Undramark Adam dugði ekki til | Sjáðu markið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2015 00:01 Chelsea náði sjö stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri á Stoke City á heimavelli í kvöld. Leiksins verður þó fyrst og síðast minnst fyrir stórkostlegt mark Charlie Adam, leikmanns Stoke, sem skoraði með stórkostlegu skoti, langt fyrir aftan miðju, sem fór í boga yfir Thibaut Courtois, markmann Chelsea, sem stóð of framarlega.Markið ævintýralega má sjá í spilaranum hér að ofan og mörk Chelsea hér að neðan. Adam jafnaði metin í 1-1 á 44. mínútu, fimm mínútum eftir að Eden Hazard kom Chelsea yfir með marki úr vítaspyrnu. Hazard, sem var besti maður vallarins, átti svo stóran þátt í sigurmarki Chelsea sem Loic Rémy skoraði á 62. mínútu. Asmir Begovic, sem hafði leikið svo vel í marki Stoke, átti þá misheppnað kast fram völlinn. Heimamenn voru fljótir að refsa, Hazard lék inn fyrir vörn Stoke og sendi svo boltann til hliðar á Rémy sem skoraði í opið markið. Þetta var í sjöunda sinn í vetur sem Hazard leggur upp og skorar í sama deildarleiknum. Belginn er allt í allt kominn með 12 mörk og sjö stoðsendingar í deildinni í vetur. Chelsea varð þó fyrir áfalli þegar Diego Costa varð að yfirgefa völlinn snemma í seinni hálfleik vegna meiðsla aftan í læri. Chelsea er með 70 stig í toppsæti deildarinnar og stefnir hraðbyri að fimmta Englandsmeistaratitlinum í sögu félagsins. Stoke hefur tapað þremur leikum í röð og situr í 10. sæti deildarinnar.Hazard kemur Chelsea yfir Remy kemur Chelsea í 2-1 Enski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Chelsea náði sjö stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri á Stoke City á heimavelli í kvöld. Leiksins verður þó fyrst og síðast minnst fyrir stórkostlegt mark Charlie Adam, leikmanns Stoke, sem skoraði með stórkostlegu skoti, langt fyrir aftan miðju, sem fór í boga yfir Thibaut Courtois, markmann Chelsea, sem stóð of framarlega.Markið ævintýralega má sjá í spilaranum hér að ofan og mörk Chelsea hér að neðan. Adam jafnaði metin í 1-1 á 44. mínútu, fimm mínútum eftir að Eden Hazard kom Chelsea yfir með marki úr vítaspyrnu. Hazard, sem var besti maður vallarins, átti svo stóran þátt í sigurmarki Chelsea sem Loic Rémy skoraði á 62. mínútu. Asmir Begovic, sem hafði leikið svo vel í marki Stoke, átti þá misheppnað kast fram völlinn. Heimamenn voru fljótir að refsa, Hazard lék inn fyrir vörn Stoke og sendi svo boltann til hliðar á Rémy sem skoraði í opið markið. Þetta var í sjöunda sinn í vetur sem Hazard leggur upp og skorar í sama deildarleiknum. Belginn er allt í allt kominn með 12 mörk og sjö stoðsendingar í deildinni í vetur. Chelsea varð þó fyrir áfalli þegar Diego Costa varð að yfirgefa völlinn snemma í seinni hálfleik vegna meiðsla aftan í læri. Chelsea er með 70 stig í toppsæti deildarinnar og stefnir hraðbyri að fimmta Englandsmeistaratitlinum í sögu félagsins. Stoke hefur tapað þremur leikum í röð og situr í 10. sæti deildarinnar.Hazard kemur Chelsea yfir Remy kemur Chelsea í 2-1
Enski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira