Innlent

Facebook-síða Gylfa Ægissonar "hökkuð?“

Bjarki Ármannsson skrifar
Tónlistarmaðurinn hefur stofnað nýja síðu nú í morgun og sakar Samtökin '78 um að tengjast "hakkinu.“
Tónlistarmaðurinn hefur stofnað nýja síðu nú í morgun og sakar Samtökin '78 um að tengjast "hakkinu.“ Vísir/Skjáskot/Einar Ól.
Facebook-síða tónlistarmannsins Gylfa Ægissonar hefur tekið miklum breytingum síðastliðinn sólarhring. Forsíðumynd Gylfa, sem undanfarið hefur ítrekað verið sakaður um fordóma gegn samkynhneigðum, er nú mynd sem hefur verið klippt til og sýnir hann halda utan um annan karlmann, sem klæddur er leðri.

Þá hefur einnig verið skipt um opnunarmynd, en á henni stendur nú "Gay and proud" á regnbogalituðum bakgrunni. Svo virðist sem einhver hafi komist inn á aðgang tónlistarmannsins, sem telur hátt í fimm þúsund vini, og breytt honum á þennan hátt.

Gylfi virðist sjálfur hafa stofnað nýja Facebook-síðu nú í morgun, en þar skrifar hann að síða hans hafi verið „hökkuð og skotin niður“ og ýjar að því að Samtökin '78 standi að baki hrekknum. 

Uppfært kl. 18.58: Svo virðist sem Facebook-síða Gylfa sé nú orðin eins og hún á að sér að vera. Ekki hefur komið í ljós hver ber ábyrgð á hrekknum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.