Ágúst hefur gert góða hluti að undanförnu en hann er þrefaldur Norðurlandameistari, Íslandmeistari og hefur auk þess unnið til fjölda annarra verðlauna í greininni.
Ágúst bar sigurorð af keppanda frá Lúxemborg í fyrsta bardaga sínum á EM og því næst vann hann finnskan strák. Ágúst laut svo í lægra haldi fyrir spænskum keppanda í undanúrslitum eftir mikla baráttu.
Hér að neðan má lesa frásögn Helga Rafns Guðmundssonar, þjálfara Ágústs, af mótinu í Strasbourg sem hann birti á Facebook.