„Man alveg alla fyrirlitninguna, uppnefningarnar og andlega ofbeldið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. mars 2015 10:45 Palli við Rokksafnið í Reykjanesbæ þar sem búið er að opna sýningu um hann og ferilinn. Vísir/GVA Páll Óskar Hjálmtýsson er búinn að vera poppstjarna Íslands í 20 ár. Hann fæddist í Reykjavík þann 16. mars árið 1970 og fagnaði því 45 ára afmæli sínu í gær. Af því tilefni var opnuð sýning um feril hans á Rokksafninu í Reykjanesbæ á sunnudaginn og Ísland í dag kíkti á sýninguna með stjörnunni sjálfri og fór yfir ferilinn. „Þetta er allt mitt líf, þetta er meira en ferillinn. Þetta er bara frá því ég fæddist. Mamma mín hélt að ég yrði fatahönnuður af því að ég var alltaf að teikna svo mikið, sérstaklega dúkkulísur,“ segir Palli. Aðspurður segir hann nokkuð flókið að segja nákvæmlega til um hvenær ferillinn byrjaði. „Ég vann svolítið mikið sem barn og allar upptökur sem ég hef sungið inn á plötur, og meira til, má heyra allt hérna. En ég lít svo á að lætin hafi byrjað þegar Rocky Horror-sýningin var sett upp af leikfélagi MH.“ Þetta var í janúar árið 1991 og Páll Óskar kom fram í þætti Hemma Gunn, Á tali. Hann segir að eftir þáttinn hafi síminn byrjað að hringja og hann hafi sem betur fer ekki hætt að hringja síðan.Lærði mest á floppinu Palli gaf svo út sína fyrstu sólóplötu árið 1993, Stuð. Hann segir það hafa verið fyrstu plötuna sem hann tók upp á sínum eigin forsendum. Sama ár, og nánast í sama mánuði og Stuð kom út, byrjaði Palli að spila með Millunum. En ferillinn hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Hann var til dæmis hársbreidd frá gjaldþroti í kringum aldamótin í kjölfar útgáfu plötunnar Deep Inside sem „floppaði“. „Þetta er albesta lexía sem ég hef lært í lífinu. Þarna lærði ég það að þú lærir ekki neitt fyrr en fyrsta „floppið“ kemur. Þú lærir ekki neitt á meðan það gengur allt æðislega vel en þarna lærði ég að líta í eigin barm og fara með peninga.“ Palli segir að það hafi tekið hann sex ár að vinna sig út úr skuldafjallinu sem fylgdi Deep Inside. En hvernig leið honum á þessum tíma? „Þessi ár voru ekkert einföld en mér leið samt verr á 90‘s-tímabilinu. Það var ekkert grín að koma út úr skápnum á þessum tíma og ég man alveg alla fyrirlitninguna, allar uppnefningarnar og allt andlega ofbeldið. [...] Ég sé það núna á sjálfum mér hvað ég var hengdur upp á þráð og hvað mér leið í raun og veru illa. Þetta var ekkert grín,“ segir Palli. Viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð „Við erum ekki að baða okkur í fortíðinni“ Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson er búinn að vera poppstjarna Íslands í 20 ár. Hann fæddist í Reykjavík þann 16. mars árið 1970 og fagnaði því 45 ára afmæli sínu í gær. Af því tilefni var opnuð sýning um feril hans á Rokksafninu í Reykjanesbæ á sunnudaginn og Ísland í dag kíkti á sýninguna með stjörnunni sjálfri og fór yfir ferilinn. „Þetta er allt mitt líf, þetta er meira en ferillinn. Þetta er bara frá því ég fæddist. Mamma mín hélt að ég yrði fatahönnuður af því að ég var alltaf að teikna svo mikið, sérstaklega dúkkulísur,“ segir Palli. Aðspurður segir hann nokkuð flókið að segja nákvæmlega til um hvenær ferillinn byrjaði. „Ég vann svolítið mikið sem barn og allar upptökur sem ég hef sungið inn á plötur, og meira til, má heyra allt hérna. En ég lít svo á að lætin hafi byrjað þegar Rocky Horror-sýningin var sett upp af leikfélagi MH.“ Þetta var í janúar árið 1991 og Páll Óskar kom fram í þætti Hemma Gunn, Á tali. Hann segir að eftir þáttinn hafi síminn byrjað að hringja og hann hafi sem betur fer ekki hætt að hringja síðan.Lærði mest á floppinu Palli gaf svo út sína fyrstu sólóplötu árið 1993, Stuð. Hann segir það hafa verið fyrstu plötuna sem hann tók upp á sínum eigin forsendum. Sama ár, og nánast í sama mánuði og Stuð kom út, byrjaði Palli að spila með Millunum. En ferillinn hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Hann var til dæmis hársbreidd frá gjaldþroti í kringum aldamótin í kjölfar útgáfu plötunnar Deep Inside sem „floppaði“. „Þetta er albesta lexía sem ég hef lært í lífinu. Þarna lærði ég það að þú lærir ekki neitt fyrr en fyrsta „floppið“ kemur. Þú lærir ekki neitt á meðan það gengur allt æðislega vel en þarna lærði ég að líta í eigin barm og fara með peninga.“ Palli segir að það hafi tekið hann sex ár að vinna sig út úr skuldafjallinu sem fylgdi Deep Inside. En hvernig leið honum á þessum tíma? „Þessi ár voru ekkert einföld en mér leið samt verr á 90‘s-tímabilinu. Það var ekkert grín að koma út úr skápnum á þessum tíma og ég man alveg alla fyrirlitninguna, allar uppnefningarnar og allt andlega ofbeldið. [...] Ég sé það núna á sjálfum mér hvað ég var hengdur upp á þráð og hvað mér leið í raun og veru illa. Þetta var ekkert grín,“ segir Palli. Viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð „Við erum ekki að baða okkur í fortíðinni“ Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira