Átta milljónir til eflingar á fræðasamstarfi Íslands og Japans Atli Ísleifsson skrifar 30. apríl 2015 11:00 Frá verðlaunaafhendingunni fyrr í dag. Vísir/HÍ Sjö styrkjum var í dag úthlutað til íslenskra og japanskra nemenda og vísindamanna úr Watanabe-styrktarsjóðnum við Háskóla Íslands við athöfn í Hátíðasal skólans. Toshizo Watanabe, stofnandi sjóðsins, var viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Styrkirnir nema samtals um átta milljónum króna og nýtast til skiptináms og rannsóknasamstarfs milli Háskóla Íslands og japanskra háskóla. Í tilkynningu frá háskólanum segir að þetta sé í fimmta sinn sem úthlutað sé úr sjóðnum sem hefur það að markmiði að efla tengsl íslensks og japansks fræðasamfélags. Þrír nemendur við Háskóla Íslands og einn starfsmaður skólans hlutu styrk að þessu sinni og tveir nemendur og einn prófessor við þrjá japanska háskóla. Styrkþegarnir eru:Eggert Örn Sigurðsson, BA-nemi í japönsku máli og menningu við Háskóla Íslands, hlýtur styrk til skiptináms við Kyushu-háskóla í Fukuoka í Japan.Karítas Hrundar Pálsdóttir, BA-nemi í íslensku við Háskóla Íslands með japönsku sem aukagrein, hlýtur styrk til skiptináms við Waseda-háskóla í Japan.Magdalena Schmid, doktorsnemi í fornleifafræði við Háskóla Íslands, fær styrk til námsdvalar við Tokyo Metropolitan University í Japan.Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, sérfræðingur í áfallastjórnun við Rannsóknamiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði, hlýtur styrk til rannsóknardvalar við Rannsóknamiðstöð um hamfarastjórnun (DPRI) við Kyoto-háskóla í Japan. Anna Katoka, BA-nemi í enskum og bandarískum bókmenntum við Ritsumeikan-háskóla í Japan, hlýtur styrk til skiptináms við Háskóla Íslands.Shotaro Yamamoto, BA-nemi í þýðingarfræðum við Waseda-háskóla, hlýtur styrk til að nema íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands.Yuki Masami, umhverfisrýnir og prófessor í ensku og umhverfisfræðum við Kanazawa-háskóla, hlýtur styrk til eins mánaðar dvalar á Íslandi þar sem hún hyggst leita samstarfs við vísindamenn bæði við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði og í höfuðstöðvum Háskóla Íslands í Reykjavík. „Um Watanabe-styrktasjóðinn við Háskóla Íslands: Watanabe-styrktarsjóðurinn var stofnaður við Háskóla Íslands árið 2008 og hefur það markmið að styrkja gagnkvæm fræðileg tengsl Íslands og Japans. Sjóðurinn veitir íslenskum stúdentum og vísindamönnum einstakt tækifæri til að nema og starfa í japönsku háskólasamfélagi og það sama gildir um japanska stúdenta og vísindamenn sem eiga þess kost að koma til Íslands. Toshizo Watanabe, sem lagði fram stofnfé sjóðsins, er frumkvöðull og einn af aðstandendum Nikken-fyrirtækisins sem hefur höfuðstöðvar í Bandaríkjunum. Á yngri árum var hann skiptinemi við Brandeis-háskólann í Waltham í Massachusettes í Bandaríkjunum og kynntist þar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands. Watanabe fékk styrk til námsferðarinnar í Bandaríkjunum og var ævinlega þakklátur þeim sem studdu hann til náms. Við undirritun stofnskrár sjóðsins sagðist Watanabe vilja endurgjalda aðstoðina með því að setja sjálfur á fót sjóð til að styrkja ungt fólk til náms erlendis. Hann hafði því samband við Geir H. Haarde, gamla skólabróður sinn, með það í huga að stofna sjóð við íslenskan háskóla. Toshizo Watanabe ávarpaði styrkþega og aðra gesti við athöfnina í dag. Hann situr í stjórn styrktarsjóðsins ásamt Má Mássyni, prófessor í lyfjaefnafræði við Háskóla Íslands, og Ingimundi Sigfússyni, cand.jur. og fyrrverandi sendiherra í Japan,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Sjö styrkjum var í dag úthlutað til íslenskra og japanskra nemenda og vísindamanna úr Watanabe-styrktarsjóðnum við Háskóla Íslands við athöfn í Hátíðasal skólans. Toshizo Watanabe, stofnandi sjóðsins, var viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Styrkirnir nema samtals um átta milljónum króna og nýtast til skiptináms og rannsóknasamstarfs milli Háskóla Íslands og japanskra háskóla. Í tilkynningu frá háskólanum segir að þetta sé í fimmta sinn sem úthlutað sé úr sjóðnum sem hefur það að markmiði að efla tengsl íslensks og japansks fræðasamfélags. Þrír nemendur við Háskóla Íslands og einn starfsmaður skólans hlutu styrk að þessu sinni og tveir nemendur og einn prófessor við þrjá japanska háskóla. Styrkþegarnir eru:Eggert Örn Sigurðsson, BA-nemi í japönsku máli og menningu við Háskóla Íslands, hlýtur styrk til skiptináms við Kyushu-háskóla í Fukuoka í Japan.Karítas Hrundar Pálsdóttir, BA-nemi í íslensku við Háskóla Íslands með japönsku sem aukagrein, hlýtur styrk til skiptináms við Waseda-háskóla í Japan.Magdalena Schmid, doktorsnemi í fornleifafræði við Háskóla Íslands, fær styrk til námsdvalar við Tokyo Metropolitan University í Japan.Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, sérfræðingur í áfallastjórnun við Rannsóknamiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði, hlýtur styrk til rannsóknardvalar við Rannsóknamiðstöð um hamfarastjórnun (DPRI) við Kyoto-háskóla í Japan. Anna Katoka, BA-nemi í enskum og bandarískum bókmenntum við Ritsumeikan-háskóla í Japan, hlýtur styrk til skiptináms við Háskóla Íslands.Shotaro Yamamoto, BA-nemi í þýðingarfræðum við Waseda-háskóla, hlýtur styrk til að nema íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands.Yuki Masami, umhverfisrýnir og prófessor í ensku og umhverfisfræðum við Kanazawa-háskóla, hlýtur styrk til eins mánaðar dvalar á Íslandi þar sem hún hyggst leita samstarfs við vísindamenn bæði við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði og í höfuðstöðvum Háskóla Íslands í Reykjavík. „Um Watanabe-styrktasjóðinn við Háskóla Íslands: Watanabe-styrktarsjóðurinn var stofnaður við Háskóla Íslands árið 2008 og hefur það markmið að styrkja gagnkvæm fræðileg tengsl Íslands og Japans. Sjóðurinn veitir íslenskum stúdentum og vísindamönnum einstakt tækifæri til að nema og starfa í japönsku háskólasamfélagi og það sama gildir um japanska stúdenta og vísindamenn sem eiga þess kost að koma til Íslands. Toshizo Watanabe, sem lagði fram stofnfé sjóðsins, er frumkvöðull og einn af aðstandendum Nikken-fyrirtækisins sem hefur höfuðstöðvar í Bandaríkjunum. Á yngri árum var hann skiptinemi við Brandeis-háskólann í Waltham í Massachusettes í Bandaríkjunum og kynntist þar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands. Watanabe fékk styrk til námsferðarinnar í Bandaríkjunum og var ævinlega þakklátur þeim sem studdu hann til náms. Við undirritun stofnskrár sjóðsins sagðist Watanabe vilja endurgjalda aðstoðina með því að setja sjálfur á fót sjóð til að styrkja ungt fólk til náms erlendis. Hann hafði því samband við Geir H. Haarde, gamla skólabróður sinn, með það í huga að stofna sjóð við íslenskan háskóla. Toshizo Watanabe ávarpaði styrkþega og aðra gesti við athöfnina í dag. Hann situr í stjórn styrktarsjóðsins ásamt Má Mássyni, prófessor í lyfjaefnafræði við Háskóla Íslands, og Ingimundi Sigfússyni, cand.jur. og fyrrverandi sendiherra í Japan,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira