Gylfi Þór: Verðum að njóta þess að spila með Eiði Smára Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2015 10:15 Gylfi Þór Sigurðsson hefur spilað mjög vel í vetur. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea og íslenska landsliðsins, hefur spilað frábærlega í allan vetur fyrir velska liðið sem og íslenska landsliðið. Gylfi ræddi velgengni sína á tímabilinu í útvarpsþættinum Akraborgin á X977 í gær. „Ég er mjög sáttur, allavega hingað til. Ég hef fengið að spila mjög mikið. Það hefur gengið vel hjá mér persónulega sem og Swansea og landsliðinu. Tímabilið í heild sinni hefur verið mjög gott,“ sagði Gylfi Þór. „Við misstum mikilvægan mann sem spilaði upp á topp [Wilfried Bony]. Við þurftum að aðlagast því að spila með Gomis frammi. En eins og hann hefur sýnt í síðustu leikjum er hann byrjaður að skora mörk.“ Gylfi gekk aftur í raðir Swansea frá Tottenham. Han fékk aldrei að spila sína stöðu hjá Lundúnaliðinu og er oft borinn saman við leikmenn Spurs þegar það á við í enskum miðlum. Hefur það áhrif á hann? „Nei, alls ekki. Þetta er eitthvað sem fylgir fótboltanum. Leikmenn eru bornir saman. Ég velti mér lítið upp úr þessu heldur reyni að standa mig vel fyrir mitt lið,“ segir Gylfi sem viðurkennir að það sé gaman að sýna Tottenham hvað það missti. „Auðvitað er alltaf gott að geta sannað fyrir þeim sem höfðu ekki nógu mikla trú á manni að maður getur þetta. Auðvitað hefur gengið vel hjá mér en ég vil enda það ennþá betur en hefur gengið þannig vonandi næ ég að leggja upp nokkur mörk til viðbótar og skora nokkur í viðbót.“Eiður Smári fagnar markinu gegn Kasakstan.vísir/apÍsland vann Kasakstan, 3-0, í undankeppni EM 2016 í lok mars. Liðið spilaði vel og afgreiddi verkefni af fagmennsku. „Þetta var erfiður leikur, ég verð að segja eins og er. Ferðalagið var langt og við spiluðum á gervigrasi sem við erum ekki vanir,“ sagði Gylfi Þór. „Það gekk allt upp. Við skoruðum snemma í leiknum þannig hann opnaðist og það gerði okkur auðveldara um vik. Ef við hefðum ekki skorað í fyrri hálfleik hefði þetta spilast eins og leikurinn við Letta,“ sagði Gylfi Þór, en Eiður Smári Guðjohnsen sneri aftur í landsliðið í leiknum og spilað vel. Gylfi játar því að það væri ekki leiðinlegt að hafa Eið Smára yngri í þessu liði, en hann er orðinn 36 ára gamall. „Það væri auðvitað frábært að hafa hann aðeins yngri en hann er í dag. Hann er samt alveg nógu góður núna þannig við verðum að njóta þess á meðan hann spilar með okkur og nýta okkur hans reynslu og hæfileika þegar hann er heill og í góðu formi,“ sagði Gylfi Þór. „Hann er mjög mikilvægur. Hann spilaði mjög vel í síðasta leik og skoraði. Það er mjög gott að hafa mann eins og hann inn á. Það er mikil ró yfir honum og hann er frábær með boltann. Svo án bolta býr hann til mikið svæði. Það er þægilegt fyrir okkur miðjumennina að gefa á hann.“ „Það er mjög gott að spila með honum. Hann er með auga fyrir sendingum sem koma framhjá varnarmönnum í fyrstu snertingu. Það er frábært að spila með honum,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. Allt viðtalið má heyra hér að neðan. Fótbolti Tengdar fréttir Eiður Smári: Þarf ekki að sanna mig fyrir neinum en það er gaman að minna á sig Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta frá upphafi ræddi draumavikuna og margt fleira í viðtali í Akraborginni. 8. apríl 2015 08:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea og íslenska landsliðsins, hefur spilað frábærlega í allan vetur fyrir velska liðið sem og íslenska landsliðið. Gylfi ræddi velgengni sína á tímabilinu í útvarpsþættinum Akraborgin á X977 í gær. „Ég er mjög sáttur, allavega hingað til. Ég hef fengið að spila mjög mikið. Það hefur gengið vel hjá mér persónulega sem og Swansea og landsliðinu. Tímabilið í heild sinni hefur verið mjög gott,“ sagði Gylfi Þór. „Við misstum mikilvægan mann sem spilaði upp á topp [Wilfried Bony]. Við þurftum að aðlagast því að spila með Gomis frammi. En eins og hann hefur sýnt í síðustu leikjum er hann byrjaður að skora mörk.“ Gylfi gekk aftur í raðir Swansea frá Tottenham. Han fékk aldrei að spila sína stöðu hjá Lundúnaliðinu og er oft borinn saman við leikmenn Spurs þegar það á við í enskum miðlum. Hefur það áhrif á hann? „Nei, alls ekki. Þetta er eitthvað sem fylgir fótboltanum. Leikmenn eru bornir saman. Ég velti mér lítið upp úr þessu heldur reyni að standa mig vel fyrir mitt lið,“ segir Gylfi sem viðurkennir að það sé gaman að sýna Tottenham hvað það missti. „Auðvitað er alltaf gott að geta sannað fyrir þeim sem höfðu ekki nógu mikla trú á manni að maður getur þetta. Auðvitað hefur gengið vel hjá mér en ég vil enda það ennþá betur en hefur gengið þannig vonandi næ ég að leggja upp nokkur mörk til viðbótar og skora nokkur í viðbót.“Eiður Smári fagnar markinu gegn Kasakstan.vísir/apÍsland vann Kasakstan, 3-0, í undankeppni EM 2016 í lok mars. Liðið spilaði vel og afgreiddi verkefni af fagmennsku. „Þetta var erfiður leikur, ég verð að segja eins og er. Ferðalagið var langt og við spiluðum á gervigrasi sem við erum ekki vanir,“ sagði Gylfi Þór. „Það gekk allt upp. Við skoruðum snemma í leiknum þannig hann opnaðist og það gerði okkur auðveldara um vik. Ef við hefðum ekki skorað í fyrri hálfleik hefði þetta spilast eins og leikurinn við Letta,“ sagði Gylfi Þór, en Eiður Smári Guðjohnsen sneri aftur í landsliðið í leiknum og spilað vel. Gylfi játar því að það væri ekki leiðinlegt að hafa Eið Smára yngri í þessu liði, en hann er orðinn 36 ára gamall. „Það væri auðvitað frábært að hafa hann aðeins yngri en hann er í dag. Hann er samt alveg nógu góður núna þannig við verðum að njóta þess á meðan hann spilar með okkur og nýta okkur hans reynslu og hæfileika þegar hann er heill og í góðu formi,“ sagði Gylfi Þór. „Hann er mjög mikilvægur. Hann spilaði mjög vel í síðasta leik og skoraði. Það er mjög gott að hafa mann eins og hann inn á. Það er mikil ró yfir honum og hann er frábær með boltann. Svo án bolta býr hann til mikið svæði. Það er þægilegt fyrir okkur miðjumennina að gefa á hann.“ „Það er mjög gott að spila með honum. Hann er með auga fyrir sendingum sem koma framhjá varnarmönnum í fyrstu snertingu. Það er frábært að spila með honum,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. Allt viðtalið má heyra hér að neðan.
Fótbolti Tengdar fréttir Eiður Smári: Þarf ekki að sanna mig fyrir neinum en það er gaman að minna á sig Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta frá upphafi ræddi draumavikuna og margt fleira í viðtali í Akraborginni. 8. apríl 2015 08:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
Eiður Smári: Þarf ekki að sanna mig fyrir neinum en það er gaman að minna á sig Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta frá upphafi ræddi draumavikuna og margt fleira í viðtali í Akraborginni. 8. apríl 2015 08:00