Fótbolti

Sjáðu ansi athyglisvert sigurmark Orlando

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í nótt.
Úr leiknum í nótt. Vísir/Getty
Orlando City vann sinn fyrsta leik í MLS-deildinni i í nótt þegar liðið lagði Houston Dynamo af velli í nótt, 1-0. Eina mark leiksins var með skrautlegri hætti.

Eina mark leiksins kom eftir 74. mínútna leik. Tyler Deric, markvörður Houston Dynamo, lenti þá í allskonar vandræðum og endaði með því að skora í eigið net.

Einhverjir vilja meina að Pedro Ribeiro hafi skorað, en það er enn á reyki um hvor eigi markið.

Kaka, stórstjarna Orlando, spilaði fyrstu 82. mínútur leiksins, en þetta var fyrsti sigur Orlando. Þeir gerðu jafntefli í sínum fyrsta leik.

Markið athyglisverða má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×