„Man alveg alla fyrirlitninguna, uppnefningarnar og andlega ofbeldið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. mars 2015 10:45 Palli við Rokksafnið í Reykjanesbæ þar sem búið er að opna sýningu um hann og ferilinn. Vísir/GVA Páll Óskar Hjálmtýsson er búinn að vera poppstjarna Íslands í 20 ár. Hann fæddist í Reykjavík þann 16. mars árið 1970 og fagnaði því 45 ára afmæli sínu í gær. Af því tilefni var opnuð sýning um feril hans á Rokksafninu í Reykjanesbæ á sunnudaginn og Ísland í dag kíkti á sýninguna með stjörnunni sjálfri og fór yfir ferilinn. „Þetta er allt mitt líf, þetta er meira en ferillinn. Þetta er bara frá því ég fæddist. Mamma mín hélt að ég yrði fatahönnuður af því að ég var alltaf að teikna svo mikið, sérstaklega dúkkulísur,“ segir Palli. Aðspurður segir hann nokkuð flókið að segja nákvæmlega til um hvenær ferillinn byrjaði. „Ég vann svolítið mikið sem barn og allar upptökur sem ég hef sungið inn á plötur, og meira til, má heyra allt hérna. En ég lít svo á að lætin hafi byrjað þegar Rocky Horror-sýningin var sett upp af leikfélagi MH.“ Þetta var í janúar árið 1991 og Páll Óskar kom fram í þætti Hemma Gunn, Á tali. Hann segir að eftir þáttinn hafi síminn byrjað að hringja og hann hafi sem betur fer ekki hætt að hringja síðan.Lærði mest á floppinu Palli gaf svo út sína fyrstu sólóplötu árið 1993, Stuð. Hann segir það hafa verið fyrstu plötuna sem hann tók upp á sínum eigin forsendum. Sama ár, og nánast í sama mánuði og Stuð kom út, byrjaði Palli að spila með Millunum. En ferillinn hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Hann var til dæmis hársbreidd frá gjaldþroti í kringum aldamótin í kjölfar útgáfu plötunnar Deep Inside sem „floppaði“. „Þetta er albesta lexía sem ég hef lært í lífinu. Þarna lærði ég það að þú lærir ekki neitt fyrr en fyrsta „floppið“ kemur. Þú lærir ekki neitt á meðan það gengur allt æðislega vel en þarna lærði ég að líta í eigin barm og fara með peninga.“ Palli segir að það hafi tekið hann sex ár að vinna sig út úr skuldafjallinu sem fylgdi Deep Inside. En hvernig leið honum á þessum tíma? „Þessi ár voru ekkert einföld en mér leið samt verr á 90‘s-tímabilinu. Það var ekkert grín að koma út úr skápnum á þessum tíma og ég man alveg alla fyrirlitninguna, allar uppnefningarnar og allt andlega ofbeldið. [...] Ég sé það núna á sjálfum mér hvað ég var hengdur upp á þráð og hvað mér leið í raun og veru illa. Þetta var ekkert grín,“ segir Palli. Viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson er búinn að vera poppstjarna Íslands í 20 ár. Hann fæddist í Reykjavík þann 16. mars árið 1970 og fagnaði því 45 ára afmæli sínu í gær. Af því tilefni var opnuð sýning um feril hans á Rokksafninu í Reykjanesbæ á sunnudaginn og Ísland í dag kíkti á sýninguna með stjörnunni sjálfri og fór yfir ferilinn. „Þetta er allt mitt líf, þetta er meira en ferillinn. Þetta er bara frá því ég fæddist. Mamma mín hélt að ég yrði fatahönnuður af því að ég var alltaf að teikna svo mikið, sérstaklega dúkkulísur,“ segir Palli. Aðspurður segir hann nokkuð flókið að segja nákvæmlega til um hvenær ferillinn byrjaði. „Ég vann svolítið mikið sem barn og allar upptökur sem ég hef sungið inn á plötur, og meira til, má heyra allt hérna. En ég lít svo á að lætin hafi byrjað þegar Rocky Horror-sýningin var sett upp af leikfélagi MH.“ Þetta var í janúar árið 1991 og Páll Óskar kom fram í þætti Hemma Gunn, Á tali. Hann segir að eftir þáttinn hafi síminn byrjað að hringja og hann hafi sem betur fer ekki hætt að hringja síðan.Lærði mest á floppinu Palli gaf svo út sína fyrstu sólóplötu árið 1993, Stuð. Hann segir það hafa verið fyrstu plötuna sem hann tók upp á sínum eigin forsendum. Sama ár, og nánast í sama mánuði og Stuð kom út, byrjaði Palli að spila með Millunum. En ferillinn hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Hann var til dæmis hársbreidd frá gjaldþroti í kringum aldamótin í kjölfar útgáfu plötunnar Deep Inside sem „floppaði“. „Þetta er albesta lexía sem ég hef lært í lífinu. Þarna lærði ég það að þú lærir ekki neitt fyrr en fyrsta „floppið“ kemur. Þú lærir ekki neitt á meðan það gengur allt æðislega vel en þarna lærði ég að líta í eigin barm og fara með peninga.“ Palli segir að það hafi tekið hann sex ár að vinna sig út úr skuldafjallinu sem fylgdi Deep Inside. En hvernig leið honum á þessum tíma? „Þessi ár voru ekkert einföld en mér leið samt verr á 90‘s-tímabilinu. Það var ekkert grín að koma út úr skápnum á þessum tíma og ég man alveg alla fyrirlitninguna, allar uppnefningarnar og allt andlega ofbeldið. [...] Ég sé það núna á sjálfum mér hvað ég var hengdur upp á þráð og hvað mér leið í raun og veru illa. Þetta var ekkert grín,“ segir Palli. Viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira