Yfir 62.000 manns mættu til að sjá Kaká og hann klikkaði ekki | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. mars 2015 10:30 Kaká lék sér að leikmönnm New York City FC í gærkvöldi. vísir/getty Það var boðið upp á alvöru nýliðaslag, eða nýju liða slag, þegar Orlando City SC tók á móti New York City FC í fyrstu umferð 20. leiktíðarinnar í MLS-deildinni í fótbolta í gærkvöldi. Orlando og New York, sem er í eigu Englandsmeistara Manchester City, komu inn í deildina fyrir þetta tímabil. Orlando City sem knattspyrnufélag hefur verið til í fjögur ár en spilað í USP Pro-deildinni sem er þriðja efsta deildin í Bandaríkjunum. Það lið þurfti þó formlega að leggja niður til að stofna MLS-liðið þó nafnið haldi sér, liturinn á búningunum og sami þjálfari sé við stjórnvölinn. Fótboltaáhuginn er gríðarlegur í Orlando eins og sást í gærkvöldi, en 60.000 miðar á Citrus Bowl-leikvanginn seldust upp löngu fyrir leik. Þurfti að bæta við plássi fyrir um 2.500 manns í stæði vegna beiðna um miða á leikinn. Eins og sjá má á myndunum hér að neðan var stemningin mikil, en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. David Villa, markahæsti leikmaður spænska landsliðsins frá upphafi, er skærasta stjarna NYC FC og brasilíski knattspyrnusnillingurinn Kaká fer fyrir Orlando-liðinu. Þeir komu báðir við sögu í gær. Villa lagði upp mark gestanna sem norski Bandaríkjamaðurinn Mix Diskerud skoraði á 76. mínútu með fallegu skoti úr teignum. Diskerud er landsliðsmaður Bandaríkjanna. Kaká brást þó ekki stuðningsmönnum heimamanna og skoraði jöfnunarmark úr aukaspyrnu sem fór af varnarveggnum og í netið á fyrstu mínútu í uppbótartíma. Kaká var frábær í leiknum og gat tæplega nokkur maður tekið af honum boltann.Hér má sjá það helsta úr leiknum en markið hjá Kaká má sjá neðst í fréttinni.Stemningin er mögnuð í Citrus Bowl í gærkvöldi.vísir/gettyLeikmenn ganga út á völlinn.vísir/gettyDavid Villa og Kaká eru fyrirliðar.vísir/gettyKaká sýndi snilli sína.vísir/gettyDavid Villa lagði upp mark gestanna.vísir/gettyKaká fagnar jöfnunarmarkinu.vísir/gettyvísir/gettyPost by Major League Soccer (MLS). Fótbolti Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Sjá meira
Það var boðið upp á alvöru nýliðaslag, eða nýju liða slag, þegar Orlando City SC tók á móti New York City FC í fyrstu umferð 20. leiktíðarinnar í MLS-deildinni í fótbolta í gærkvöldi. Orlando og New York, sem er í eigu Englandsmeistara Manchester City, komu inn í deildina fyrir þetta tímabil. Orlando City sem knattspyrnufélag hefur verið til í fjögur ár en spilað í USP Pro-deildinni sem er þriðja efsta deildin í Bandaríkjunum. Það lið þurfti þó formlega að leggja niður til að stofna MLS-liðið þó nafnið haldi sér, liturinn á búningunum og sami þjálfari sé við stjórnvölinn. Fótboltaáhuginn er gríðarlegur í Orlando eins og sást í gærkvöldi, en 60.000 miðar á Citrus Bowl-leikvanginn seldust upp löngu fyrir leik. Þurfti að bæta við plássi fyrir um 2.500 manns í stæði vegna beiðna um miða á leikinn. Eins og sjá má á myndunum hér að neðan var stemningin mikil, en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. David Villa, markahæsti leikmaður spænska landsliðsins frá upphafi, er skærasta stjarna NYC FC og brasilíski knattspyrnusnillingurinn Kaká fer fyrir Orlando-liðinu. Þeir komu báðir við sögu í gær. Villa lagði upp mark gestanna sem norski Bandaríkjamaðurinn Mix Diskerud skoraði á 76. mínútu með fallegu skoti úr teignum. Diskerud er landsliðsmaður Bandaríkjanna. Kaká brást þó ekki stuðningsmönnum heimamanna og skoraði jöfnunarmark úr aukaspyrnu sem fór af varnarveggnum og í netið á fyrstu mínútu í uppbótartíma. Kaká var frábær í leiknum og gat tæplega nokkur maður tekið af honum boltann.Hér má sjá það helsta úr leiknum en markið hjá Kaká má sjá neðst í fréttinni.Stemningin er mögnuð í Citrus Bowl í gærkvöldi.vísir/gettyLeikmenn ganga út á völlinn.vísir/gettyDavid Villa og Kaká eru fyrirliðar.vísir/gettyKaká sýndi snilli sína.vísir/gettyDavid Villa lagði upp mark gestanna.vísir/gettyKaká fagnar jöfnunarmarkinu.vísir/gettyvísir/gettyPost by Major League Soccer (MLS).
Fótbolti Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Sjá meira