Fótbolti

Arnór opnaði rússneska markareikninginn sinn á eftirminnilegan hátt | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Smárason.
Arnór Smárason. Vísir/Getty
Arnór Smárason byrjar vel með nýja liði sínu en hann tryggði Torpedo Moskvu jafntefli í hans fyrsta leik með rússneska félaginu.

Torpedo Moskva fékk íslenska landsliðsmanninn á láni frá sænska liðinu Helsingborgs IF á dögunum og Arnór kom í fyrsta sinn við sögu í leik á móti Zenit St. Petersburg í gær. Hann hafði setið allan tímann á bekknum í leiknum á undan.  

Arnór kom hinsvegar inná sem varamaður á 61. mínútu í gær í leik á móti toppliði Zenit St. Petersburg en Hulk hafði komið Zenit í 1-0 á 35. mínútu leiksins.

Boltinn barst til Arnórs eftir hornspyrnu og hann klippti boltann í netið og tryggði sínu liði eitt stig. Markið hans kom í uppbótartíma leiksins.

Hér fyrir neðan má myndband með þessu fyrsta marki Arnórs fyrir Torpedo Moskvu en þau eiga vonandi eftir að verða fleiri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×