Enski boltinn

Skutu 42 sinnum að marki og unnu 4-0

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Brentford-liðar voru frábærir í gærkvöldi.
Brentford-liðar voru frábærir í gærkvöldi. vísir/getty
Brentford vann tíu leikmenn Blackpool, 4-0, í ensku B-deildinni í fótbolta í gær, en sigur heimamanna var í meira lagi sannfærandi og sanngjarn.

Brentford komst í 2-0 áður en Blackpool missti mann af velli og heimamenn nýttu sér liðsmuninn til að skora tvö mörk til viðbótar.

Skotin hjá Brentford.mynd/opta
Leikurinn fór meira og minna fram á vallarhelmingi gestanna, en Brentford átti hvorki fleiri né færri en 42 marktilraunir.

Leikmenn heimaliðsins létu skotunum rigna að marki Blackpool en hittu markið þó ekki nema 14 sinnum. Ekkert frábær skotnýting en sýnir þó yfirburði Brentford í leiknum.

Brentford er í sjöunda sæti B-deildarinnar með 58 stig, stigi frá umspilssæti en Watford er í sjötta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×