Enski boltinn

Villa biðst afsökunar á innrás stuðningsmanna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuðningsmennirnir í gær.
Stuðningsmennirnir í gær. Vísir/Getty
Aston Villa hefur beðið West Bromwich Albion afsökunar á atviki sem átti sér stað eftir leik liðanna í átta liða úrslitum enska bikarsins í gærkvöldi. Aston Villa vann leikinn með tveimur mörkum gegn engu.

Eftir leikinn ruddust stuðningsmenn Aston Villa í stórum hluta inná völlinn til þess að fagna með sínum mönnum, en Fabian Delph, fyrirliði Villa, var meðal annars bitinn og tekinn úr skónum.

Sjá einnig: Stuðningsmenn Villa ruddust inn á völlinn | Sjáðu innrásina

„Félagið mun líða þessa framgöngu stuðningsmanna, að gera innrás inn á völlinn undir þessum kringumstæðum. Við erum mjög ósáttir með þetta því þetta átti að vera ógleymanleg og ánægjuleg stund fyrir okkar stuðningsmönnum sem réðu ekki við sig,” segir í yfirlýsingu frá Villa.

„Klúbburinn sendir sínar einlægu fyrirgefningarkveðjur á enska kanttspyrnusambandið, yfirmenn West Bromwich, stjórann Tony Pulis, leikmennina og allt hans starfslið.”

Tony Pulis, stjóri WBA, var allt annað enn sáttur í leikslok og talaði meðal annars um að þetta hafi verið stórhættulegt. Hann skaut föstum skotum að gæslunni á Villa Park í gær og segir enska knattspyrnusambandið muni líklega líta málum alvarlegum augum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×