Fótbolti

Ummæli Capello vekja reiði samkynhneigðra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Fabio Capello, landsliðsfyrirliði Rússlands, hefur komið sér í vandræði fyrir ummæli sem hann lét falla í viðtali við spænska útvarpsstöð.

Capello var spurður hvort hann telji að Spánarmeistarar Atletico Madrid væru óagaðir og grófir í sínum leik. Taldi hann svo ekki vera.

„Ég er ekki sammála því að þeir séu ofbeldisfullir. Fótbolti er ekki fyrir „mariquitas“,“ sagði Capello en síðastnefnda orðið er slanguryrði á spænsku fyrir samkynhneigða.

Ítalinn Arrigo Sacchi lét nýverið umdeild orð falla þess efnis að það væru of margir svartir leikmenn í yngri liðum ítalskra félaga. Capello kom honum til varnar.

„Það sem hann sagði voru ekki kynþáttafordómar. Við þurfum bara að vera með fleiri ítalska leikmenn í okkar ungmennastarfi - leikmenn með ítölsk einkenni.“

„Við erum líka með svarta leikmenn sem eru ítalskir en hann var að tala um unglingalið sem eru með 8-9 erlenda leikmenn innanborðs.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×