Fótbolti

Ancelotti telur að titilbaráttan ráðist í lokaumferðinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid.
Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid. Vísir/Getty
Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, telur að titilbaráttan á Spáni muni ekki ráðast fyrr en á lokadegi keppnistímabilsins.

Madrídingar eru með fjögurra stiga sigur á toppi spænsku deildarinnar eftir 2-0 sigur á Elche í gær. Barcelona tapaði hins vegar fyrir Malaga, 1-0, á laugardag.

„Við höfum verið að verjast vel og hvorki í þessum leik né [gegn Schalke] á miðvikudaginn leyfðum við andstæðingnum að skapa mörg færi,“ sagði Ancelotti.

„Með þessu viðhorfi munum við vinna marga leiki. Við erum með forskot núna en þessi barátta mun ekki ráðast fyrr en á lokadegi tímabilsins.“

Hann sagði að tap Barcelona um helgina hafi komið sér á óvart. „En það eru margir leikir eftir. Malaga gerði okkur mikinn greiða og við gátum ekki leyft okkur að sleppa þessu tækifæri.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×