Átta milljónir til eflingar á fræðasamstarfi Íslands og Japans Atli Ísleifsson skrifar 30. apríl 2015 11:00 Frá verðlaunaafhendingunni fyrr í dag. Vísir/HÍ Sjö styrkjum var í dag úthlutað til íslenskra og japanskra nemenda og vísindamanna úr Watanabe-styrktarsjóðnum við Háskóla Íslands við athöfn í Hátíðasal skólans. Toshizo Watanabe, stofnandi sjóðsins, var viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Styrkirnir nema samtals um átta milljónum króna og nýtast til skiptináms og rannsóknasamstarfs milli Háskóla Íslands og japanskra háskóla. Í tilkynningu frá háskólanum segir að þetta sé í fimmta sinn sem úthlutað sé úr sjóðnum sem hefur það að markmiði að efla tengsl íslensks og japansks fræðasamfélags. Þrír nemendur við Háskóla Íslands og einn starfsmaður skólans hlutu styrk að þessu sinni og tveir nemendur og einn prófessor við þrjá japanska háskóla. Styrkþegarnir eru:Eggert Örn Sigurðsson, BA-nemi í japönsku máli og menningu við Háskóla Íslands, hlýtur styrk til skiptináms við Kyushu-háskóla í Fukuoka í Japan.Karítas Hrundar Pálsdóttir, BA-nemi í íslensku við Háskóla Íslands með japönsku sem aukagrein, hlýtur styrk til skiptináms við Waseda-háskóla í Japan.Magdalena Schmid, doktorsnemi í fornleifafræði við Háskóla Íslands, fær styrk til námsdvalar við Tokyo Metropolitan University í Japan.Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, sérfræðingur í áfallastjórnun við Rannsóknamiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði, hlýtur styrk til rannsóknardvalar við Rannsóknamiðstöð um hamfarastjórnun (DPRI) við Kyoto-háskóla í Japan. Anna Katoka, BA-nemi í enskum og bandarískum bókmenntum við Ritsumeikan-háskóla í Japan, hlýtur styrk til skiptináms við Háskóla Íslands.Shotaro Yamamoto, BA-nemi í þýðingarfræðum við Waseda-háskóla, hlýtur styrk til að nema íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands.Yuki Masami, umhverfisrýnir og prófessor í ensku og umhverfisfræðum við Kanazawa-háskóla, hlýtur styrk til eins mánaðar dvalar á Íslandi þar sem hún hyggst leita samstarfs við vísindamenn bæði við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði og í höfuðstöðvum Háskóla Íslands í Reykjavík. „Um Watanabe-styrktasjóðinn við Háskóla Íslands: Watanabe-styrktarsjóðurinn var stofnaður við Háskóla Íslands árið 2008 og hefur það markmið að styrkja gagnkvæm fræðileg tengsl Íslands og Japans. Sjóðurinn veitir íslenskum stúdentum og vísindamönnum einstakt tækifæri til að nema og starfa í japönsku háskólasamfélagi og það sama gildir um japanska stúdenta og vísindamenn sem eiga þess kost að koma til Íslands. Toshizo Watanabe, sem lagði fram stofnfé sjóðsins, er frumkvöðull og einn af aðstandendum Nikken-fyrirtækisins sem hefur höfuðstöðvar í Bandaríkjunum. Á yngri árum var hann skiptinemi við Brandeis-háskólann í Waltham í Massachusettes í Bandaríkjunum og kynntist þar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands. Watanabe fékk styrk til námsferðarinnar í Bandaríkjunum og var ævinlega þakklátur þeim sem studdu hann til náms. Við undirritun stofnskrár sjóðsins sagðist Watanabe vilja endurgjalda aðstoðina með því að setja sjálfur á fót sjóð til að styrkja ungt fólk til náms erlendis. Hann hafði því samband við Geir H. Haarde, gamla skólabróður sinn, með það í huga að stofna sjóð við íslenskan háskóla. Toshizo Watanabe ávarpaði styrkþega og aðra gesti við athöfnina í dag. Hann situr í stjórn styrktarsjóðsins ásamt Má Mássyni, prófessor í lyfjaefnafræði við Háskóla Íslands, og Ingimundi Sigfússyni, cand.jur. og fyrrverandi sendiherra í Japan,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Sjö styrkjum var í dag úthlutað til íslenskra og japanskra nemenda og vísindamanna úr Watanabe-styrktarsjóðnum við Háskóla Íslands við athöfn í Hátíðasal skólans. Toshizo Watanabe, stofnandi sjóðsins, var viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Styrkirnir nema samtals um átta milljónum króna og nýtast til skiptináms og rannsóknasamstarfs milli Háskóla Íslands og japanskra háskóla. Í tilkynningu frá háskólanum segir að þetta sé í fimmta sinn sem úthlutað sé úr sjóðnum sem hefur það að markmiði að efla tengsl íslensks og japansks fræðasamfélags. Þrír nemendur við Háskóla Íslands og einn starfsmaður skólans hlutu styrk að þessu sinni og tveir nemendur og einn prófessor við þrjá japanska háskóla. Styrkþegarnir eru:Eggert Örn Sigurðsson, BA-nemi í japönsku máli og menningu við Háskóla Íslands, hlýtur styrk til skiptináms við Kyushu-háskóla í Fukuoka í Japan.Karítas Hrundar Pálsdóttir, BA-nemi í íslensku við Háskóla Íslands með japönsku sem aukagrein, hlýtur styrk til skiptináms við Waseda-háskóla í Japan.Magdalena Schmid, doktorsnemi í fornleifafræði við Háskóla Íslands, fær styrk til námsdvalar við Tokyo Metropolitan University í Japan.Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, sérfræðingur í áfallastjórnun við Rannsóknamiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði, hlýtur styrk til rannsóknardvalar við Rannsóknamiðstöð um hamfarastjórnun (DPRI) við Kyoto-háskóla í Japan. Anna Katoka, BA-nemi í enskum og bandarískum bókmenntum við Ritsumeikan-háskóla í Japan, hlýtur styrk til skiptináms við Háskóla Íslands.Shotaro Yamamoto, BA-nemi í þýðingarfræðum við Waseda-háskóla, hlýtur styrk til að nema íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands.Yuki Masami, umhverfisrýnir og prófessor í ensku og umhverfisfræðum við Kanazawa-háskóla, hlýtur styrk til eins mánaðar dvalar á Íslandi þar sem hún hyggst leita samstarfs við vísindamenn bæði við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði og í höfuðstöðvum Háskóla Íslands í Reykjavík. „Um Watanabe-styrktasjóðinn við Háskóla Íslands: Watanabe-styrktarsjóðurinn var stofnaður við Háskóla Íslands árið 2008 og hefur það markmið að styrkja gagnkvæm fræðileg tengsl Íslands og Japans. Sjóðurinn veitir íslenskum stúdentum og vísindamönnum einstakt tækifæri til að nema og starfa í japönsku háskólasamfélagi og það sama gildir um japanska stúdenta og vísindamenn sem eiga þess kost að koma til Íslands. Toshizo Watanabe, sem lagði fram stofnfé sjóðsins, er frumkvöðull og einn af aðstandendum Nikken-fyrirtækisins sem hefur höfuðstöðvar í Bandaríkjunum. Á yngri árum var hann skiptinemi við Brandeis-háskólann í Waltham í Massachusettes í Bandaríkjunum og kynntist þar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands. Watanabe fékk styrk til námsferðarinnar í Bandaríkjunum og var ævinlega þakklátur þeim sem studdu hann til náms. Við undirritun stofnskrár sjóðsins sagðist Watanabe vilja endurgjalda aðstoðina með því að setja sjálfur á fót sjóð til að styrkja ungt fólk til náms erlendis. Hann hafði því samband við Geir H. Haarde, gamla skólabróður sinn, með það í huga að stofna sjóð við íslenskan háskóla. Toshizo Watanabe ávarpaði styrkþega og aðra gesti við athöfnina í dag. Hann situr í stjórn styrktarsjóðsins ásamt Má Mássyni, prófessor í lyfjaefnafræði við Háskóla Íslands, og Ingimundi Sigfússyni, cand.jur. og fyrrverandi sendiherra í Japan,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent