Lífið

Prinsessa fædd í London

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vilhjálmur og Katrín vita ekki kyn barnsins en fyrir eiga þau soninn Georg.
Vilhjálmur og Katrín vita ekki kyn barnsins en fyrir eiga þau soninn Georg. Vísir/Getty
Katrín, hertogaynja af Cambridge, fæddi í morgun stúlkubarn á St Mary's spítalanum í London. Barnið kom í heiminn um klukkan hálfníu og var 15 merkur.

Vilhjálmur prins var viðstaddur fæðinguna og heilsast bæði móður og barni vel að því er kemur fram í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni.

Prinsessan er sú fjórða í röðinni til að erfa bresku krúnuna, á eftir afa sínum, Karli Bretaprins, pabba og bróður, Georgi prins.

Tveir lögregluþjónar gæta nú dyranna að Lindo-væng spítalans þar sem Katrín átti stúlkuna. Þá er fjöldi fjölmiðlamanna samankominn við spítalann auk aðdáenda konungsfjölskyldunnar sem bíða í ofvæni eftir nýjasta fjölskyldumeðlimnum.


Tengdar fréttir

Eiga von á barninu í apríl

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja af Cambridge hafa nú staðfest að þau eigi von á sínu öðru barni í apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.