Ekki þarf leyfi stjórnvalda vegna milljóna frá Sádi Arabíu Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2015 14:32 Í desember veitti Hussein Al-Daoudi viðtöku 170 milljónum króna frá Sádi Arabíu. Fjölmörgum spurningum er ósvarað. Félag múslima og Stofnun múslima á Íslandi, sem staðsett eru í Ýmishúsinu í Skógarhlíð 20, lögðu í fyrra inn fyrirspurnir til utanríkisráðuneytisins, sem snéru að hugsanlegum fjárframlögum frá Sádi Arabíu. „Í fyrra bárust okkur þrjár fyrirspurnir vegna fyrirhugaðs fjárframlags Saudi-Araba til byggingar mosku. Ein frá Félagi múslima á Íslandi, ein frá Stofnun múslima á Íslandi og ein frá sendiráði Saudi-Arabíu gagnvart Íslandi,“ segir Urður Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Hún segir jafnframt að í svörum ráðuneytisins í öllum þessum þremur tilvikum var áréttað að flutningur fjármuna af þessu tagi væri ekki háður leyfi stjórnvalda. „Á hinn bóginn þurfi slíkir fjármagnsflutningar að fara fram í samræmi við íslensk lög og reglur og sæti eftirliti Seðlabanka og fjármálastofnana meðal annars með tilliti til gjaldeyrishafta, peningaþvættis og framfylgd alþjóðlegra þvingunaraðgerða.”170 milljónir til menningarfélagsinsÁ sendiráðsvef Sádi Arabíu er greint frá því í desember í fyrra hafi sendiherra Sádi Arabíu fyrir Svíþjóð og Ísland, Saad bin Ibrahim Al-Ibrahim, afhent fyrir hönd Sádi Arabíu, fjárframlag til Íslandsdeildar Félags múslíma í Skandinavíu. Upphæðin er í íslensku samhengi rausnarleg, eða sem nemur 170 milljónum. Þeim fjármunum veitti viðtöku Hussein Al-Daoudi. Hann er svo einn þeirra sem kom að fjármögnun kaupa á Ýmishúsinu ásamt Maryam Moe og Sulaiman Abdullah Alshiddi á sínum tíma. Trúarleiðtogi þess hóps sem hefur höfuðstöðvar sínar í Ýmishúsinu, Ahmad Seddeq, kannaðist ekki við milljónir frá Sádi Arabíu, eða þær 136 milljónir sem Ólafur Ragnar Grímsson greindi frá að nýr sendiherra Sádi Arabíu ætlaði að leggja fram til stuðnings byggingu mosku. Meinið er að formaður Félags íslenskra múslíma, Sverrir Agnarsson, hefur ekki heyrt af þessum stuðningi nema í fréttum, en heimildamaðurinn fyrir þeim fjárútlátum er forseti Íslands. „Þessi peningur er ekki ætlaður okkur,“ sagði Seddeq. Það er svo enn til að flækja málið að varaformaður Félags múslíma á Íslandi, Salmann Tamimi, hefur sagst ekki vilja sjá þessa peninga, en Sverrir hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann einn tali fyrir hönd félagsins og hann vill ekki útiloka neitt í þeim efnum.Ýmsum spurningum ósvaraðÞað sem ekki liggur fyrir er hvort um einn og sama styrkinn er að ræða, þennan sem Al-Daoudi veitti viðtöku í sendiráðinu í Stokkhólmi í desember og svo þessi sem forsetinn sagði frá, eða hvort um er að ræða bæði 170 milljónir í desember og nú aftur 136 milljónir til moskunnar. Vísir hefur áréttað fyrirspurn sína til sendiráðs Sádi Arabíu í Stokkhólmi en án árangurs. Tengdar fréttir Sádi Arabía leggur 135 milljónir í byggingu mosku Alibrahim sendiherra skoðaði í gær lóðina þar sem moskan mun rísa. 5. mars 2015 17:44 Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51 Segir félagið ekki hafa tekið afstöðu gegn gjöf Sádi Arabíu Sverrir Agnarsson tekur ekki undir orð Salmans Tamimi um að neita 135 milljónum til byggingar mosku. 5. mars 2015 22:32 Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla Sverrir Agnarsson einn talar fyrir hönd Félags múslíma á Íslandi. 6. mars 2015 09:37 Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
Félag múslima og Stofnun múslima á Íslandi, sem staðsett eru í Ýmishúsinu í Skógarhlíð 20, lögðu í fyrra inn fyrirspurnir til utanríkisráðuneytisins, sem snéru að hugsanlegum fjárframlögum frá Sádi Arabíu. „Í fyrra bárust okkur þrjár fyrirspurnir vegna fyrirhugaðs fjárframlags Saudi-Araba til byggingar mosku. Ein frá Félagi múslima á Íslandi, ein frá Stofnun múslima á Íslandi og ein frá sendiráði Saudi-Arabíu gagnvart Íslandi,“ segir Urður Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Hún segir jafnframt að í svörum ráðuneytisins í öllum þessum þremur tilvikum var áréttað að flutningur fjármuna af þessu tagi væri ekki háður leyfi stjórnvalda. „Á hinn bóginn þurfi slíkir fjármagnsflutningar að fara fram í samræmi við íslensk lög og reglur og sæti eftirliti Seðlabanka og fjármálastofnana meðal annars með tilliti til gjaldeyrishafta, peningaþvættis og framfylgd alþjóðlegra þvingunaraðgerða.”170 milljónir til menningarfélagsinsÁ sendiráðsvef Sádi Arabíu er greint frá því í desember í fyrra hafi sendiherra Sádi Arabíu fyrir Svíþjóð og Ísland, Saad bin Ibrahim Al-Ibrahim, afhent fyrir hönd Sádi Arabíu, fjárframlag til Íslandsdeildar Félags múslíma í Skandinavíu. Upphæðin er í íslensku samhengi rausnarleg, eða sem nemur 170 milljónum. Þeim fjármunum veitti viðtöku Hussein Al-Daoudi. Hann er svo einn þeirra sem kom að fjármögnun kaupa á Ýmishúsinu ásamt Maryam Moe og Sulaiman Abdullah Alshiddi á sínum tíma. Trúarleiðtogi þess hóps sem hefur höfuðstöðvar sínar í Ýmishúsinu, Ahmad Seddeq, kannaðist ekki við milljónir frá Sádi Arabíu, eða þær 136 milljónir sem Ólafur Ragnar Grímsson greindi frá að nýr sendiherra Sádi Arabíu ætlaði að leggja fram til stuðnings byggingu mosku. Meinið er að formaður Félags íslenskra múslíma, Sverrir Agnarsson, hefur ekki heyrt af þessum stuðningi nema í fréttum, en heimildamaðurinn fyrir þeim fjárútlátum er forseti Íslands. „Þessi peningur er ekki ætlaður okkur,“ sagði Seddeq. Það er svo enn til að flækja málið að varaformaður Félags múslíma á Íslandi, Salmann Tamimi, hefur sagst ekki vilja sjá þessa peninga, en Sverrir hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann einn tali fyrir hönd félagsins og hann vill ekki útiloka neitt í þeim efnum.Ýmsum spurningum ósvaraðÞað sem ekki liggur fyrir er hvort um einn og sama styrkinn er að ræða, þennan sem Al-Daoudi veitti viðtöku í sendiráðinu í Stokkhólmi í desember og svo þessi sem forsetinn sagði frá, eða hvort um er að ræða bæði 170 milljónir í desember og nú aftur 136 milljónir til moskunnar. Vísir hefur áréttað fyrirspurn sína til sendiráðs Sádi Arabíu í Stokkhólmi en án árangurs.
Tengdar fréttir Sádi Arabía leggur 135 milljónir í byggingu mosku Alibrahim sendiherra skoðaði í gær lóðina þar sem moskan mun rísa. 5. mars 2015 17:44 Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51 Segir félagið ekki hafa tekið afstöðu gegn gjöf Sádi Arabíu Sverrir Agnarsson tekur ekki undir orð Salmans Tamimi um að neita 135 milljónum til byggingar mosku. 5. mars 2015 22:32 Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla Sverrir Agnarsson einn talar fyrir hönd Félags múslíma á Íslandi. 6. mars 2015 09:37 Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
Sádi Arabía leggur 135 milljónir í byggingu mosku Alibrahim sendiherra skoðaði í gær lóðina þar sem moskan mun rísa. 5. mars 2015 17:44
Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51
Segir félagið ekki hafa tekið afstöðu gegn gjöf Sádi Arabíu Sverrir Agnarsson tekur ekki undir orð Salmans Tamimi um að neita 135 milljónum til byggingar mosku. 5. mars 2015 22:32
Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla Sverrir Agnarsson einn talar fyrir hönd Félags múslíma á Íslandi. 6. mars 2015 09:37
Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02