Lífið

Prinsessan fær nafnið Charlotte Elizabeth Diana

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá Katrínu og Vilhjálm stuttu eftir að stelpan kom í heiminn.
Hér má sjá Katrínu og Vilhjálm stuttu eftir að stelpan kom í heiminn. vísir/getty
Ákveðið hefur verið að nefna dóttur Katrínar, hertogaynju af Cambridge, og Vilhjálms, Bretaprins, Charlotte Elizabeth Diana eða Karlotta Elísabet Díana en þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni.

Breskir miðlar hafa fjallað um fátt annað en þetta nýfædda barn um helgina og veltu þeir fyrir sér hvað barnið ætti eftir að heita. Veðmálafyrirtækin tóku öll þátt og var hægt að leggja pening undir.

Sjá einnig: Prinsessa fædd í London

Stúlkan er skírð í höfuðið á Elísabetu Bretlandsdrottningu.
Á veðmálasíðunni Paddy Power þóttu nöfnin  Alice og Charlotte líklegust en nafnið Charlotte varð fyrir valinu.

Nafnið Charlotte þekkist vel í sögu Breta en fyrrum Bretadrottning notaði nafnið á sínum tíma en hún fæddist 1744. Hún var formlega skírð Sophie Charlotte en notaði ávallt síðara nafnið. 

Sjá einnig: Nöfnin Alice og Charlotte þykja líklegust

Hér smá sjá Díönu prinsessu árið 1996 lengst til hægri. Vilhjálmur, sonur hennar, er lengst til vinstri og Harry prins í miðjunni.vísir/getty
Stúlkan kom í heiminn um klukkan hálfníu á laugardagsmorgun og var 15 merkur.

Nafnið Diana kemur frá móður Vilhjálms en eins og margir muna þá lést hún í bílslysi þann 31. ágúst árið 1997. 

Þau hjónin eiga fyrir einn dreng en hann heitir Georg prins. 


Tengdar fréttir

Prinsessa fædd í London

Katrín, hertogaynja af Cambridge, kom á St Mary's spítalann snemma í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×