Mikil líkindi með Stokkseyrarmálinu og nýrri íslenskri glæpamynd Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2015 23:02 Skjáskot úr stiklu fyrir myndina Austur sem frumsýnd verður á föstudag en hér sést Björn Stefánsson í hlutverki fórnarlambsins. Vísir/YouTube Ungur maður á einnar nætur gaman með fyrrverandi unnustu og barnsmóður ofbeldisfulls glæpamanns sem er í mikilli neyslu. Hann er tekinn gíslingu af gengi glæpamannsins með það fyrir augum að kúga út úr honum fé. Þegar þau áform verða að engu þá skapast atburðarás þar sem líf unga mannsins er í stórhættu. Ungi maðurinn er orðin gísl gengisins sem bregður á það ráð að fara austur fyrir fjall í þeim erindagjörðum að losa sig við hann. Þegar þangað er komið banka þeir upp á hjá gömlum félaga glæpamannsins sem er að reyna að snúa við blaðinu og ná lífi sínu á réttan kjöl. Þannig hljómar söguþráður kvikmyndarinnar Austur sem verður frumsýnd á föstudag og er sögð innblásin af raunverulegum atburðum úr íslenskum undirheimum. Einhverjir hafa séð líkindi með söguþræði myndarinnar og Stokkseyrarmálinu svokallaða. Í því máli fengu fimm menn fangelsisdóm en þeirra á meðal var Stefán Logi Sívarsson sem var dæmdur til sex ára fangelsisvistar.Sjá einnig:Stefán Logi og Stefán Blackburn dæmdir í sex ára fangelsiFimmmenningarnir voru dæmdir fyrir mannrán á tveimur mönnum en annar þeirra var félagi þeirra sem sagði Stefáni Loga frá ástarsambandi fyrrverandi kærustu Stefáns Loga og annars manns. Manninum sem sagði Stefáni Loga frá ástarsambandinu var haldið í hálfan sólarhring þar sem hann var beittur ofbeldi. Þá var maðurinn sem átti í sambandi við fyrrverandi kærustu Stefáns Loga einnig haldið nauðugum og beittur ofbeldi. Farið var með hann á Stokkseyri þar sem hann var beittur frekara ofbeldi og skilinn eftir í kjallara í húsi á Stokkseyri. Hann var síðar leystur úr haldi af húsráðanda á Stokkseyri.Sjá einnig:Stokkseyrarmálið: Fórnarlambið sveipað plastiJón Atli Jónasson.Jón Atli Jónasson er leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar Austur en hann segir myndina ekki eingöngu byggða á Stokkseyrarmálinu. „Það hafa komið upp nokkur svona mál og í raun eru þau svona kveikjan að þessu. Við erum ekki að gera mynd um þetta eina sérstaka mál. Auðvitað er margt líkt með því. Þegar um svona mál er að ræða þá fylgir það ákveðnum forsendum og ég er ekkert að segja það af því ég er hræddur við að segja eitthvað annað, ég er bara að segja um hvað myndin er,“segir Jón Atli. Í stiklunni fyrir myndina er tekið sérstaklega fram að hún sé stranglega bönnuð börnum. „Fólki finnst hún óhugnanleg og viðfangsefnið er það. Þannig að það er ekkert út í bláinn heldur,“segir Jón Atli og bætir við að myndin takist á við íslenskan samtíma. „Þetta er mynd sem er um eitthvað sem er að gerast núna og það er fyrst og fremst hlutverk kvikmynda, og ef þú spyrð mig persónulega, þá er það hlutverk listamanna að fjalla um samtímann fyrst og fremst. Svo er það bara með hvaða hætti menn gera það, það er bara undir þeim komið. Fyrst og fremst valdi ég þetta viðfangsefni því mig langaði til að gera mynd sem fjallar dálítið um ástandið á Íslandi í dag. Þó ég noti þessa sögu til að segja það þá hefur hún vonandi stærri vísun. Mig langaði að fanga þetta andrúmsloft sem mörgum þykir ríkja á Íslandi, einhverskonar undirliggjandi ótti og myrkur og vantraust.“ Björn Stefánsson fer með hlutverk fórnarlambsins í þessari kvikmynd, Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk húsráðanda en þeir Hjörtur Jóhann Jónsson, Vigfús Þormar Gunnarsson, Arnar Dan Kristjánsson og Kristinn Már Jóhannesson fara með hlutverk glæpamanna. Sjá má stiklu úr myndinni hér að neðan en lesendur eru minntir á að kvikmyndin er stranglega bönnuð börnum. Tengdar fréttir Brotaþoli í frelsissviptingarmáli: Hótuðu að klippa af einn putta á sólarhring „Puttarnir mínir voru settir í klippur,“ segir brotaþoli. Hann hafi ekki hafa þorað að leggja fram kæru fyrr en systir hans, sem ákærðu höfðu hótað að nauðga, var flutt til útlanda. 9. apríl 2015 10:42 Frelsissvipting í Mosfellsbæ: Hæstiréttur staðfestir sex ára fangelsi Maðurinn hélt fyrrverandi unnustu og barni nauðugum í íbúð hennar á jólanótt 2013. Hann nauðgaði henni og hótaði lífláti. 22. janúar 2015 17:04 Tíu mánaða fangelsi fyrir frelsissviptingu Hinrik Geir Helgason, einn þeirra sem dæmdir voru í Stokkseyrarmálinu svokallaða, var á mánudag dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir að hafa svipt mann frelsi. 20. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Fleiri fréttir Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Sjá meira
Ungur maður á einnar nætur gaman með fyrrverandi unnustu og barnsmóður ofbeldisfulls glæpamanns sem er í mikilli neyslu. Hann er tekinn gíslingu af gengi glæpamannsins með það fyrir augum að kúga út úr honum fé. Þegar þau áform verða að engu þá skapast atburðarás þar sem líf unga mannsins er í stórhættu. Ungi maðurinn er orðin gísl gengisins sem bregður á það ráð að fara austur fyrir fjall í þeim erindagjörðum að losa sig við hann. Þegar þangað er komið banka þeir upp á hjá gömlum félaga glæpamannsins sem er að reyna að snúa við blaðinu og ná lífi sínu á réttan kjöl. Þannig hljómar söguþráður kvikmyndarinnar Austur sem verður frumsýnd á föstudag og er sögð innblásin af raunverulegum atburðum úr íslenskum undirheimum. Einhverjir hafa séð líkindi með söguþræði myndarinnar og Stokkseyrarmálinu svokallaða. Í því máli fengu fimm menn fangelsisdóm en þeirra á meðal var Stefán Logi Sívarsson sem var dæmdur til sex ára fangelsisvistar.Sjá einnig:Stefán Logi og Stefán Blackburn dæmdir í sex ára fangelsiFimmmenningarnir voru dæmdir fyrir mannrán á tveimur mönnum en annar þeirra var félagi þeirra sem sagði Stefáni Loga frá ástarsambandi fyrrverandi kærustu Stefáns Loga og annars manns. Manninum sem sagði Stefáni Loga frá ástarsambandinu var haldið í hálfan sólarhring þar sem hann var beittur ofbeldi. Þá var maðurinn sem átti í sambandi við fyrrverandi kærustu Stefáns Loga einnig haldið nauðugum og beittur ofbeldi. Farið var með hann á Stokkseyri þar sem hann var beittur frekara ofbeldi og skilinn eftir í kjallara í húsi á Stokkseyri. Hann var síðar leystur úr haldi af húsráðanda á Stokkseyri.Sjá einnig:Stokkseyrarmálið: Fórnarlambið sveipað plastiJón Atli Jónasson.Jón Atli Jónasson er leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar Austur en hann segir myndina ekki eingöngu byggða á Stokkseyrarmálinu. „Það hafa komið upp nokkur svona mál og í raun eru þau svona kveikjan að þessu. Við erum ekki að gera mynd um þetta eina sérstaka mál. Auðvitað er margt líkt með því. Þegar um svona mál er að ræða þá fylgir það ákveðnum forsendum og ég er ekkert að segja það af því ég er hræddur við að segja eitthvað annað, ég er bara að segja um hvað myndin er,“segir Jón Atli. Í stiklunni fyrir myndina er tekið sérstaklega fram að hún sé stranglega bönnuð börnum. „Fólki finnst hún óhugnanleg og viðfangsefnið er það. Þannig að það er ekkert út í bláinn heldur,“segir Jón Atli og bætir við að myndin takist á við íslenskan samtíma. „Þetta er mynd sem er um eitthvað sem er að gerast núna og það er fyrst og fremst hlutverk kvikmynda, og ef þú spyrð mig persónulega, þá er það hlutverk listamanna að fjalla um samtímann fyrst og fremst. Svo er það bara með hvaða hætti menn gera það, það er bara undir þeim komið. Fyrst og fremst valdi ég þetta viðfangsefni því mig langaði til að gera mynd sem fjallar dálítið um ástandið á Íslandi í dag. Þó ég noti þessa sögu til að segja það þá hefur hún vonandi stærri vísun. Mig langaði að fanga þetta andrúmsloft sem mörgum þykir ríkja á Íslandi, einhverskonar undirliggjandi ótti og myrkur og vantraust.“ Björn Stefánsson fer með hlutverk fórnarlambsins í þessari kvikmynd, Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk húsráðanda en þeir Hjörtur Jóhann Jónsson, Vigfús Þormar Gunnarsson, Arnar Dan Kristjánsson og Kristinn Már Jóhannesson fara með hlutverk glæpamanna. Sjá má stiklu úr myndinni hér að neðan en lesendur eru minntir á að kvikmyndin er stranglega bönnuð börnum.
Tengdar fréttir Brotaþoli í frelsissviptingarmáli: Hótuðu að klippa af einn putta á sólarhring „Puttarnir mínir voru settir í klippur,“ segir brotaþoli. Hann hafi ekki hafa þorað að leggja fram kæru fyrr en systir hans, sem ákærðu höfðu hótað að nauðga, var flutt til útlanda. 9. apríl 2015 10:42 Frelsissvipting í Mosfellsbæ: Hæstiréttur staðfestir sex ára fangelsi Maðurinn hélt fyrrverandi unnustu og barni nauðugum í íbúð hennar á jólanótt 2013. Hann nauðgaði henni og hótaði lífláti. 22. janúar 2015 17:04 Tíu mánaða fangelsi fyrir frelsissviptingu Hinrik Geir Helgason, einn þeirra sem dæmdir voru í Stokkseyrarmálinu svokallaða, var á mánudag dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir að hafa svipt mann frelsi. 20. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Fleiri fréttir Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Sjá meira
Brotaþoli í frelsissviptingarmáli: Hótuðu að klippa af einn putta á sólarhring „Puttarnir mínir voru settir í klippur,“ segir brotaþoli. Hann hafi ekki hafa þorað að leggja fram kæru fyrr en systir hans, sem ákærðu höfðu hótað að nauðga, var flutt til útlanda. 9. apríl 2015 10:42
Frelsissvipting í Mosfellsbæ: Hæstiréttur staðfestir sex ára fangelsi Maðurinn hélt fyrrverandi unnustu og barni nauðugum í íbúð hennar á jólanótt 2013. Hann nauðgaði henni og hótaði lífláti. 22. janúar 2015 17:04
Tíu mánaða fangelsi fyrir frelsissviptingu Hinrik Geir Helgason, einn þeirra sem dæmdir voru í Stokkseyrarmálinu svokallaða, var á mánudag dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir að hafa svipt mann frelsi. 20. nóvember 2014 07:00
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“