Enski boltinn

Arsenal sleppur við Aston Villa og Liverpool í undanúrslitunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Per Mertesacker fagnar sigri í kvöld.
Per Mertesacker fagnar sigri í kvöld. Vísir/Getty
Arsenal tryggði sér sæti í undanúrslitum enska bikarsins í kvöld með 2-1 sigri á Manchester United í leik liðanna í átta liða úrslitum á Old Trafford en eftir leikinn var dregið í undanúrslitin.

Arsenal ætti að eiga greiða leið í úrslitaleikinn því liðið mætir annaðhvort C- eða B-deildarliði í næsta bikarleik sínum.

Arsenal mætir annaðhvort Bradford City eða Reading í undanúrslitaleiknum á Wembley en þau lið þurfa að spila aftur eftir markalaust jafntefli um helgina.

Aston Villa var fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitunum en Villa-menn mæta annaðhvort Liverpool eða Blackburn Rovers i undanúrslitaleiknum sínum.

Liverpool og Blackburn Rovers þurfa að mætast aftur því liðin gerðu markalaust jafntefli á Anfield um helgina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×