Anna Kristjáns tvítug: „Það sem gildir umfram allt er að vera jákvæð“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. apríl 2015 18:33 Anna fyrr og nú. Tuttugu ár eru síðan Anna Kristjánsdóttir fór í kynleiðréttingaraðgerð í Stokkhólmi. Hún er samkvæmt opinberum tölum annar Íslendingurinn sem hefur farið í slíka aðgerð og var sú fyrsta til þess að tjá sig um málið opinberlega. Anna skrifaði pistil á vef Kvennablaðsins í gær þar sem hún fagnar áfanganum. „Vissulega lauk erfiðleikunum ekki með aðgerðinni, þvert á móti jukust þeir vegna fordóma einstaklinga sem töldu mig betur dauða en lifandi, þar sem örfáir hafa fundið ástæðu til að lumbra á mér eða að niðurlægja mig á annan hátt, en sem betur fer eru þeir margfalt fleiri sem studdu mig og standa enn með mér og öðrum þeim sem ganga í gegnum aðgerðarferli til leiðréttingar,“ skrifar Anna í pistlinum. Hún segist þó aldrei hafa séð eftir ákvörðun sinni enda sé hún það jákvæðasta sem hafi komið fyrir hana á lífsleiðinni. Allt hafi verið á niðurleið hjá henni árin áður en hún fékk samþykki fyrir því að hefja aðgerðarferlið. „Því hafa seinni tíma erfiðleikar verið léttvægir í samanburði við nánast ókleyfa erfiðleikana sem blöstu við mér áður en Gunnar Hambert prófessor og yfirlæknir við sjúkrahúsið í Uppsölum opnaði dyrnar fyrir mér í Svíþjóð.“ Anna gekkst undir aðgerðina 24. apríl árið 1995 á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. „Ég lá á spítalanum í ellefu daga eftir aðgerðina en var frá vinnu í tvo mánuði á eftir.“ Anna starfaði lengi á sjó en nú starfar hún hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hún er vélfræðingur að mennt. Hún ákvað frá upphafi að hún ætlaði að reyna að beita húmornum og taka létt á hlutunum „og hefur það gengið misjafnlega, oft valdið misskilingi og jafnvel vinslitum á Facebook, en síður í raunheimum, þó einhverjum.“ Anna segist nú orðin nógu gömul til þess að fara í Ríkið. „Það sem gildir umfram allt er að vera jákvæð.“ Pistil Önnu má lesa hér.Anna hefur barist ötullega fyrir réttindum transfólks á Íslandi.Vísir/Valgarður Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Tuttugu ár eru síðan Anna Kristjánsdóttir fór í kynleiðréttingaraðgerð í Stokkhólmi. Hún er samkvæmt opinberum tölum annar Íslendingurinn sem hefur farið í slíka aðgerð og var sú fyrsta til þess að tjá sig um málið opinberlega. Anna skrifaði pistil á vef Kvennablaðsins í gær þar sem hún fagnar áfanganum. „Vissulega lauk erfiðleikunum ekki með aðgerðinni, þvert á móti jukust þeir vegna fordóma einstaklinga sem töldu mig betur dauða en lifandi, þar sem örfáir hafa fundið ástæðu til að lumbra á mér eða að niðurlægja mig á annan hátt, en sem betur fer eru þeir margfalt fleiri sem studdu mig og standa enn með mér og öðrum þeim sem ganga í gegnum aðgerðarferli til leiðréttingar,“ skrifar Anna í pistlinum. Hún segist þó aldrei hafa séð eftir ákvörðun sinni enda sé hún það jákvæðasta sem hafi komið fyrir hana á lífsleiðinni. Allt hafi verið á niðurleið hjá henni árin áður en hún fékk samþykki fyrir því að hefja aðgerðarferlið. „Því hafa seinni tíma erfiðleikar verið léttvægir í samanburði við nánast ókleyfa erfiðleikana sem blöstu við mér áður en Gunnar Hambert prófessor og yfirlæknir við sjúkrahúsið í Uppsölum opnaði dyrnar fyrir mér í Svíþjóð.“ Anna gekkst undir aðgerðina 24. apríl árið 1995 á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. „Ég lá á spítalanum í ellefu daga eftir aðgerðina en var frá vinnu í tvo mánuði á eftir.“ Anna starfaði lengi á sjó en nú starfar hún hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hún er vélfræðingur að mennt. Hún ákvað frá upphafi að hún ætlaði að reyna að beita húmornum og taka létt á hlutunum „og hefur það gengið misjafnlega, oft valdið misskilingi og jafnvel vinslitum á Facebook, en síður í raunheimum, þó einhverjum.“ Anna segist nú orðin nógu gömul til þess að fara í Ríkið. „Það sem gildir umfram allt er að vera jákvæð.“ Pistil Önnu má lesa hér.Anna hefur barist ötullega fyrir réttindum transfólks á Íslandi.Vísir/Valgarður
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira