Hefur árangurslaust reynt að gefa rektor málverk af píku Birgir Olgeirsson skrifar 9. mars 2015 15:30 Stefanía Pálsdóttir með verkið sem hún málið sem mótvægi við öllum listaverkunum af berrössuðum körlum í Háskóla Íslands. Vísir/GVA Heimspekineminn Stefanía Pálsdóttir hefur árangurslaust reynt að afhenda rektor Háskóla Íslands málverk af píku undanfarnar vikur. Stefanía hafði í fyrstu ætlað sér að skrifa grein í Stúdentablaðið til að vekja athygli á fjölda listaverka af berrössuðum karlmönnum í Háskóla Íslands, og þar af leiðandi typpum, og hversu lítið fer fyrir nöktum kvenmönnum. „Ég ætlaði fyrst að skrifa greinina fallus á campus en síðan langaði mig svo mikið að mála mynd af píku og gefa þeim. Þannig að planið breyttist aðeins og ég málaði mynd og ætlaði að afhenda rektor en það gekk ekki. Við höfum reynt að fara með verkið til þeirra í svolítinn tíma núna. Ég reyndi fyrst í janúar,“ segir Stefanía í samtali við Vísi um málið.Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Vísir/Anton Brink.Greint var fyrst frá málinu í Stúdentablaðinu en þar sagði Stefanía frá þeirri stundu þegar hún mætti með verkið á skrifstofu rektors en þar virtust skrifstofudömurnar fara hjá sér að sögn Stefaníu. Hún sagði Kristínu Ingólfsdóttur rektor hafa séð verkið og þakkað henni fyrir að hugsa hlýlega til skólans. Kristín greindi Stefaníu síðan frá því að hún þyrfti að drífa sig á fund en tók ekki við gjöfinni og hefur ekki enn veitt gjöfinni viðtöku rúmum tveimur mánuðum síðar. Ekki náðist í Kristínu við vinnslu þessarar fréttar en samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu rektors þá hefur verið mikið annríki hjá rektor síðastliðnar vikur og því ekki tekist að afgreiða málið. Stefanía segist hissa á því að fólk fari hjá sér þegar það sér verkið hennar og bendir á að rúmlega helmingur landsmanna er með píku. „Við erum öll með kynfæri, hversu mikla blygðunarkennd er hægt að hafa?,“ segir Stefanía sem ætlar halda áfram að reyna að gefa Háskóla Íslands þessa gjöf. Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Heimspekineminn Stefanía Pálsdóttir hefur árangurslaust reynt að afhenda rektor Háskóla Íslands málverk af píku undanfarnar vikur. Stefanía hafði í fyrstu ætlað sér að skrifa grein í Stúdentablaðið til að vekja athygli á fjölda listaverka af berrössuðum karlmönnum í Háskóla Íslands, og þar af leiðandi typpum, og hversu lítið fer fyrir nöktum kvenmönnum. „Ég ætlaði fyrst að skrifa greinina fallus á campus en síðan langaði mig svo mikið að mála mynd af píku og gefa þeim. Þannig að planið breyttist aðeins og ég málaði mynd og ætlaði að afhenda rektor en það gekk ekki. Við höfum reynt að fara með verkið til þeirra í svolítinn tíma núna. Ég reyndi fyrst í janúar,“ segir Stefanía í samtali við Vísi um málið.Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Vísir/Anton Brink.Greint var fyrst frá málinu í Stúdentablaðinu en þar sagði Stefanía frá þeirri stundu þegar hún mætti með verkið á skrifstofu rektors en þar virtust skrifstofudömurnar fara hjá sér að sögn Stefaníu. Hún sagði Kristínu Ingólfsdóttur rektor hafa séð verkið og þakkað henni fyrir að hugsa hlýlega til skólans. Kristín greindi Stefaníu síðan frá því að hún þyrfti að drífa sig á fund en tók ekki við gjöfinni og hefur ekki enn veitt gjöfinni viðtöku rúmum tveimur mánuðum síðar. Ekki náðist í Kristínu við vinnslu þessarar fréttar en samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu rektors þá hefur verið mikið annríki hjá rektor síðastliðnar vikur og því ekki tekist að afgreiða málið. Stefanía segist hissa á því að fólk fari hjá sér þegar það sér verkið hennar og bendir á að rúmlega helmingur landsmanna er með píku. „Við erum öll með kynfæri, hversu mikla blygðunarkennd er hægt að hafa?,“ segir Stefanía sem ætlar halda áfram að reyna að gefa Háskóla Íslands þessa gjöf.
Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira