Fótbolti

Saga þjálfarans sem var með leikmannalaust lið ári fyrir fyrsta leik | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jason Kreis safnaði liði hjá New York City FC.
Jason Kreis safnaði liði hjá New York City FC. vísir/getty
Jason Kreis, þjálfari New York City FC í MLS-deildinni í Bandaríkjunum, átti fyrir höndum mjög áhugavert verkefni þegar hann tók við stjórn liðsins á síðasta ári.

Þar sem NYC FC er nýtt lið í MLS-deildinni var það ekki með neina leikmenn þegar hann var ráðinn þjálfari. Það átti þá eftir að velja sér leikmenn frá öðrum félögum í deildinni auk þessa að finna sér fleiri til að fylla hópinn.

Kreis, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Bandaríkjanna, þjálfaði Real Salt Lake í sex ár eftir að spila með því síðustu tvö ár leikmannaferilsins. Hann gerði Salt Lake einu sinni að MLS-meisturum.

New York City FC er í eigu Manchester City og því eyddi Kreis sumrinu í Manchester þar sem hann hjálpaði til við æfingar hjá U21 árs liði Englandsmeistaranna.

Þar ræður Patrick Vieira, fyrrverandi leikmaður Arsenal, ríkjum, en Kreis eyddi sumrinu meira og minna sem skuggi hans og lærði að kenna fótbolta eins og City vill spila hann.

Hér að neðan má sjá myndband sem MLS-deildin gerði um sumarið hjá Kreis, en New York City FC hóf leik í MLS-deildinni um síðustu helgi þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við hitt nýja liðið, Orlando City SC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×