Enski boltinn

Keane: Varnarleikur Valencia og Blind til háborinnar skammar | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Antonio Valencia átti ekki góðan dag.
Antonio Valencia átti ekki góðan dag.
Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, hafði fátt gott að segja um varnarleik United-liðsins þegar það féll úr leik í átta liða úrslitum enska bikarsins í gær.

Keane var einn af þremur sérfræðingum BBC á leiknum þar sem Arsenal komst í undanúrslitin með 2-1 sigri. Bæði mörk gestanna komu eftir frekar dapran varnarleik heimamanna.

Sjá einnig:Van Gaal: Við töpuðum þessum leik sjálfir

„Vörnin hjá United er galopin stundum. Þetta var skelfilegt mark að fá á sig,“ sagði Keane um fyrra mark Arsenal sem varnarmaðurinn Nacho Monreal skoraði.

„Þetta er hörmung þegar þú horfir á varnarleikinn og karakter leikmannanna. Þetta er spurning um að fórna sér fyrir liðið en þarna leggja menn bara niður störf.“

„Sjáið Blind og Valencia. Þetta er til háborinnar skammar. Svona mistök gera skólastrákar og þetta kostar liðið sigurinn. Ef þú gefur góðu liði eins og Arsenal svona tækifæri þá gerist þetta. Þetta eru of auðveld mörk að gefa. Skelfilegt. Algjörlega til skammar,“ sagði Roy Keane.

Nacho Monreal kemur Arsenal í 1-0: Welbeck skorar sigurmarkið, 2-1:

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×