Yfir 62.000 manns mættu til að sjá Kaká og hann klikkaði ekki | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. mars 2015 10:30 Kaká lék sér að leikmönnm New York City FC í gærkvöldi. vísir/getty Það var boðið upp á alvöru nýliðaslag, eða nýju liða slag, þegar Orlando City SC tók á móti New York City FC í fyrstu umferð 20. leiktíðarinnar í MLS-deildinni í fótbolta í gærkvöldi. Orlando og New York, sem er í eigu Englandsmeistara Manchester City, komu inn í deildina fyrir þetta tímabil. Orlando City sem knattspyrnufélag hefur verið til í fjögur ár en spilað í USP Pro-deildinni sem er þriðja efsta deildin í Bandaríkjunum. Það lið þurfti þó formlega að leggja niður til að stofna MLS-liðið þó nafnið haldi sér, liturinn á búningunum og sami þjálfari sé við stjórnvölinn. Fótboltaáhuginn er gríðarlegur í Orlando eins og sást í gærkvöldi, en 60.000 miðar á Citrus Bowl-leikvanginn seldust upp löngu fyrir leik. Þurfti að bæta við plássi fyrir um 2.500 manns í stæði vegna beiðna um miða á leikinn. Eins og sjá má á myndunum hér að neðan var stemningin mikil, en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. David Villa, markahæsti leikmaður spænska landsliðsins frá upphafi, er skærasta stjarna NYC FC og brasilíski knattspyrnusnillingurinn Kaká fer fyrir Orlando-liðinu. Þeir komu báðir við sögu í gær. Villa lagði upp mark gestanna sem norski Bandaríkjamaðurinn Mix Diskerud skoraði á 76. mínútu með fallegu skoti úr teignum. Diskerud er landsliðsmaður Bandaríkjanna. Kaká brást þó ekki stuðningsmönnum heimamanna og skoraði jöfnunarmark úr aukaspyrnu sem fór af varnarveggnum og í netið á fyrstu mínútu í uppbótartíma. Kaká var frábær í leiknum og gat tæplega nokkur maður tekið af honum boltann.Hér má sjá það helsta úr leiknum en markið hjá Kaká má sjá neðst í fréttinni.Stemningin er mögnuð í Citrus Bowl í gærkvöldi.vísir/gettyLeikmenn ganga út á völlinn.vísir/gettyDavid Villa og Kaká eru fyrirliðar.vísir/gettyKaká sýndi snilli sína.vísir/gettyDavid Villa lagði upp mark gestanna.vísir/gettyKaká fagnar jöfnunarmarkinu.vísir/gettyvísir/gettyPost by Major League Soccer (MLS). Fótbolti Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjá meira
Það var boðið upp á alvöru nýliðaslag, eða nýju liða slag, þegar Orlando City SC tók á móti New York City FC í fyrstu umferð 20. leiktíðarinnar í MLS-deildinni í fótbolta í gærkvöldi. Orlando og New York, sem er í eigu Englandsmeistara Manchester City, komu inn í deildina fyrir þetta tímabil. Orlando City sem knattspyrnufélag hefur verið til í fjögur ár en spilað í USP Pro-deildinni sem er þriðja efsta deildin í Bandaríkjunum. Það lið þurfti þó formlega að leggja niður til að stofna MLS-liðið þó nafnið haldi sér, liturinn á búningunum og sami þjálfari sé við stjórnvölinn. Fótboltaáhuginn er gríðarlegur í Orlando eins og sást í gærkvöldi, en 60.000 miðar á Citrus Bowl-leikvanginn seldust upp löngu fyrir leik. Þurfti að bæta við plássi fyrir um 2.500 manns í stæði vegna beiðna um miða á leikinn. Eins og sjá má á myndunum hér að neðan var stemningin mikil, en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. David Villa, markahæsti leikmaður spænska landsliðsins frá upphafi, er skærasta stjarna NYC FC og brasilíski knattspyrnusnillingurinn Kaká fer fyrir Orlando-liðinu. Þeir komu báðir við sögu í gær. Villa lagði upp mark gestanna sem norski Bandaríkjamaðurinn Mix Diskerud skoraði á 76. mínútu með fallegu skoti úr teignum. Diskerud er landsliðsmaður Bandaríkjanna. Kaká brást þó ekki stuðningsmönnum heimamanna og skoraði jöfnunarmark úr aukaspyrnu sem fór af varnarveggnum og í netið á fyrstu mínútu í uppbótartíma. Kaká var frábær í leiknum og gat tæplega nokkur maður tekið af honum boltann.Hér má sjá það helsta úr leiknum en markið hjá Kaká má sjá neðst í fréttinni.Stemningin er mögnuð í Citrus Bowl í gærkvöldi.vísir/gettyLeikmenn ganga út á völlinn.vísir/gettyDavid Villa og Kaká eru fyrirliðar.vísir/gettyKaká sýndi snilli sína.vísir/gettyDavid Villa lagði upp mark gestanna.vísir/gettyKaká fagnar jöfnunarmarkinu.vísir/gettyvísir/gettyPost by Major League Soccer (MLS).
Fótbolti Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjá meira