Sport

Tinna og Kári Íslandsmeistarar

Tinna með bikarinn í dag.
Tinna með bikarinn í dag. mynd/tbr
Tinna Helgadóttir og Kári Gunnarsson tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í einliðaleik í badminton.

Tinna lagði Margréti Jóhannsdóttir í úrslitum, 2-0. Tinna vann fyrstu lotuna eftir að hafa leitt leikinn í annars jafnri lotu en hún var yfir með tveimur stigum framan af allri fyrri lotunni.

Lotunni lauk 21-18 fyrir Tnnu. Önnur lotan var mun auðveldari fyrir Tinnu sem vann hana 21-11.

Tinna hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn þrisvar áður, árin 2009, 2013 og 2014. Þetta er því fjórði Íslandsmeistaratitill hennar.

Kári vann Skagamanninn Egil G. Guðlaugsson í úrslitaleik, 21-10 og 21-12.

Elsa Nielsen og Rakel Jóhannesdóttir TBR léku til úrslita í tvíliðaleik kvenna  gegn Drífu Harðardóttur ÍA og Tinnu Helgadóttur TBR en Drífa og Tinna búa báðar í Danmörku og keppa í dönsku deildinni.

Drífa og Tinna unnu fyrri lotuna 21-16. Seinni lotuna unnu þær 21-12 og hömpuðu með því Íslandsmeistaratitli í tvíliðaleik kvenna 2015.

Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR tryggðu sér titilinn í í tvenndarleik. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill þeirra Daníels og Margrétar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×