Eiður Smári: Þarf ekki að sanna mig fyrir neinum en það er gaman að minna á sig Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2015 08:00 Eiður Smári. vísir/afp Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta frá upphafi, var í 25 mínútna löngu viðtali í fyrsta þætti íþróttaþáttarins Akraborgin á X977 í gær. Eiður ræddi þar síðustu viku í lífi sínu sem var draumi líkust, en hann eignaðist sitt fjórða barn, stúlku, og skoraði þrjú mörk í þremur leikjum fyrir Ísland og Bolton.Sjá einnig:Eiður Smári og Ragnhildur eignuðust stelpu „Fjórar vikur á minni lífstíð hafa verið þær bestu þegar maður á fjögur börn. Þá eru það fjórar bestu stundirnar í lífinu fyrir utan að gengið hefur vel innan vallar. Það hefur verið skemmtilegur bónus,“ segir Eiður Smári sem eignaðist stúlku eftir að hafa fengið þrjá stráka á undan því. „Það var loksins. Nú er þetta bara fullkomið. Nú er ég búinn að eignast nóg af börnum,“ segir Eiður Smári léttur.Eiður Smári fagnar markinu gegn Kasakstan.vísir/apEiður hefur spilað frábærlega fyrir Bolton síðan hann gekk í raðir liðsins, en þar á bæ halda menn ekki vatni yfir frammistöðu hans. „Þetta hefur gengið mjög vel þannig séð. Ég byrjaði að spila með liðinu í desember og mér persónulega hefur gengið mjög vel. Það jákvæða er að í undanförnum leikjum hef ég verið að bæta í markaskorun,“ segir Eiður Smári, sem leit á vistaskiptin aftur til Bolton ekki sem neina áhættu á þessu stigi ferilsins.Sjá einnig:Lennon: Ein besta vikan á ferli Eiðs Smára „Nei, ég sá enga áhættu með þessu. Ég hef í rauninni alltaf hugsað að á meðan ég sjálfur er í standi og spila af minni getu mun ég alltaf sýna mig sanna.“ „Það sem hefur verið gott í þessu er að þjálfarinn skilur stöðu mína og notar mig skynsamlega. Stundum spila ég mikið og stundum hvíli ég inn á milli. Því hef ég verið ferskur í leikjunum.“ „Það er sama á hvaða tímapunkti á ferlinum þú ferð eitthvað, þú þarft alltaf að sýna þig og sanna. Það er alveg sama í hvaða íþrótt þú ert, það þarf alltaf að sýna að maður sé betri en næsti maður til að komast í liðið.“ „Þegar rómantíkin af þessum skiptum aftur til Bolton hvarf stóð eftir að sýna eitthvað. Að sýna af hverju maður kom þangað og af hverju félagið bauð mér samning út tímabilið. Þetta snerist ekkert bara um að koma heima og heilsa fólkinu,“ segir Eiður Smári.Eiður Smári hefur verið á skotskónum fyrir Bolton.vísir/gettyEiður var án liðs í byrjun tímabilsins og var farinn að sakna fótboltans síðasta sumar þegar Evrópuboltinn var að byrja. „Eins gaman og það var að keyra börnin í skólann fannst mér hálfleiðinlegt að vita af fótbolta í heiminum og ég ekki að taka þátt. Ég sat heima eftir að hafa komið einn úr ræktinni og horfði á ensku deildina og fleiri deildir um alla Evrópu vera að byrja,“ segir Eiður Smári. „Maður tekur sér ekkert frí í eitt ár og kemur svo aftur. Eins og mér líður núna er ég ekki að fara að hætta alveg strax.“ Eiður var einnig spurður út í vistaskiptin til Monaco á sínum tíma, hvort þau hafi verið mistök. „Það er svo auðvelt að vera vitur eftir á. Ég horfi frekar á þetta sem lífsreynslu. Ég hef komið víða við og það hefur ekkert alltaf verið jákvætt eða dans á rósum. Það hefur samt alltaf verið reynsla. Maður hefur unnið sig til baka úr mótlæti og margt sem maður hefur lært af,“ segir Eiður. Eiður Smári hefur alltaf verið meðvitaður um eigin getu og segist ekkert þurfa að sanna fyrir neinum þó gaman sé að geta glatt alla stuðningsmenn með góðri frammistöðu. „Ég held maður þurfi alltaf að sanna sig sama hvar maður er. Ef einhver er valinn í landsliðið þarf hann að sanna af hverju hann er þar. Þegar maður er inn á vellinum þarf maður að sanna að maður eigi að vera þar frekar en sá sem situr á bekknum. Svo þegar maður fær vel borgað fyrir að spila fótbolta þarf maður að sanna að maður eigi launin skilin. Svona lít ég svona á þetta,“ segir Eiður Smári. „Ég veit alveg hvað ég get og ég veit alveg hvað ég get haldið lengi áfram. Ég hef trú á sjálfum mér.mér. Ég þarf ekki að sanna það fyrir neinum öðrum en auðvitað er gaman að geta glatt fólk upp í stúku og það er alltaf skemmtilegt að minna á sig,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Fótbolti Tengdar fréttir Sjáðu markið sem Eiður skoraði í gær | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen var hetja Bolton Wanderers þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Blackpool í ensku B-deildinni í gær. 5. apríl 2015 22:30 Utan vallar: Meira af Guðjohnsen og Gylfa, takk fyrir Íslenska þjóðin hefur ekki eignast mikið betri knattspyrnumenn en þá Eið Smára Guðjohnsen og Gylfa Þór Sigurðsson og að sjá þá spila hlið við hlið með íslenska landsliðinu í dag eru sannkölluð forréttindi fyrir íslensku þjóðina. 30. mars 2015 06:30 Eiður tryggði Bolton stig með marki á síðustu stundu Eiður Smári Guðjohnsen tryggði Bolton stig gegn Blackpool með marki á fjórðu mínútu í uppbótartíma í ensku B-deildinni í dag. 4. apríl 2015 16:35 „Eiður að skora 36 ára en ég á í vandræðum með stigann 34 ára" Eiður Smári Guðjohnsen spilaði sinn fyrsta landsleik í 16 mánuði í gær þegar hann var í sigurliði Íslands gegn Kazakstan í undankeppni Evrópumótsins 2016. 29. mars 2015 15:00 Eiður skoraði í öðrum leiknum í röð Eiður Smári Guðjohnsen var aftur á skotskónum þegar Bolton vann öruggan 0-3 sigur á Cardiff á útivelli í ensku B-deildinni í fótbolta í dag. 6. apríl 2015 13:11 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta frá upphafi, var í 25 mínútna löngu viðtali í fyrsta þætti íþróttaþáttarins Akraborgin á X977 í gær. Eiður ræddi þar síðustu viku í lífi sínu sem var draumi líkust, en hann eignaðist sitt fjórða barn, stúlku, og skoraði þrjú mörk í þremur leikjum fyrir Ísland og Bolton.Sjá einnig:Eiður Smári og Ragnhildur eignuðust stelpu „Fjórar vikur á minni lífstíð hafa verið þær bestu þegar maður á fjögur börn. Þá eru það fjórar bestu stundirnar í lífinu fyrir utan að gengið hefur vel innan vallar. Það hefur verið skemmtilegur bónus,“ segir Eiður Smári sem eignaðist stúlku eftir að hafa fengið þrjá stráka á undan því. „Það var loksins. Nú er þetta bara fullkomið. Nú er ég búinn að eignast nóg af börnum,“ segir Eiður Smári léttur.Eiður Smári fagnar markinu gegn Kasakstan.vísir/apEiður hefur spilað frábærlega fyrir Bolton síðan hann gekk í raðir liðsins, en þar á bæ halda menn ekki vatni yfir frammistöðu hans. „Þetta hefur gengið mjög vel þannig séð. Ég byrjaði að spila með liðinu í desember og mér persónulega hefur gengið mjög vel. Það jákvæða er að í undanförnum leikjum hef ég verið að bæta í markaskorun,“ segir Eiður Smári, sem leit á vistaskiptin aftur til Bolton ekki sem neina áhættu á þessu stigi ferilsins.Sjá einnig:Lennon: Ein besta vikan á ferli Eiðs Smára „Nei, ég sá enga áhættu með þessu. Ég hef í rauninni alltaf hugsað að á meðan ég sjálfur er í standi og spila af minni getu mun ég alltaf sýna mig sanna.“ „Það sem hefur verið gott í þessu er að þjálfarinn skilur stöðu mína og notar mig skynsamlega. Stundum spila ég mikið og stundum hvíli ég inn á milli. Því hef ég verið ferskur í leikjunum.“ „Það er sama á hvaða tímapunkti á ferlinum þú ferð eitthvað, þú þarft alltaf að sýna þig og sanna. Það er alveg sama í hvaða íþrótt þú ert, það þarf alltaf að sýna að maður sé betri en næsti maður til að komast í liðið.“ „Þegar rómantíkin af þessum skiptum aftur til Bolton hvarf stóð eftir að sýna eitthvað. Að sýna af hverju maður kom þangað og af hverju félagið bauð mér samning út tímabilið. Þetta snerist ekkert bara um að koma heima og heilsa fólkinu,“ segir Eiður Smári.Eiður Smári hefur verið á skotskónum fyrir Bolton.vísir/gettyEiður var án liðs í byrjun tímabilsins og var farinn að sakna fótboltans síðasta sumar þegar Evrópuboltinn var að byrja. „Eins gaman og það var að keyra börnin í skólann fannst mér hálfleiðinlegt að vita af fótbolta í heiminum og ég ekki að taka þátt. Ég sat heima eftir að hafa komið einn úr ræktinni og horfði á ensku deildina og fleiri deildir um alla Evrópu vera að byrja,“ segir Eiður Smári. „Maður tekur sér ekkert frí í eitt ár og kemur svo aftur. Eins og mér líður núna er ég ekki að fara að hætta alveg strax.“ Eiður var einnig spurður út í vistaskiptin til Monaco á sínum tíma, hvort þau hafi verið mistök. „Það er svo auðvelt að vera vitur eftir á. Ég horfi frekar á þetta sem lífsreynslu. Ég hef komið víða við og það hefur ekkert alltaf verið jákvætt eða dans á rósum. Það hefur samt alltaf verið reynsla. Maður hefur unnið sig til baka úr mótlæti og margt sem maður hefur lært af,“ segir Eiður. Eiður Smári hefur alltaf verið meðvitaður um eigin getu og segist ekkert þurfa að sanna fyrir neinum þó gaman sé að geta glatt alla stuðningsmenn með góðri frammistöðu. „Ég held maður þurfi alltaf að sanna sig sama hvar maður er. Ef einhver er valinn í landsliðið þarf hann að sanna af hverju hann er þar. Þegar maður er inn á vellinum þarf maður að sanna að maður eigi að vera þar frekar en sá sem situr á bekknum. Svo þegar maður fær vel borgað fyrir að spila fótbolta þarf maður að sanna að maður eigi launin skilin. Svona lít ég svona á þetta,“ segir Eiður Smári. „Ég veit alveg hvað ég get og ég veit alveg hvað ég get haldið lengi áfram. Ég hef trú á sjálfum mér.mér. Ég þarf ekki að sanna það fyrir neinum öðrum en auðvitað er gaman að geta glatt fólk upp í stúku og það er alltaf skemmtilegt að minna á sig,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti Tengdar fréttir Sjáðu markið sem Eiður skoraði í gær | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen var hetja Bolton Wanderers þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Blackpool í ensku B-deildinni í gær. 5. apríl 2015 22:30 Utan vallar: Meira af Guðjohnsen og Gylfa, takk fyrir Íslenska þjóðin hefur ekki eignast mikið betri knattspyrnumenn en þá Eið Smára Guðjohnsen og Gylfa Þór Sigurðsson og að sjá þá spila hlið við hlið með íslenska landsliðinu í dag eru sannkölluð forréttindi fyrir íslensku þjóðina. 30. mars 2015 06:30 Eiður tryggði Bolton stig með marki á síðustu stundu Eiður Smári Guðjohnsen tryggði Bolton stig gegn Blackpool með marki á fjórðu mínútu í uppbótartíma í ensku B-deildinni í dag. 4. apríl 2015 16:35 „Eiður að skora 36 ára en ég á í vandræðum með stigann 34 ára" Eiður Smári Guðjohnsen spilaði sinn fyrsta landsleik í 16 mánuði í gær þegar hann var í sigurliði Íslands gegn Kazakstan í undankeppni Evrópumótsins 2016. 29. mars 2015 15:00 Eiður skoraði í öðrum leiknum í röð Eiður Smári Guðjohnsen var aftur á skotskónum þegar Bolton vann öruggan 0-3 sigur á Cardiff á útivelli í ensku B-deildinni í fótbolta í dag. 6. apríl 2015 13:11 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Sjáðu markið sem Eiður skoraði í gær | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen var hetja Bolton Wanderers þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Blackpool í ensku B-deildinni í gær. 5. apríl 2015 22:30
Utan vallar: Meira af Guðjohnsen og Gylfa, takk fyrir Íslenska þjóðin hefur ekki eignast mikið betri knattspyrnumenn en þá Eið Smára Guðjohnsen og Gylfa Þór Sigurðsson og að sjá þá spila hlið við hlið með íslenska landsliðinu í dag eru sannkölluð forréttindi fyrir íslensku þjóðina. 30. mars 2015 06:30
Eiður tryggði Bolton stig með marki á síðustu stundu Eiður Smári Guðjohnsen tryggði Bolton stig gegn Blackpool með marki á fjórðu mínútu í uppbótartíma í ensku B-deildinni í dag. 4. apríl 2015 16:35
„Eiður að skora 36 ára en ég á í vandræðum með stigann 34 ára" Eiður Smári Guðjohnsen spilaði sinn fyrsta landsleik í 16 mánuði í gær þegar hann var í sigurliði Íslands gegn Kazakstan í undankeppni Evrópumótsins 2016. 29. mars 2015 15:00
Eiður skoraði í öðrum leiknum í röð Eiður Smári Guðjohnsen var aftur á skotskónum þegar Bolton vann öruggan 0-3 sigur á Cardiff á útivelli í ensku B-deildinni í fótbolta í dag. 6. apríl 2015 13:11