vel af veru sinni í Rússlandi. Moskva sé frábær borg og hann hafi það mjög gott. Markmiðið hafi verið að spila í sterkri deild og skora nokkur mörk. Það hafi gengið eftir, hann sé fullur sjálfstrausts og í toppformi. Nú voni hann bara að tíminn í Rússlandi endi á góðum nótum. Arnór, sem er uppalinn Skagamaður og hefur spilað í Hollandi, Svíþjóð og Danmörku auk Rússlands og Íslands, á að snúa aftur til æfinga hjá Helsingborg 1. júlí að loknu sumarfríi. Ljóst sé hins vegar að því sem næst 100% lýkur eru á því að hann finni sér annað félag. Frammistaða hans í Rússlandi hafi hjálpað, hann finni fyrir áhuga félaga og hlakki til framhaldsins.
Fótbolti Tengdar fréttir Arnór lánaður til Moskvu fram á sumar Arnór Smárason er á leiðinni til rússneska félagsins Torpedo Moskvu en heimasíða sænska félagsins Helsingborgs IF segir frá því í dag að íslenski miðjumaðurinn sé á förum frá félaginu til Rússlands. 27. febrúar 2015 13:04 Arnór og félagar ekki fengið laun í marga mánuði Arnór Smárason og félagar hans í Torpedo Moscow eru komnir í verkfall. 19. maí 2015 17:45 Arnór opnaði rússneska markareikninginn sinn á eftirminnilegan hátt | Myndband Arnór Smárason byrjar vel með nýja liði sínu en hann tryggði Torpedo Moskvu jafntefli í hans fyrsta leik með rússneska félaginu. 16. mars 2015 08:30 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Sjá meira
Arnór lánaður til Moskvu fram á sumar Arnór Smárason er á leiðinni til rússneska félagsins Torpedo Moskvu en heimasíða sænska félagsins Helsingborgs IF segir frá því í dag að íslenski miðjumaðurinn sé á förum frá félaginu til Rússlands. 27. febrúar 2015 13:04
Arnór og félagar ekki fengið laun í marga mánuði Arnór Smárason og félagar hans í Torpedo Moscow eru komnir í verkfall. 19. maí 2015 17:45
Arnór opnaði rússneska markareikninginn sinn á eftirminnilegan hátt | Myndband Arnór Smárason byrjar vel með nýja liði sínu en hann tryggði Torpedo Moskvu jafntefli í hans fyrsta leik með rússneska félaginu. 16. mars 2015 08:30