Fótbolti

Zlatan er eins og Messi, Muhammad Ali og Mike Tyson - allt í einum manni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Zlatan Ibrahimovic er öflugur.
Zlatan Ibrahimovic er öflugur. vísir/getty
Umboðsmaður Zlatans Ibrahimovic, leikmanns Paris Saint-Germain, segir hann vera eins og samblanda af Lionel Messi og hnefaleikaköppunum Mike Tyson og Muhammad Ali.

Zlatan kom sér í vandræði eftir tapleik gegn Bordeaux á dögunum þegar hann sagði Frakkland vera skítaland og það ætti ekki skilið félag eins og PSG.

 

Svíinn hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir ummæli sín þrátt fyrir að biðjast afsökunar fljótlega eftir að hann lét þau falla. Þetta atvik varð til þess að orðrómur er nú uppi um að Zlatan verði seldur í sumar.

„Zlatan gæti verið seldur í sumar en þá þarf PSG virkilega að vilja selja hann. Það fær mig til að halda það séu engar líkur á að hann fari,“ segir Mino Raiola, umboðsmaður Zlatanz, í viðtali við L'Equipe.

„Hann er ennþá mikilvægasti leikmaðurinn í PSG-verkefninu. Hver á að leysa hann af? Hver er hinn nýi Zlatan? Það er ekki hægt að finna neinn eins og hann og það veit PSG.“

„Zlatan er einstakur. Hann er eini fótboltamaðurinn í heiminum sem er 196 cm en hefur samt tækni á við Lionel Messi, sama karaktar og Muhammad Ali og styrk Mikes Tysons,“ segir Mino Raiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×